Fréttablaðið - 02.11.2016, Page 12

Fréttablaðið - 02.11.2016, Page 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Hafliði Helgason haflidi@frettabladid.is Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Dalbraut 1 • Hringbraut 35 • Fálkagötu 18 • Lönguhlíð PREN TU N .IS NÝBAKAÐ BRAUÐ ALLA DAGA ....................................... Klukkan er rúmlega ellefu að kvöldi til, íslenskt vetrarmyrkur umlykur bæinn, það ískrar í báru-járni sem blaktir í vindinum og regndropar berja á glugganum. Flestir eru á leið undir sæng þegar síminn pípir og ég lít á símann, það er útkall. Einhver er týndur og leit að hefjast, enginn veit hvort, hvar eða hvernig aðkoman verður, það hefur reynslan sýnt. Starf í björgunarsveit er mjög gefandi en um leið krefjandi. Allan ársins hring, hvort sem er að degi eða nóttu, erum við björgunarsveitarfólk tilbúið að koma öðrum til aðstoðar. Menn og konur á öllum aldri fara í gegnum margra mánaða þjálfun, leggja í kaup á búnaði, verja tíma í ferðir og fjáraflanir til að vera tilbúin fyrir þig, tilbúin að leggja sitt fram til samfélagsins þegar á þarf að halda. Umræða um mikilvægi sálræns stuðnings hefur aukist undanfarin ár á meðal viðbragðsaðila þ. á m. björgunarsveitarfólks, sem og í þjóðfélaginu almennt. Viðurkenning á að „það er í lagi að vera ekki í lagi“, það að koma að alvarlegum slysum, finna látinn einstak- ling, grafast í snjóflóði og svo framvegis í útkalli, getur haft áhrif á andlega líðan og það er í lagi að ræða það. Það er því ekki nóg að vera þjálfaður í aðferðum, tækjum og tólum heldur þarf björgunarsveitarfólk, eins og aðrir viðbragðsaðilar, að vera viðbúið þeim andlegu áhrifum sem vinna í streitutengdu umhverfi hefur. Við þurfum að þekkja áhrif streitu, þekkja eigin mörk og kunna að virkja bjargráðin okkar. Við viljum hafa góðan tilfinningalegan aðbúnað fyrir okkur og félagana, við viljum vera í lagi fyrir þig, fyrir okkur og okkar fjölskyldur. Slysavarnafélagið Landsbjörg er því stolt að sam- einast öðrum viðbragðsaðilum; Neyðarlínu, Lands- sambandi lögreglumanna, Ríkislögreglustjóra, Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna, Landhelgisgæslu og Rauða krossi Íslands ásamt Háskól- anum í Reykjavík og Sálfræðingunum Lynghálsi um ráðstefnuna „Sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu“ á Hótel Nordica 2. til 4. nóvember næstkomandi. Ráðstefna sem skiptir okkur öll máli. Mamma, hvert ertu að fara, er útkall, ertu að fara í leit, vonandi finnurðu hann … Í lagi að vera ekki í lagi Við þurfum að þekkja áhrif streitu, þekkja eigin mörk og kunna að virkja bjarg- ráðin okkar. Á komandi kjörtímabili mun verða mikil þörf fyrir jafn- vægiskúnstir til að halda sér á línu hagsældar og stöðugleika. Á sama tíma og svigrúm í hagkerfinu er uppurið, stöndum við frammi fyrir syndum fortíðar í uppbyggingu innviða. Grúskað í fræðibókum Spennunni eftir alþingiskosn- ingarnar um síðustu helgi er hvergi nærri lokið. Núna liggur forsetinn undir feldi og metur hver stjórnmálaforingjanna sjö sem leiða flokka á Alþingi eigi að fá stjórnarmyndunarum- boðið. Hann ræddi við formenn allra flokkanna á mánudag og í gær ræddi hann við þrjá. Seint í gær sást svo til forsetans á Þjóðarbókhlöðunni að grúska í skrifum um stjórnmál og lög- fræði. Sennilegast til að undir- byggja ákvörðun sína um það hver á að fá boltann til sín. Flott fordæmi Kristján Guy Burgess, fráfarandi framkvæmdastjóri Samfylk- ingarinnar, sendi formanni flokksins uppsagnarbréf sitt í gær. Ákvörðunina rökstyður hann með lélegum árangri flokksins í síðustu kosningum. „Ég hafði alltaf miðað fram- tíð mína í starfi við árangur flokksins í kosningum og það var samkomulag um það við þá formenn sem ég hef starfað með,“ sagði hann á Facebook. Áður hafði Oddný G. Harðar- dóttir, fráfarandi formaður flokksins, yfirgefið póstinn sinn. Vonandi eru forystumenn Sam- fylkingarinnar að gefa tóninn fyrir það sem koma skal í stjórn- málum. Að menn átti sig á stöðu sinni þegar í óefni er komið og víki ef þeir telja að aðrir geti gert betur. jonhakon@frettabladid.is Það er að bera í bakkafullan lækinn að ræða ákvörðun kjararáðs um laun stjórnmála-manna. Ákvörðunin og viðbrögðin við henni tala sínu máli og eru áminning um það hversu mikilvægt er að huga að jafn-vægi þegar ákvarðanir eru teknar. Á komandi kjörtímabili mun verða mikil þörf fyrir jafnvægiskúnstir til að halda sér á línu hagsældar og stöðugleika. Á sama tíma og svigrúm í hagkerfinu er uppurið, stöndum við frammi fyrir syndum fortíðar í uppbyggingu innviða. Í dag kemur út skýrsla sem fjármálafyrirtækið Gamma hefur gert um fjárfestingu í innviðum og fjallað er um í Markaðnum sem fylgir blaðinu í dag. Skýrslan er afar áhugaverð og frábært innlegg í þarfa umræðu um nauðsynlega uppbyggingu innviða samfélagsins. Fjárfestingar í innviðum eru einhver arðbærustu verkefni sem samfélög geta ráðist í. Innviðirnir styðja við aðra verðmætasköpun samfélagsins og skapa ný tækifæri til framtíðar. Hér er bæði átt við efnahagslega innviði og samfélagslega innviði. Í skýrslu Gamma er sjónum beint að efnahagslegum innviðum svo sem samgöngum, orkuframleiðslu og flutningum og fjarskiptum. Fyrir liggur gríðarleg þörf fyrir að auka slíka fjárfestingu og er uppsöfnuð þörf ein og sér 230 milljarðar króna. Þar við bætist svo þörf á næstu árum til að fylgja eðlilegri uppbyggingu. Við núverandi kringumstæður þarf ríkið á næstu árum að skila afgangi. Krónan styrkist og enn sem komið er eru engin teikn um veikingu hennar í bráð. Á síðustu árum hafa erlendir sjóðir aukið mjög fjár- festingar í uppbyggingu innviða. Slík verkefni henta vel langtímafjárfestum. Um tíma var á teikniborðinu slíkur sjóður meðal nokkurra lífeyrissjóða, en ekki varð af stofnun hans. Aðkoma fagfjárfesta að innviðaverkefnum er í senn æskileg og skynsamleg. Fram kemur í skýrslunni að fjárfestar gera ekki háa ávöxtunarkröfu þegar kemur að slíkum fjárfestingum og vextir eru sögulega lágir. Ýmsar leiðir eru færar í því að einkaaðilar komi að slíkum fjárfestingum. Hvalfjarðargöngin eru dæmi um slíkt. Á Norðurlöndum hafa víða verið farnar bland- aðar leiðir í fjármögnun innviðaverkefna með góðum árangri. Til þess að skapa skilyrði fyrir slíkt þyrfti laga- umgjörð að vera skýr. Nærtækt er að horfa til Norður- landanna í þeim efnum og skapa skynsamlega umgjörð utan um verkefni, þar sem fagfjárfestar taka áhættu af þeim í stað skattborgara. Fjölmörg verkefni falla vel að þessu. Nærtækast er að horfa á mikla fjárfestingarþörf flugstöðvarinnar og bráðnauðsynlegar fjárfestingar í flutningsneti orku. Ekki má heldur gleyma að slík verk- efni krefjast undirbúnings og því þarf ný ríkisstjórn og þing þegar að skapa skynsamlegan lagaramma til að grípa tækifærin. Jafnvægið og innviðirnir Elva Tryggvadóttir 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m I Ð v I K U D A G U r12 s K o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð SKOÐUN 0 2 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 2 6 -2 2 4 C 1 B 2 6 -2 1 1 0 1 B 2 6 -1 F D 4 1 B 2 6 -1 E 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.