Fréttablaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 16
Í dag
19.05 Snæfell - Keflavík Sport 6
19.15 Meistaramessan Sport
19.40 Spurs - Leverkusen Sport 2
19.40 Dortmund - Sporting Sport 3
19.40 FCK - Leicester Sport 4
19.40 Legia - Real Madrid Sport 5
21.45 Meistaramörkin Sport
Undankeppni EM í handbolta karla:
19.30 Ísland - Tékkland Höllin
Domino’s-deild kvenna í körfu:
19.15 Stjarnan - Grindavík Ásgarður
19.15 Snæfell - Keflavík Stykkish.
19.15 Valur - Skallagrímur Valshöll
19.15 Njarðvík - Haukar Njarðvík
Willum Þór gerði tveggja
ára samning við Kr
Willum Þór Þórsson var kynntur
sem nýr þjálfari Kr í gær. Willum
skrifaði undir tveggja ára samning
við Kr. Willum tók við Kr um mitt
síðasta sumar og náði frábærum
árangri með liðið. undir stjórn
Willums vann Kr níu af 13 deildar-
leikjum sínum og náði evrópusæti.
Willum var þingmaður Fram-
sóknarflokksins á árunum 2013-16
en náði ekki endurkjöri í nýaf-
stöðnum kosningum. Hann er Kr
þakklátur fyrir að hafa beðið eftir
sér á meðan á kosningabaráttunni
stóð. „við settumst niður fljótlega
eftir mótið og ræddum þetta. Ég
sagði mína afstöðu, að ég hygðist
sækjast eftir
endurnýjuðu
umboði og fá
sæti á alþingi.
en það tókst
ekki og Kr
beið bara á
meðan,“
sagði
Willum
í sam-
tali
íþrótta-
deild
365.
handbolti „við eigum ekkert rosa-
lega góðar minningar frá því að spila
á móti þeim,“ segir landsliðsmaður-
inn arnór atlason en hann verður
væntanlega í stóru hlutverki í kvöld
er íslenska landsliðið tekur á móti
tékkum í fyrsta leik sínum í undan-
keppni Hm.
Þetta er fyrri leikurinn af tveimur
hjá íslenska landsliðinu í þessari
viku en þeir hendast svo beint upp
í flugvél til Úkraínu. Þar tekur síðan
við löng rútuferð á leikstað fyrir leik
gegn heimamönnum á laugardag.
„við töpuðum ansi illa á móti
þeim á Hm í Katar. við höfum ekki
mætt þessu liði mjög oft en við
þekkjum þá vel. Þetta er gott lið
sem er búið að endurheimta Filip
jicha og Pavel Horak þannig að
liðið er þrælöflugt. Þetta er mjög
verðugt verkefni,“ segir arnór og
svo er martin galia í markinu en
hann hefur oft reynst íslenska liðinu
óþægur ljár í þúfu.
Notum tapið sem áminningu
„Hann er frábær markvörður og
þetta eru allt saman hörkustrákar.
Ég spilaði með tveimur af þessum
strákum í Frakklandi í þrjú ár og
þeir eru virkilega flottir handbolta-
menn.“
leikurinn sem arnór talar um
í Katar fór 36-25 fyrir tékka. Þá
skoraði stórskyttan jicha ellefu
mörk fyrir tékka og hann verður
að stöðva í kvöld.
„við notum þann leik sem áminn-
ingu frekar en eitthvað annað. Það
er mikilvægt að byrja þessa undan-
keppni vel enda bara sex leikir í
riðlinum. við setjum auðvitað þá
kröfu á okkur að vinna líka heima-
leikina,“ segir arnór en það mun
væntanlega mæða mikið á honum
í leikstjórnandastöðunni þar sem
snorri steinn guðjónsson hefur lagt
landsliðsskóna á hilluna.
Breytingar gerst hratt
Þar að auki er alexander Petersson
líka hættur, ásgeir Örn Hallgríms-
son meiddur og þeir róbert gunn-
arsson og vignir svavarsson voru
ekki valdir í liðið að þessu sinni.
„maður er allt í einu orðinn með
þeim eldri í hópnum. Þetta gerðist
fljótt. ef við skoðum aftur á móti
stöðuna frá því í sumar þá vantaði
alexander og snorra, guðjón valur
lék lítið, vignir var meiddur þannig
að breytingin frá því í sumar er ekk-
ert svo mikil. Það sést samt að við
vorum að missa risamenn en við
höfum spilað án þeirra áður. við
höfum spilað saman áður og liðið er
ekki alveg glænýtt þó svo við höfum
verið að missa svona þúsund lands-
leiki út og það telur auðvitað þegar
út í alvöruna er komið,“ segir arnór
og vill augljóslega einblína á hið
jákvæða og horfa fram á veginn.
„við eldri mennirnir í hópnum
tökum vel á móti ungu strákunum.
Okkar verkefni er að halda þeirri
hefð áfram sem hefur verið í lands-
liðinu. Það á að vera risamál fyrir
þá að komast í íslenska landsliðið.
Okkar eldri er að kenna þeim um
hvað það snýst að spila fyrir íslenska
landsliðið. Það á að vera það stærsta
sem maður gerir. Þar gefur maður
allt í þetta og hefur gaman af því.
maður þarf að spila af stolti. við
þurfum líka að kenna þeim hugar-
farið sem hefur verið í liðinu. ungu
drengirnir þurfa núna að sanna sig.
Það er ekkert komið með því að vera
valinn í hópinn.“
Sakna vina minna
Það er auðvitað stórmál þegar
lykilmenn úr gullkynslóð lands-
liðsins detta út hver á fætur öðrum
og margar þjóðir hafa átt erfitt með
að fóta sig þegar þarf að stokka upp
sigursæl lið.
„Það er engin spurning að við
erum að missa burðarása úr liðinu.
Það er eðlilegur gangur að menn
detti út og nýir komi inn. svo
hefur Dagur sýnt með Þýskalandi
hvað er hægt að gera. margir hafa
rekið upp stór augu yfir hans liðs-
vali en það hefur gengið ágætlega
hjá honum. Ég vil fara rólega í að
kalla þetta einhver kynslóðaskipti.
Þetta er búið að vera í mótun. auð-
vitað söknum við þessara stráka.
Þetta eru allt vinir mínir sem ég hef
spilað með í mörg ár en við vissum
að það yrði ekki þannig að eilífu,“
segir arnór en hefur hann eitthvað
gert upp hug sinn um hvað hann
ætlar að halda lengi áfram með
landsliðinu?
„eins lengi og ég hef heilsu til og
finnst það skemmtilegt. Ég væri ekki
hérna ef mér fyndist þetta ekki rosa-
lega skemmtilegt. Þetta tekur orku
og tíma en ég hef aldrei fundið
ástæðu til að mæta ekki. Þetta er
það gaman og ég get gert þetta. Ég
hef enn metnað fyrir landsliðinu.“
henry@frettabladid.is
Drengirnir þurfa að sanna sig
Mikið breytt landslið Íslands hefur leik í undankeppni EM í kvöld. Þá mætir til leiks sterkt lið Tékklands
sem vann Ísland síðast með ellefu marka mun. Arnór Atlason er jákvæður fyrir komandi leikjum.
Arnór Atlason á æfingu liðsins í Laugardalshöllinni í gær. FRéTTABLAðið/ANToN
Meistaradeild Evrópu, riðlakeppni
a-riðill
Ludogorets - Arsenal 2-3
1-0 Jonathan Cafu (12.), 2-0 Claudiu Keserü
(15.), 2-1 Granit Xhaka (20.), 2-2 Oliver
Giroud (41.), 2-3 Mesut Özil (87.).
Basel - PSG 1-2
Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Basel.
Staðan: Arsenal 10, PSG 10, Basel 1. Ludo-
gorets 1.
b-riðill
Besiktas - Napoli 1-1
Benfica - Dynamo Kiev 1-0
Staðan: Napoli 7, Benfica 7, Besiktas 6,
Dynamo Kiev 1.
C-riðill
Gladbach - Celtic 1-1
1-0 Lars Stindl (32.), 1-1 Moussa Dembele
(76.).
Man. City - Barcelona 3-1
0-1 Lionel Messi (21.), 1-1 Ilkay Gündogan
(39.), 2-1 Kevin De Bruyne (51.), 3-1 Günd-
ogan (74.)
Staðan: Barcelona 9, Man City 7, Gladbach
4, Celtic 2.
d-riðill
Atlético Madrid - Rostov 2-1
1-0 Antoine Griezmann (28.), 1-1 Sardar
Azmoun (30.), 2-1 Griezmann (90+3.).
PSV - Bayern München 1-2
1-0 Santiago Arias (14.), 1-1 Robert Lewand-
owski, víti (34.), 1-2 Lewandowski (74.).
Staðan: Atlético Madrid 12, Bayern
München 9, PSV 1, Rostov 1.
2 . n ó v E M b E r 2 0 1 6 M i Ð v i K U d a G U r16 s p o r t ∙ F r É t t a b l a Ð i Ð
Hvor þeirra fær að spila með strákunum okkar í Höllinni í kvöld?
Erfitt val Geir Sveinsson, þjálfari íslenska liðsins, á eftir að velja varamarkvörð sinn fyrir leikinn á móti Tékkum í Laugardalshöll í kvöld. Geir tók
markvörðinn Sveinbjörn Pétursson inn í æfingahópinn vegna meiðsla Arons Rafns Eðvarðssonar. Björgvin Páll Gústavsson verður aðalmarkvörð-
ur en nú stendur valið á milli Sveinbjörns og Grétars Ara Guðjónssonar sem sjást hér á æfingu liðsins í Laugardalshöllinni í gær. FRéTTABLAðið/ANToN
sport
0
2
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:1
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
2
6
-4
4
D
C
1
B
2
6
-4
3
A
0
1
B
2
6
-4
2
6
4
1
B
2
6
-4
1
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
1
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K