Fréttablaðið - 02.11.2016, Side 18
Samkeppnin er
gríðarleg í veitinga-
bransanum ekki bara til að
selja vöruna heldur til að fá
starfsmenn
Andrey Rudkov, framkvæmdastjóri
Tokyo Sushi
Fimmtudagur 3.nóvember
Hagstofa ÍsLaNDs
l Vinnumarkaður á þriðja ársfjórð-
ungi 2016
Föstudagur 4.nóvember
Hagstofa ÍsLaNDs
l Vöruviðskipti við útlönd, október
2016, bráðabirgðatölur
Þriðjudagur 8.nóvember
Þjóðskrá ÍsLaNDs
l Fjöldi þinglýstra leigusamninga um
íbúðarhúsnæði eftir landshlutum
ÍsLaNDsbaNki
l Þriðji ársfjórðungur 2016
Eik
l Þriðji ársfjórðungur 2016
Miðvikudagur 9. nóvember
LáNamáL rÍkisiNs
l Mánaðarlegar upplýsingar Lána-
mála ríkisins
Þjóðskrá ÍsLaNDs
l Fasteignamarkaðurinn í mánuð-
inum eftir landshlutum
Eik
l Kynningarfundur uppgjörs þriðja
ársfjórðungs 2016
Miðvikudagur 10. nóvember
Hagstofa ÍsLaNDs
l Velta í virðisaukaskattskyldri starf-
semi
Hagstofa ÍsLaNDs
l Efnahagslegar skammtímatölur í
nóvember 2016
Þriðjudagur 15. nóvember
Hagstofa ÍsLaNDs
l Fiskafli í október 2016
ViNNumáLastofNuN
l Atvinnuleysistölur Vinnumála-
stofnunar
Miðvikudagur 16. nóvember
sEðLabaNki ÍsLaNDs
l Vaxtaákvörðun og útgáfa Peninga-
mála
arioN baNki
l Þriðji ársfjórðungur 2016
rEgiNN
l Þriðji ársfjórðungur 2016
Fimmtudagur 17.nóvember
Þjóðskrá ÍsLaNDs
l Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgar-
svæðinu
Eimskip
l Þriðji ársfjórðungur 2016
Föstudagur 18. nóvember
Hagstofa ÍsLaNDs
l Samræmd vísitala neysluverðs í
október 2016
Þjóðskrá ÍsLaNDs
l Vísitala leiguverðs á höfuðborgar-
svæðinu
Á döfinni dagatal viðskiptalífsins
allar markaðsupplýsingar
Vikan sem leið
Markaðurinn
ÚtgáfuféLag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301
Umsjón Hafliði Helgason hafliði@365.is
Ábyrgðarmaður kristín Þorsteinsdóttir
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is
Sushi-risarnir Sushisamba og Tokyo
Sushi juku hagnað sinn verulega á
síðasta ári og nam sala hjá Sushi-
samba 337 milljónum króna. Sushi-
staðir eru meðal vinsælustu staða
hér á landi, framkvæmdastjóri Tokyo
Sushi telur þó að búið sé að metta
markaðinn. Vöntun á starfsfólki og
svört veitingastarfsemi hamli áfram-
haldandi vexti.
Tokyo Sushi hagnaðist um 25,5
milljónir króna árið 2015, saman-
borið við 14 milljónir árið áður.
Hagnaður af reglulegri starfsemi
nam 40,2 milljónum króna, saman-
borið við 22,9 milljónir árið áður.
Eigið fé nam 56,8 milljónum króna,
samanborið við 32,9 milljónir árið
áður. Sushisamba ehf., sem rekur
samnefndan veitingastað í miðbæ
Reykjavíkur, hagnaðist um 27,9
milljónir króna árið 2015. Hagn-
aðurinn jókst töluvert milli ára, en
hann nam 16,6 milljónum króna
árið 2014. Rekstrartekjur jukust
einnig, þær námu 337 milljónum á
síðasta ári, samanborið við 308 millj-
ónir árið áður.
Kogt ehf. sem rekur Osushi veit-
ingastaðina sem þekktir eru fyrir
sushi-lestir tapaði hins vegar 19,8
milljónum króna í fyrra að teknu
tilliti til áætlaðra opinberra gjalda.
„Ég myndi ekki segja að það væri
vöxtur á markaðnum eins og fyrir
árin 2012 til 2013. En við höfum
séð tvö til þrjú þúsund nýja kúnna
bætast við markaðinn árlega,“ segir
Andrey Rudkov, framkvæmdastjóri
og eigandi Tokyo Sushi. „Samkeppn-
in er gríðarleg í veitingabransanum
ekki bara til að selja vöruna heldur
til að fá starfsmenn.“
Andrey segir að eitt það erfiðasta
í veitingarekstri í dag sé að manna
störfin. „Það er ein stærsta hindrunin
við vöxt. Það er líka erfitt á Íslandi að
hér ríkir öðruvísi þjónustulund en í
Bandaríkjunum. Við þurfum líka að
keppa við þá sem greiða svart og því
eru margar hindranir við framtíðar-
vöxt.“
Íslendingar virðast að mörgu leyti
drífa aukna sölu á sushi, en Andrey
segir að vegna staðsetningar Tokyo
Sushi séu Íslendingar 95 prósent
viðskiptavina þeirra. Þrátt fyrir ein-
hverjar hindranir í veginum segist
hann opinn fyrir áframhaldandi
vexti. „Við erum með tvo veitinga-
staði og seljum Tokyo Sushi í fjórum
Krónuverslunum. Við erum opin
fyrir fleiri viðskiptatækifærum.“
„Á síðustu þremur árum hafa í
raun og veru engir nýir sushi-staðir
verið opnaðir. Ég held að sushi-
sprengjan sé búin. Fyrst var ham-
borgarasprengjan, svo var sushi og
nú vitum við ekki hvað verður næst,“
segir Andrey Rudkov.
saeunn@frettabladid.is
Sushi-markaðurinn
farinn að mettast
Hagnaður Tokyo Sushi og Sushisamba eykst töluvert milli ára. Sushi-staðir eru
meðal vinsælustu veitingastaða hjá Íslendingum. Skortur á starfsfólki og svört
starfsemi hindra vöxt. Lítið hefur verið um nýja staði á síðustu þremur árum.
Hagnaður Tokyo Sushi jókst um 11 milljónir milli ára, Andrey (í miðjunni) segist opinn fyrir frekari vexti. FréTTAblAðið/STeFán
Gengi hlutabréfa skráðra félaga í
Kauphöllinni rauk upp um 1,23 pró-
sent á mánudag eftir að niðurstöður
kosninganna lágu fyrir. Sjálfstæðis-
flokkurinn vann á og hlaut 29 pró-
sent atkvæða. Einungis þrjú félög
lækkuðu á mánudag. Gengi hluta-
bréfa í HB Granda hækkaði mest,
eða um 4,25 prósent, í 103 milljóna
króna viðskiptum.
1,23%
hækkun
Landsbankinn hf. var hæsti gjaldandi
ríkisskattstjóra árið 2015 og greiddi
12,4 milljarða í heildarálagningu. Fast
á hæla honum kemur Ríkissjóður
Íslands sem greiddi 11,3 milljarða.
Hinir viðskiptabankarnir greiddu
heldur minna. Arion banki greiddi 6,8
milljarða kóna, en Íslandsbanki 5,2
milljarða. GLB Holding greiddi svo 3,6
milljarða, en Reykjavíkurborg 3,5.
12,4
miLLjarðar
Íslenska sprotafyrirtækið Break-
room gaf út á dögunum sýndarveru-
leikahugbúnað sinn Breakroom á
Early Access á Steam. Búið er að
vinna að hugbúnaðinum í þrjú ár.
„Í stuttu máli er þetta hugbún-
aður fyrir sýndarveruleika sem gerir
fólki kleift að nýta öll þau forrit sem
það notar í tölvunni í sýndarveru-
leika. Það lýsir sér þannig að þú
setur á þig sýndarveruleikatæki og
heyrnartól og þegar þú ræsir bún-
aðinn okkar ferðu í annan heim. Þú
getur verið á strönd að slappa af og
opnað svo Excel, Photoshop, Word
eða netvafra sem sérskjá fljótandi í
kringum þig. Þú getur verið með tíu
skjái opna í einu. Við erum komin
með lausn fyrir þá sem eiga sýndar-
veruleikatæki til að nota tækin til
að gera eitthvað annað en að spila
tölvuleiki,“ segir Diðrik Steinsson
Hann stendur að baki fyrirtækinu
ásamt Bjarna Rafni Gunnarssyni
og Antoni Þórólfssyni. Fyrirtækið
var stofnað í júní 2014.
Þessi útgáfa er miðuð að ein-
staklingum sem eiga þetta heima
hjá sér í dag. Síðan gefa þeir út
Breakroom for Business eftir ára-
mót. Sá hugbúnaður er sérstaklega
hugsaður fyrir opin vinnurými þar
sem starfsmenn upplifa oft einbeit-
ingarörðugleika, aukið stress, eða
vilja meira einkarými.
Breakroom hefur fengið fjárfest-
ingu frá Eyri og Startup Reykjavik
Invest, auk styrkja frá Nýsköpunar-
miðstöð Íslands og Rannís.
Varan er ekki fullunnin núna en
verður fínpússuð með fyrstu not-
endum. „Við erum að gefa Break-
room út á Steam í Early Access en
gefum þetta líka út hjá Oculus á
næstu vikum. Early Access þýðir
að varan er ekki fullunnin en við
munum fínpússa vöruna með fyrstu
notendum,“ segir Diðrik. – sg
Gefa út sýndarveruleika
hugbúnað fyrir skrifstofur
Þrír áhugamenn um sýndarveruleika standa að baki breakroom. Mynd/breAkrooM
2 . N ó V E m b E r 2 0 1 6 m i ð V i k u D a g u r2 Markaðurinn
0
2
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:1
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
2
6
-5
8
9
C
1
B
2
6
-5
7
6
0
1
B
2
6
-5
6
2
4
1
B
2
6
-5
4
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
1
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K