Fréttablaðið - 02.11.2016, Qupperneq 22
Fjárfesting og uppbygg-ing innviða samfélaga ráða miklu um hagsæld þeirra. Undanfarin ár hefur áhugi stofnana-fjárfesta á innviðafjár-
festingum farið ört vaxandi og sam-
hliða því hefur áhugi í samfélögum
á því að ríkið hleypi einkaaðilum
í slíkar fjárfestingar vaxið. Þetta
hefur orðið til þess að til hafa orðið
ýmsar leiðir við að mæta þörfinni
fyrir innviðafjárfestingar, bæði
hrein fjárfesting stórra sjóða í slík-
um fjárfestingum sem og blandaðar
leiðir ríkis, sjóða og einkaaðila.
Fjármálafyrirtækið Gamma
hefur skoðað innviðafjárfestingar
og þróun hugmynda varðandi
slíkar fjárfestingar undanfarin ár. Í
dag kemur út skýrsla um efnið þar
sem farið er yfir stöðu hagkerfisins,
helstu módel innviðafjárfestinga
og þau verkefni sem blasa við til að
styrkja innviði íslensks samfélags.
„Markmið okkar er ekki að reka
póli tík í þessu, heldur að greina
verkefnin og þá möguleika sem eru
fyrir hendi við fjármögnun þeirra,“
segir Gísli Hauksson, forstjóri
Gamma.
230 milljarða þörf
Friðrik Már Baldursson hagfræð-
ingur ritar inngang að skýrslunni
þar sem hann fjallar um mikilvægi
innviðafjárfestinga og hvernig dró
úr innviðafjárfestingum í efnahags-
lægðinni sem fylgdi falli krónunnar
og fjármálakerfisins.
Ísland var ekki eina landið þar
sem dró úr innviðafjárfestingu.
Í skýrslunni kemur fram að inn-
viðafjárfesting í Evrópu fór úr 5%
af landsframleiðslu í 2,5%. Talið er
að þetta hlutfall þurfi að vera 4,1%
til að viðhalda vexti í Evrópu. Hér
á landi fór hlutfallið lægst í 2,5%
árið 2012 en er nú um 3%. Að mati
Gamma þyrfti þetta hlutfall að vera
5,5 prósent.
Samkvæmt þessu hefur orðið til
veruleg uppsöfnuð þörf í innviða-
fjárfestingum. Mat Gamma er að
uppsöfnuð þörf til að ná eðlilegum
markmiðum nemi um 230 millj-
örðum.
Mikið skorið niður
Innviðum er gjarnan skipt í tvo
flokka, efnahagsinnviði og sam-
félagsinnviði. Efnahagsinnviðir eru
samgöngumannvirki, flutningar,
framleiðsla og flutningur orku og
vatns og fjarskiptainnviðir. Sam-
félagsinnviðir lúta að menntun,
heilbrigði, réttarkerfi, menningu og
afþreyingu. Skýrsla Gamma beinir
einkum sjónum að efnahagsinnvið-
um. „Ástæðan fyrir því að við hófum
að skoða þetta og vinna áfram með
þessar hugmyndir er að þörfin fyrir
innviðafjárfestingar hérlendis er
orðin gríðarleg. Niðurskurður eftir
hrun til vegamála var 90 prósent frá
meðaltalinu 2002 til 2007. Það var
allt skorið við nögl á sama tíma og
Ástæðan fyrir því að
við hófum að skoða
þetta og vinna áfram með
þessar hugmyndir er að
þörfin fyrir innviðafjárfest-
ingar hérlendis er orðin
gríðarleg.
5,5%
af landsframleiðslu þyrftu að
fara í innviði hérlendis
Tækifæri til að fjármagna innviðina
Uppsöfnuð þörf fyrir innviðafjárfestingar er áætluð 230 milljarðar í nýrri skýrslu fjármálafyrirtækisins Gamma. Aðstæður á mörk-
uðum og sókn stórra fagfjárfestasjóða í innviðafjárfestingar skapa ný tækifæri fyrir innviði á Íslandi. Áætlað er að hægt væri að fjárfesta
fyrir um 900 milljarða í slíkum verkefnum. Innviðafjárfestar vilja öryggi og litlar sveiflur, en gera á móti hóflega kröfu um ávöxtun.
Gísli Hauksson, forstjóri Gamma, segir áhuga stórra sjóða sem ávaxta fé fyrir lífeyrissjóði og tryggingafélaga fara vaxandi á innviðafjárfestingum. Það skapi mikil tækifæri til uppbyggingar innviða. Fréttablaðið/GVa
l Sundabraut
l Stækkun Hvalfjarðarganga
l Breikkun vega
l Orkufyrirtæki
l Landsnet
l Isavia (alþjóðaflugvöllur)
l Míla
l Sæstrengur til Bretlands
l Landspítali
l Léttlestakerfi á höfuðborgar-
svæðinu
l Lest milli Reykjavíkur og Kefla-
víkurflugvallar
Vænleg innviðaverkefniHafliði
Helgason
haflidi@frettabladid.is
2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m I Ð v I K U D A G U r6 markaðurinn
0
2
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:1
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
2
6
-3
F
E
C
1
B
2
6
-3
E
B
0
1
B
2
6
-3
D
7
4
1
B
2
6
-3
C
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
1
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K