Fréttablaðið - 02.11.2016, Side 44

Fréttablaðið - 02.11.2016, Side 44
Sindri Már Sigfússon eða Sin Fang eins og hann kallar sig þegar hann gerir tónlist sóló, gaf nú nýlega út sína fjórðu sólóplötu í fullri lengd, Spaceland, en hann hefur einn- ig gefið út slatta af EP-plötum og öðru styttra efni – gaf til að mynda út EP-plötuna Space Echoes núna fyrir næstum viku, auk þess sem hann er„frontman“ í hljómsveitinni Seabear og orðið á götunni segir að hann leiki stórt hlutverk í dular- fullu hljómsveitinni Gangly (sem er kannski ekkert svo dularfull lengur). Spaceland er á yfirborðinu hress og poppuð plata en ef vel er hlustað kemur í ljós að undir ljósu yfirborð- inu má finna talsvert dekkri hluti. Síðasta plata Sindra, Flowers, kom út árið 2013, svo að hann hefur tekið sér ágætis tíma í að vinna að nýju plötunni. „Já, þetta myndi líklegast teljast erfið fæðing. Ég samdi að minnsta kosti mjög mörg lög en það enduðu bara 9 á plötunni. Það tók mig tíma að finna tóninn sem ég var búinn að heyra fyrir mér og hljóðblöndunin var ekki jafn laus í reipunum og oft hefur verið hjá mér,“ segir Sindri aðspurður hvort það hafi verið erf- itt að vinna þessa nýju plötu. Sindri virðist hafa fundið þennan hljóm og hann er nokkuð ferskur, Spaceland er dálítið öðruvísi en fyrri verk hans. „Þetta er í rauninni fyrsta breið- Leikið með andstæða póla Child Eater HHHHH Leikstjóri: Erlingur Óttar Thoroddsen Framleiðendur: Perri Nemiroff, Luke Spears, Pétur Sigurðsson Handrit: Erlingur Óttar Thoroddssen Kvikmyndataka: John Wakayama Carey Tónlist: Einar Sv. Tryggvason Leikarar: Cait Bliss, Colin Critchley, Jason Martin Seint verður sagt að Child Eater styðjist við frumlegan efnivið en hérna skín það algjörlega í gegn að kvikmyndagerðarmaðurinn Erling- ur Óttar Thoroddsen hefur mikla ástríðu fyrir hrollvekjugeiranum. Þetta er fyrsta kvikmyndin hans í fullri lengd (sem á rætur sínar að rekja til samnefndrar stuttmyndar eftir hann), og gerð fyrir lítið fjármagn, en leikstjórinn nýtir hvern eyri til þess að segja dökka, litla „ævintýrasögu“ og leikur sér að kunnuglegum formúlum annað slagið. Í stuttu máli segir sagan frá ungum dreng að nafni Lucas og barnapíunni hans, Helen. Kvöldið þeirra virðist í fyrstu vera ósköp viðburðalítið en þegar líður að háttatímanum byrjar Lucas að kvarta undan drungalegum hljóðum í fataskápnum sínum. Þegar hann er skyndilega horfinn fer Helen að velta fyrir sér hvort sögusagnir í bænum séu sannar; að það gangi laus geðbilaður maður sem gæðir sér á augum ungra barna. Þeirra nótt – og martröð – er bara rétt að byrja. Ef það er eitthvað sem einkennir sterka hrollvekju, þá er það grípandi andrúmsloft. Það skaðar að sjálf- sögðu ekki ef leikarar eru upp á sitt besta, þemun athyglisverð og hryll- ingurinn vekur gæsahúð. Í ódýrari geiramyndunum má fyrirgefa margt ef þær ganga upp á þessum sviðum. Child Eater gerir það næstum því, en heldur lífi í sér með því að spila með einfaldleikann og bjóða upp á hress- andi nýtt „bíóskrímsli“. Erlingur fiktar við skemmtilegar pælingar með myndmálinu og sýnir að hann hefur örugg tök á bæði hljóð- látum hryllingsstíl og subbulegum hlaupagangi. Kvikmyndatakan og tónlistin gerir líka heilmikið fyrir óhuggulegu stemninguna sem sóst er eftir. Í þokkabót heldur myndin beinskeyttri keyrslu án þess að hægt sé of mikið á. Heildarlengdin rétt slær upp í 80 mínútur og hefði varla þolað það að vera mínútu lengri, þrátt fyrir að það hefði mátt gera aðeins meira við persónurnar á þessum mínútum. Umgjörðin er í lagi (sömuleiðis förðunarvinnan, hún er geggjuð) og „ódýri“ bragurinn hefur vissan sjarma, nema þegar kemur að t.d. óslípaðri hljóðvinnslu, sem hér hefði mátt fara betur yfir í lykil atriðum. Almennt séð eru leikararnir býsna sterkir, þó það komi stöku sinnum fyrir að viðbrögð persóna séu óvenju róleg miðað við hryllilegustu aðstæður. En Cait Bliss kemur þokka- legum persónuleika til skila í hlut- verki Helen og Colin Critch ley gæti varla verið viðkunnanlegri í hlut- verki Lucasar litla. Aðrir leikarar gera öðrum íbúum bæjarins ásættanleg Lítil hrollvekja sem miðar hátt „Framleiðslufjármagnið hefur verið takmarkað en Child Eater miðar hátt og ætti engu að síður að geta fundið sinn aðdáendahóp,“ segir meðal annars í dómi um myndina. Sindri hefur verið að vinna með hljólabrettamerkinu Alien Workshop. Hann hefur gert boli og hjólabrettaplötur með merkinu. Mynd/IngIbjörg bIrgISdóTTIr Sindri hefur gefið út fjórar plötur sem Sin Fang auk þess að vera með slatta af öðrum járnum í eldinum. Mynd/IngIbjörg bIrgISdóTTIr Stefán Þór Hjartarson stefanthor@frettabladid.is Í  september gaf tónlistarmaðurinn Sin Fang út plötuna Spaceland en á henni leikur hann sér með myrka texta yfir hressa poppslagara. Á plötunni er nokkrir góðir gestir eins og Jónsi, Sóley og Jó- fríður Ákadóttir. 2 . n ó v E m b E r 2 0 1 6 m I Ð v I K U D A G U r28 L í f I Ð ∙ f r É T T A b L A Ð I Ð Lífið 0 2 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 2 6 -4 9 C C 1 B 2 6 -4 8 9 0 1 B 2 6 -4 7 5 4 1 B 2 6 -4 6 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.