Fréttablaðið - 18.11.2016, Qupperneq 10
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Ljós og hiti
TY2007X
Vinnuljóskastari ECO perur
2x400W tvöfaldur á fæti
6.590
TY2007K
Vinnuljóskastari
m handf 400W ECO
pera, 1,8m snúra
3.290
T38 Vinnuljós
5.590
Rafmagnshitablásari
5Kw 3 fasa
12.830
TY2007W
Vinnuljóskastari
á telescope fæti
400W ECO pera
5.390
Kletthálsi 7, Reykjavík
Fuglavík 18, Reykjanesbæ
SHA-2625
Vinnuljóskastari
Rone 28W m.
innst. blár. 1,8m
snúra
6.990
SHA-8083 3x36W Halogen
16.990
Rafmagnshitablásari
9Kw 3 fasa
17.990
Afmælistilboð
Ótrúlegt en satt. Nú eru 40 ár liðin frá því að fyrirtækið flutti
starfsemi sína í Austurver og 60 ár frá stofnun þess.
Hjá okkur færð þú 50 tegundir af innleggjum og púðum inn í skó,
16 tegundir af mannbroddum ásamt einu mesta úrvali landsins
af skóáburði, skóreimum og öllum mögulegum
fylgihlutum fyrir skóna.
Fram að helgi gefum við
25% afmælisafslátt
af allri söluvöru í versluninni
Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík s. 553 3980
Kíktu á heimasíðuna okkar
www.skovinnustofa.is og
www.facebook.com
/SkovinnustofaSigurbjorns
umhverfismál Tífalt fleiri fuglar
þrífast á uppgræddu mólendi en á
óuppgræddu landi. Í landi sem grætt
hefur verið upp með alaskalúpínu er
hlutfallið tuttugufalt.
Þetta kemur fram í nýrri grein
sem birt er í rafræna tímaritinu
Ice landic Agricultural Sciences, og
er eftir fræðifólkið Brynju Davíðs-
dóttur, Tómas Grétar Gunnarsson,
Guðmund Halldórsson og Bjarna
Diðrik Sigurðsson – og segir frá á vef
Skógræktarinnar.
Höfundar rannsökuðu áhrif mis-
munandi landgræðsluaðgerða
á þéttleika og tegundasamsetn-
ingu fugla og á fjölda smádýra. Á
26 stöðum á landinu voru borin
saman óuppgrædd svæði, endur-
heimt mólendi og land sem hafði
verið grætt upp með
alaskalúpínu.
„Mikill munur
var á fjölda fugla
milli gróðurlenda.
Á óuppgræddu
landi var að
meðaltali 31 fugl á ferkílómetra,
337 á endurheimtu mólendi og 627 á
landi sem hafði verið grætt upp með
lúpínu. Þar sem fuglar voru fleiri var
einnig meira af smádýrum sem eru
mikilvæg fæða fuglanna,“ segir á
skogur.is.
Í endurheimtu mólendi var mest
um vaðfugla, tegundir sem fer hnign-
andi á heimsvísu, en í lúpínu var
meira um algengari tegundir. Heið-
lóa og lóuþræll voru algengustu teg-
undirnar í endurheimtu mólendi
en hrossagaukur og þúfutittlingur
í lúpínu.
Þéttleiki sumra fuglategunda
virtist vera háður framvindu-
stigi landgræðslusvæða.
– shá
Lúpína lokkar aufúsugesti
Hrossagaukur og þúfutittlingur voru mjög áberandi þar sem lúpína sprettur.
Fréttablaðið/GVa
heilbrigðismál Ekki er til nægur
floti sjúkrabifreiða á Norðurlandi
til að takast á við rútuslys líkt og
varð á Þingvallavegi í síðasta mán-
uði. Fjórir sjúkrabílar eru til notk-
unar á Akureyri og tveir á Húsavík
á svæði þar sem þúsundir lang-
ferðabíla fara um árlega í sístækk-
andi ferðaþjónustu á svæðinu.
Þann 25. október síðastliðinn
fór rúta út af Þingvallaveginum
að morgni dags með 42 farþega
innanborðs. Fimmtán þeirra voru
fluttir slasaðir á Landspítalann til
aðhlynningar og voru til þess not-
aðar tíu sjúkrabifreiðar. Verði slíkt
slys á leiðinni milli Akureyrar og
Mývatns, þar sem þúsundir ferða
eru farnar árlega með farþega,
mun það taka langan tíma að flytja
slasaða til aðhlynningar á sjúkra-
húsi, en aðeins níu sjúkrabifreiðar
eru til taks frá Siglufirði í vestri til
Húsavíkur í austri.
Jón Helgi Björnsson, forstjóri
Heilbrigðisstofnunar Norður-
lands, segir viðbrögð við slysum af
þessari stærðargráðu reglulega æfð
á starfssvæðinu. Hann segir skipu-
lagið miða að því að senda fólk til
Reykjavíkur í stað Akureyrar þar
sem sjúkrahúsið á Akureyri sé ekki
heldur í stakk búið til að taka við
svo mörgum sjúklingum.
„Við æfum hópslys með mjög
reglulegu millibili og höfum ein-
mitt æft slys sem þetta mjög
nýlega. Þar er gengið út frá því að
búa til loftbrú til Reykjavíkur þar
sem þar er sjúkrahúsið sem getur
tekið við hópslysum af þessu tagi.
Landspítalinn er sjúkrahúsið sem
dekkar allt landið, segir Jón Helgi.
„Verði slys á Fljótsheiðinni til
að mynda væri hægt að taka við
minna slösuðum á Húsavík, ein-
hverjir færu á Akureyri en síðan
þyrfti að fá sjúkraflugvél og jafnvel
virkja Fokkervél til að fljúga með
fólk suður.“
Ólafur Stefánsson, slökkviliðs-
stjóri á Akureyri, segir viðbragðs-
tímann geta verið um 40 mínútur
fyrir fyrsta viðbragð að mæta á
staðinn frá Akureyri. „Síðan yrði
að kalla út aukinn mannskap til
að manna fleiri bíla.“ Ólafur segir
það einnig staðreynd að menntun
sjúkraflutningamanna á höfuð-
borgarsvæðinu sé almennt meiri
en þeirra sem sinna sama starfi á
landsbyggðunum.
sveinn@frettabladid.is
Of fáir sjúkrabílar til
þess að bregðast við
Hópslys af sömu stærðargráðu og varð á Þingvallavegi þann 25. október gæti
reynst erfitt fyrir viðbragðsaðila á Norðausturlandi. Áhersla lögð á að flytja
sjúklinga til Reykjavíkur því sjúkrahúsið á Akureyri er ekki nægilega öflugt.
Hópslysið á Mosfellsheiði í október er eitt alvarlegasta hópslys síðustu ára á Íslandi. Fréttablaðið/VilHelM
Sjúkrahúsið á akureyri er ekki í stakk búið til að geta tekist á við hópslys.
Við æfum hópslys
með mjög reglulegu
millibili og höfum einmitt
æft slys sem þetta mjög
nýlega.
Jón Helgi Björnsson,
forstjóri Heil-
brigðisstofnunar
Norðurlands.
31
fugl var að meðaltali á einum
ferkílómetra.
1 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 f Ö s T u D A g u r10 f r é T T i r ∙ f r é T T A b l A ð i ð
1
8
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
9
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
5
5
-3
E
2
4
1
B
5
5
-3
C
E
8
1
B
5
5
-3
B
A
C
1
B
5
5
-3
A
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
B
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K