Fréttablaðið - 18.11.2016, Qupperneq 28
Öflug fjárfesting í rannsóknum og nýsköpun bætir sam-keppnishæfni þjóða til að
leysa þau stóru verkefni sem menn
standa frammi fyrir á hverjum
tíma. Þá gildir einu hvort um er að
ræða rannsóknir eða nýjar lausnir í
umhverfis málum, orkumálum eða
heilbrigðismálum.“ „Mikilvægt er
að ungt vel menntað fólk geti haslað
sér völl og skapað sér starfsvettvang í
rannsókna- og nýsköpunarstarfi hér
á landi.“ Þetta er ekki væl í vísinda-
mönnum í fílabeinsturni. Þetta er
orðrétt tilvitnun í áherslur Samtaka
atvinnulífsins.
„Menntun er undirstaða framþró-
unar og þekking er forsenda aukinnar
framleiðni, velferðar og verðmæta-
sköpunar.“ Þetta er ekki ákall rektora
úr sveltu háskólaumhverfinu. Þetta er
upphaf fréttar frá Samtökum iðnaðar-
ins undir fyrirsögninni „Menntun er
forsenda bættra lífskjara“.
Framþróun, velferð, verðmæta-
sköpun og samkeppnishæfni hvílir á
menntun og nýsköpun. Um þetta eru
allir sammála, þar á meðal háskólar,
rannsóknastofnanir, Samtök iðnaðar-
ins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og
Samtök atvinnulífsins. Það er líklegt
að nær allir aðilar íslensks samfélags
myndu skrifa undir þessa lýsingu, jafn-
vel stjórnmálamenn – a.m.k. í aðdrag-
anda kosninga. Saman er hægt að vera
framúrskarandi. Það er svo allt annað
með efndirnar því sporin hræða.
Vísinda- og tækniráð, sem í sitja sjö
(!) ráðherrar ríkisstjórnar á hverjum
tíma, setur fram stefnu sem stjórnvöld
sjálf síðan hunsa. Sína eigin stefnu. Er
það nema von að fylgi stjórnmála-
flokka sé á fleygiferð í leit að efndum?
Ætlum við að fjarlægja hreyflana?
Breytingar síðustu 15 ára í samfélags-
og tækniþróun eru meiri en 50 árin
á undan sem var meiri en 1.000 árin
þar á undan. Þróunin gerist ekki með
jöfnum hraða heldur með hröðun.
Sívaxandi hraði í tækni og framþróun
samfélaga er drifinn áfram af órofa
samfellu menntunar, rannsókna-
starfs og nýsköpunar. Þetta vita allar
viðmiðunarþjóðir okkar og segja
upphátt að samfellan sé lykillinn að
samkeppnishæfni (ekki bara fram-
leiðni heldur lífsgæðum, hamingju
og mannauði). Það er GALIÐ að vilja
ekki halda í við aðrar þjóðir í þessum
efnum! Og það skilur æ hraðar á milli.
Á meðan við höldum í sveltu horfinu
sem hálfdrættingar í framlögum til
háskóla á við Norðurlöndin, eru
aðrar þjóðir að reyna að halda í við
sífellt hraðari framþróun og bæta því
stöðugt í. Það gefur augaleið að þetta
fer illa ef menn ranka ekki við sér.
Á Íslandi ríkir enn auðlindadrifið
hagkerfi 20. aldarinnar með efnahags-
stöðugleika sem er háður gæftum,
veðri og vindum á fiskimiðum, eða
ál- og orkuverði á heimsmörkuðum.
Annað er takmörkuð auðlind, á hinu
höfum við enga stjórn. Ef svo fer fram
sem horfir mun unga fólkið áfram
sækja sér menntun, bara erlendis,
og ástæðum til að koma heim fjölgar
ekki. Spennandi störf, starfsframi og
tækifæri bjóðast erlendis. Það er ekki
lengur hægt að gera ráð fyrir því að
mannauðurinn skili sér heim af fjöl-
skylduástæðum. Það er beint flug til
um 80 áfangastaða svo það er lítið
mál að fljúga reglulega heim til að
heilsa upp á gamla settið á skerinu,
bara þægilegra en að flytja heim.
Nema ef vera skyldi að heilbrigðis-
kerfið verði orðið svo illa mannað að
þú verðir að flytja heim til að annast
foreldrana. Við klúðruðum banka-
kerfinu ævintýralega, nú er mennta-
og heilbrigðiskerfið að nálgast brún-
ina í eftirskjálftum hrunsins.
Menntakerfi er ekki einhver
kostnaðarliður á fjárlögum heldur
fjárfesting sem skilar margvíslegum
arði. Svo vitnað sé í Barack Obama:
„Að mæta halla á fjárlögum með því
að skera niður nýsköpun og menntun
er eins og að létta þunghlaðna flugvél
með því að fjarlægja hreyflana. Vélin
gæti svifið hærra tímabundið en fyrr
en varir kemur skellurinn.“ Megi nýrri
ríkisstjórn farnast vel í starfi.
Hugvitið verður í askana látið
Einar Mäntylä
verkefnisstjóri
nýsköpunar hjá
Háskóla Íslands
fréttablaðið/auðun níelsson
Alþjóðasamtökin gegn krabbameini (UICC) skora á þjóðir heims að taka þátt í
að vekja athygli á baráttunni gegn
krabbameini undir slagorðunum
VIÐ GETUM − ÉG GET.
Fagdeild krabbameinshjúkrunar-
fræðinga á Íslandi fagnar um þessar
mundir 20 ára afmæli sínu og birtir á
afmælisárinu röð greina undir heit-
inu VIÐ GETUM – ÉG GET í samvinnu
við Krabbameinsfélag Íslands. Í þess-
ari grein er fjallað um kynheilbrigði
krabbameinssjúklinga.
Krabbamein er samheiti yfir marga
sjúkdóma og þekkja flestir til einhvers
sem hefur greinst með krabbamein
eða hefur beina eða óbeina reynslu af
þeim sjúkdómum. Í árslok 2014 voru
um 13.000 einstaklingar á lífi á Íslandi
sem greinst hafa með krabbamein.
Krabbamein og krabbameinsmeð-
ferðir geta valdið breytingum á lífi og
lífsgæðum þess sem greinist og haft
m.a. áhrif á kynheilbrigði einstakl-
ingsins. Með kynheilbrigði er átt við
líkamlega, sálræna og samfélagslega
velferð eða vellíðan sem hefur með
kynverund (sexuality) að gera. Rann-
sóknir sýna að um helmingur krabba-
meinsgreindra eiga við ýmiss konar
kynheilbrigðisvandamál að stríða og
er það eitt af algengustu langtíma-
vandamálum þessa hóps.
Áhrif krabbameins á
kynheilbrigði
Mismunandi meðferðarkostir eru í
boði fyrir einstaklinga sem greinast
með krabbamein og fer meðferðin
eftir eðli sjúkdómsins og er sér-
sniðin að hverjum einstaklingi. Sjúk-
dómurinn og meðferð hans tekur
toll af einstaklingnum og oft eru
aukaverkanir töluverðar af meðferð.
Þegar kemur að kynheilbrigði ein-
staklinga er margt sem getur haft
áhrif. Sjúkdómur í kynfærum getur
valdið breytingum á kynfærunum
sjálfum, taugum og/eða blóðflæði.
Brottnám brjósts eða eistna, breytt
útlit skapabarma eftir aðgerð eða
ör á líkamanum geta valdið mikilli
vanlíðan. Geta þessar breytingar
haft áhrif á sjálfsöryggi og vellíðan
og þ.a.l. á líkamsímynd og upplifun
einstaklingsins af sér sem kynveru.
En meðferð krabbameina sem ekki
eru staðsett í kynfærum getur einn-
ig haft veruleg áhrif á líkamsímynd
og lífsgæði einstaklinga. Þar má telja
þætti eins og þurrk í slímhúð, sam-
gróninga í leggöngum, ristruflanir,
getuleysi, verki, hárlos eða hármissi,
ógleði, þreytu, þyngdarbreytingar,
minni kynlöngun og minni ánægju í
kynlífi. Andleg vanlíðan eins og þung-
lyndi og kvíði geta einnig haft mikil
áhrif. Í kjölfar krabbameinsgreiningar
getur samband sjúklings við maka
breyst. Erfiðleikar í samskiptum,
óöryggi og jafnvel hræðsla sjúklings-
ins eða makans við að gera eitthvað
rangt getur komið í veg fyrir eðlilegt
samband. Mörg pör eru hrædd við að
sýna sambandi sínu og kynlífi áhuga
í skugga alvarlegs sjúkdóms. Ein-
staklingar á barneignaraldri þurfa í
ofanálag að takast á við þá staðreynd
að þeir geti hugsanlega orðið ófrjóir
að meðferð lokinni.
umræðan
Í marga áratugi hefur kynheilbrigði
verið viðurkennt sem hluti af heil-
brigði einstaklinga og þ.a.l. eitt af
því sem heilbrigðisstarfsfólki ber að
sinna. Þrátt fyrir það fá þessi mál-
efni ekki næga athygli. Undanfarin
ár hefur orðið vakning meðal heil-
brigðisstarfsfólks á krabbameins-
deildum Landspítalans varðandi
kynheilbrigðismál. Á árunum 2011-
2013 sameinaðist hópur fagfólks með
stuðningi lyfjafyrirtækjanna Novartis
og Sanofi um verkefnið „Kynlíf og
krabbamein“. Tilgangur þessa verk-
efnis var að stuðla að bættri þjón-
ustu við krabbameinssjúklinga og
að fræða starfsfólk. Boðið var meðal
annars upp á sérhæfða þjónustu kyn-
fræðings fyrir krabbameinssjúklinga
sem eiga við kynheilbrigðisvanda-
mál að stríða og er sú þjónusta í boði
enn í dag. En betur má ef duga skal,
því ennþá virðist þetta umræðuefni
vefjast fyrir mörgum, jafnt sjúkling-
um sem heilbrigðisstarfsfólki. Mikil-
vægt er þó að hefja umræðuna strax
við greiningu því upplýst samþykki
sjúklings fyrir meðferð á m.a. að fela
í sér fræðslu um áhrif sjúkdóms og
meðferðar á kynheilbrigði.
VIÐ GETUM – haft áhrif með því að
tala um kynheilbrigði, miðlað upp-
lýsingum og verið opin og tilbúin til
umræðu
ÉG GET – aflað mér upplýsinga og
fræðslu frá fagfólki um kynheilbrigði
og rætt um þessi mál á opinn hátt við
maka minn og þá sem standa mér
næst
Heimildir:
Þóra Þórsdóttir. (2012). Könnun á
reynslu hjúkrunarfræðinga og lækna
af því að ræða um kynlíf og kynlífs-
heilbrigði við krabbameinssjúklinga
http://skemman.is/stream/
get/1946/12154/30114/1/Þóra_
Þórsdóttir.pdf
Jonsdottir, J. I., Zoëga, S., Saevars-
dottir, T., Sverrisdottir, A., Thorsdottir,
T., Einarsson, G. V., Gunnarsdottir, S.
og Fridriksdottir, N. (2016). Changes
in attitudes, practices and barriers
among oncology health care pro-
fessionals regarding sexual health
care: Outcomes from a 2-year edu-
cational intervention at a University
Hospital. European Journal of Onco-
logy Nursing, 21, 24-30.
World Cancer Day http://www.
worldcancerday.org/
Við getum – Ég get
Þóra Þórsdóttir
hjúkrunar-
fræðingur
1 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r28 S k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
1
8
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
9
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
5
5
-4
8
0
4
1
B
5
5
-4
6
C
8
1
B
5
5
-4
5
8
C
1
B
5
5
-4
4
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K