Fréttablaðið - 18.11.2016, Side 38

Fréttablaðið - 18.11.2016, Side 38
Við munum taka lög eftir Led Zeppelin, Tinu Turner, Meat Loaf, Queen, Kansas, Patti Smith, Deep Purple og fleiri. Þetta er hrikalega skemmtilegt verkefni og ég mæli 100% með þessum tónleikum. Tinna Marína Jónsdóttir Lilja Björk Hauksdóttir liljabjork@365.is Tinna Marína er með einfaldan stíl og klæðist yfirleitt í bol og buxur, og þá oftast í svart. MYND/GVA Margir fallegir kjólar leynast í skáp Tinnu Marínu en hún notar þá bara við sérstök tilefni. Þessi tvö pör af svörtum hælaskóm eru mikið notuð af Tinnu. Íþróttafötin eru notuð daglega enda er Tinna Marína dugleg að æfa og fer í ræktina á hverjum degi. Söngkonan Tinna Marína Jóns- dóttir er með einfaldan stíl að eigin sögn. Hún er yfirleitt í galla- eða leðurbuxum og bol við eða þá í íþróttafötum sem eru meira og minna öll frá Nike, en Tinna vinnur hjá World Class þar sem hún sér um vefsíðuna og auglýs- ingar. Auk þess að vinna í World Class æfir hún þar líka. „Ég æfi daglega, ég er þrisvar í viku á námskeiði sem heitir MGT og svo fer ég líka þrisvar í viku í hádeg- istíma á móti. Svo kenni ég söng hjá Söngskóla Maríu. Þar kenni ég þriggja til fimm ára strumpum og svo er ég með fullorðna í einkatím- um. Það er ótrúlega gaman að sjá árangurinn hjá þeim og svakalega gefandi,“ segir hún. Eins og sjá má af þessu hefur Tinna Marína í mörgu að snúast þessa dagana en auk þess að vinna spilar hún á píanóið sitt þegar hún hefur tíma og æfir einu sinni til tvisvar í viku með Rokkkór Ís- lands sem hún byrjaði nýlega í. „Ég var búin að vera í smá pásu frá tónlist en er farin aftur af stað. Franz vinur minn er að gefa út sólóplötu, PAUNKHOLM, þar sem ég kem við sögu en ég er í fjórum lögum. Það er mjög spennandi og Aftur Af stAð í tónlistinni Tinna Marína stendur undir nafni og klæðist mikið svörtu. Hún á fullt af kjólum en notar þá bara við sérstök tilefni. Í kvöld stendur hún á sviði Hörpu og flytur Tinu Turner lag þegar hún kemur fram á tónleikum Rokkkórs Íslands. skemmtilegt verkefni sem kemur út í byrjun 2017.“ Rokkkórinn verður með sevent- ís tónleika í Hörpu í kvöld þar sem Tinna Marína verður með einsöng. „Ég tek Nutbush City með Tinu Turner. Mig langaði svakalega að taka Stairway en ég gat það ekki þar sem það var nú þegar í pró- gramminu með kórnum. Ég fór næstum því að grenja. En þetta verður alveg geðveikt. Við munum taka lög eftir Led Zeppelin, Tinu Turner, Meat Loaf, Queen, Kan- sas, Patti Smith, Deep Purple og fleiri. Þetta er hrikalega skemmti- legt verkefni og ég mæli 100 pró- sent með þessum tónleikum,“ segir hún brosandi. Tinna Marína leyfir lesendum að gægjast hér aðeins inn í skáp- inn sinn. Í skápiNN skoðAð ALLA SUNNUDAGA KL. 19:00 – 21:00 Við kynnum til leiks glænýjan þátt á FM957 sem heitir Þrjár í fötu. Þættinum er stjórnað af mögnuðu þríeyki sem samanstendur af þeim Ósk Gunnars, Sigrúnu Sig og Þórunni Antoníu. Þær munu leiða hlustendur áfram inn í notalegt sunnudagskvöld með gríni, góðri tónlist og áhugaverðum umræðum. @3ifotu 1 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r8 F ó l k ∙ k y n n i n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l 1 8 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 5 5 -0 C C 4 1 B 5 5 -0 B 8 8 1 B 5 5 -0 A 4 C 1 B 5 5 -0 9 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.