Fréttablaðið - 18.11.2016, Qupperneq 66
Hr yl l i n g s my n d i n Mara er nú á loka-metrunum í tökum og stefna aðstand-endur hennar að því að frumsýna
myndina erlendis í lok september
á næsta ári og vonast til að hægt
verði að sýna hana hér á landi á
svipuðum tíma.
„Við eigum eftir einhverjar
senur sem við þurfum að taka upp
í Nashville og eitthvað smá í við-
bót, voðalega lítið. Þetta er lítið í
blaðsíðum en ferðalagið er langt,“
segir Elvar Gunnarsson, leikstjóri
myndarinnar, aðspurður hvernig
gangi í tökum.
Það má segja að Mara sé fjöl-
skylduframleiðsla en leikstjóri
myndarinnar, Elvar Gunnarsson,
og aðalleikkonan, Vivian Ólafsdótt-
ir, eru hjón, auk þess sem sjö ára
dóttir þeirra leikur líka lítið hlut-
verk í myndinni. Magnús Ómars-
son er einn framleiðenda Möru og
er auk þess hljóðmaður og leikur
sjálft skrímslið og Berglind Bjart-
marsdóttir sem sér um búninga og
leikmuni. Berglind og Magnús eru
par og Bjartmar, þriggja mánaða
sonur þeirra, leikur stóra rullu í
myndinni.
„Það er mjög auðvelt að vinna
með fjölskyldunni. Það myndast
miklu þéttari stemming yfir öllum;
fjölskyldustemmingin smitast út í
hópinn og við verðum í raun öll
að einni stórri fjölskyldu. Það eru
hérna tvær fjölskyldur sem er alveg
stór partur af tökuliðinu.
Bjartmar leikur nú frekar stórt
hlutverk, hann var þriggja mánaða
þegar hann var í tökum. Það var nú
mesta barnaævintýrið að leikstýra
ungbarni. Það var nú frekar einfalt
að leikstýra honum og kortleggja
svona sirka hvernig honum liði í
hvaða aðstæðum. Maður þurfti nú
bara að skipuleggja daginn svolítið
út frá því hvenær hann væri vak-
andi og hvenær hann væri sofandi.
Kolbrún Una, hún var í einn dag
og er í einni senu. Samt alveg stórri
og veigamikilli senu en ekki eins
mikið og Bjartmar en hann kemur
fram í svona tuttugu prósentum
myndarinnar.“
Mara er í grunninn þroskasaga
sem fjallar um par sem eignast sitt
fyrsta barn og ábyrgðina sem því
fylgir. Þroskasaga sem inniheldur
konu sem verpir eggi, fornan vætt
sem býr undir kjallaragólfinu og
saklausan föður sem umbreytist í
vitfirrt illmenni.
Með aðalhlutverk í Möru fara
Gunnar Kristinsson og Vivian
Ólafsdóttir. Einnig koma aðrir
íslenskir stórleikarar við sögu, s.s.
Halldóra Geirharðsdóttir, Halldór
Gylfason, Þór Tuliníus, Björn Jör-
undur og Darren Foreman.
stefanthor@frettabladid.is
Fjölskyldurnar bak við hrollvekjuna
Hryllingsmyndin Mara er um það bil að klárast í tökum. Bak við myndina er lítill og náinn hópur en það eru tvær
fjölskyldur með börn þar á meðal. Þriggja mánaða sonur eins framleiðandans fer með mjög stóra rullu í myndinni.
Í efri röðinni eru þau Magnús, Berglind og Bjartmar og í neðri röðinni eru Elvar, Kolbrún Una og Vivian Mynd/AlVin ZoUg
það er Mjög
auðvelt að
vinna Með Fjölskyld-
unni. það Myndast
Miklu þéttari steMM-
ing yFir ölluM; Fjöl-
skyldusteMMingin
sMitast út í hópinn og
við verðuM í raun öll
að einni stórri
Fjölskyldu.
EYÞÓR INGI
GUNNLAUGSSON
EYJÓLFUR
KRISTJÁNSSON
BJARTMAR
GUÐLAUGSSON
SIGRÍÐUR
BEINTEINSDÓTTIR
SIGRÍÐUR
THORLACIUS
LADDI 7 TUGUR
AFMÆLISTÓNLEIKAR Í ELDBORG 21. JANÚAR
Björgvin,
Halli &
Hjört
Hows
SÉRSTAKIR GESTIR
Egils Appelsín kynn með sto
lti
NÁNAR Á WWW.SENA.IS/LADDI70
AUK
ATÓ
NLE
IKA
R K
L. 1
6
UPP
SEL
T KL
. 20
MIÐASALA Á AUKATÓNLEIKANA
HEFST Í DAG KL. 11 Á HARPA.IS!
1 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r54 L í F i ð ∙ F r É T T A b L A ð i ð
1
8
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
9
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
5
5
-2
5
7
4
1
B
5
5
-2
4
3
8
1
B
5
5
-2
2
F
C
1
B
5
5
-2
1
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K