Fréttablaðið - 07.10.2016, Síða 4

Fréttablaðið - 07.10.2016, Síða 4
Leiðrétting Í grein Björgvins Guðmundssonar í gær var Bjarni Benediktsson ranglega titlaður forsætisráðherra. Leiðrétting Niðurlag í grein Þórólfs Árnasonar féll niður í Fréttablaðinu í gær. Lokaorðin má lesa í greininni á Vísi. RÓM 28. október í 4 nætur Netverð á mann frá kr. 99.995 m.v. 2 í herbergi.Stökktu STÖKKTU Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra .Frá kr. 99.995 m/morgunmat Leiðrétting Í leiðara Fréttablaðsins í gær sagði að núverandi ríkisstjórn hefði lækkað virðisaukaskatt á sykraða matvöru í 11 prósent. Hið rétta er að 1. janúar 2015 voru vörugjöld á sykruðum mat felld niður en á sama tíma var virðisaukaskattur á mat og þar með sælgæti hækkaður úr 7 prósentum í 11 prósent. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. StjórnmáL Ragnheiður Ríkharðs- dóttir, þingflokksformaður Sjálf- stæðisflokksins, lýsti í gær áhyggjum sínum af máli fimm ára íslensks drengs sem senda á úr landi til barnaverndaryfirvalda í Noregi eftir að móðir hans var svipt forræði yfir honum. Sagði Ragnhildur þarna um að ræða mannréttindamál sem Alþingi og stjórnvöld ættu að láta sig varða. Skoraði Ragnheiður á flokkssystur sína, Ólöfu Nordal innanríkisráð- herra, að grípa inn í atburðarásina. Norsk barnaverndaryfirvöld sviptu foreldra drengsins forræði áður en móðirin fór með hann til Íslands. Faðirinn býr í Danmörku. Þá hefur einnig verið sett af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að hafa afskipti af barnaverndarmálum í Noregi.  – þea  Ráðherra grípi inn í mál drengs Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður. umhverfiSmáL Ýtrustu varúðar- sjónarmið gagnvart umhverfinu eru í fullu gildi sem stefna Vinstri grænna hvað varðar uppbyggingaráform á sjókvíaeldi á Vestfjörðum og ann- ars staðar, að sögn Katrínar Jakobs- dóttur, formanns Vinstri grænna. „Við höfum margoft gert að umræðuefni stöðu villta laxins í samhengi við uppbyggingu fiskeldis, en við erum ekki sjálfkrafa á móti hugmyndum um atvinnuuppbygg- ingu. Ég lít á það sem okkar skyldu, þrátt fyrir að það sé ánægjulegt að fá atvinnuuppbyggingu, að varðveita líffræðilega fjölbreytni villta laxins,“ segir Katrín. Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem skipar efsta sæti á lista Vinstri grænna í Norðurvesturkjördæmi, birti í gær grein um þá möguleika sem felast í uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum, þar sem hún stillir þeirri uppbyggingu upp sem svari við „óheillaþróun síðustu ára“ í atvinnulegu tilliti. Greinin birtist á sama tíma og deilur um réttmæti fiskeldis út frá umhverfislegum og fjárhagslegum, hagsmunum hafa náð hámarki. Eftir birtingu hennar sköpuðust umræður á samfélagsmiðlum um að sýn Lilju á eldið gengi þvert á stefnu Vinstri grænna þar sem rauði þráðurinn er og að náttúran skuli njóta vafans. Katrín segir að við lestur greinar- innar sjái hún ekki að skoðun Lilju sé á skjön við stefnu flokksins – heldur tiltaki hún sérstaklega að eldið skuli lúta ströngustu reglum. Katrín viður- kennir að áhugi Lilju Rafneyjar á atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum með fiskeldi skíni vissulega í gegn, en tekið sé skýrt fram í greininni að nýting auðlindarinnar skuli vera með sjálfbærum hætti. Katrín segir að mikil aukning í fiskeldi sé í umræðunni en „mér finnst við ekki geta ráðist í hana nema einmitt að hafa öll gögn uppi á borðum um hver hættan er. Við höfum spor sem hræða, til dæmis frá Noregi og því er engin spurning í mínum huga að þarna þarf að taka mjög varfærnisleg skref,“ segir Katrín. – shá Ég lít á það sem okkar skyldu, þrátt fyrir að það sé ánægjulegt að fá atvinnuuppbyggingu, að varðveita líffræðilega fjöl- breytni villta laxins. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna Íþróttir Geir Þorsteinsson, for- maður KSÍ, vill ekki gefa upp hvaða vinnu hann innti af hendi í Frakk- landi á meðan Evrópumótið stóð yfir. Geir fékk tveggja mánaða laun í bónus fyrir vinnu sína en annað starfsfólk KSÍ, sem vann úti í Frakk- landi, aðeins einn. Í samtali við Fréttablaðið segist Geir ekki vilja dæma sín störf sjálf- ur. Þeir íþróttafréttamenn sem voru við störf á EM á vegum 365 staðfesta að Geir hafi verið í Annecy, þar sem íslenska liðið dvaldi á meðan EM stóð yfir, fyrstu tvo dagana en horfið síðan á braut og ekki komið þangað aftur. Íslenska landsliðið og föruneyti hélt til Frakklands þann sjöunda júní og sneri til baka daginn eftir tapleikinn gegn Frökkum í átta liða úrslitum mánudaginn fjórða júlí. Dvölin stóð því í 27 daga. Í tillögu fjárhagsnefndar KSÍ, sem var kynnt í lok sumars, segir að viðbótargreiðslan komi til vegna góðs árangurs í starfi í tengslum við riðlakeppni EM og úrslitakeppnina í Frakklandi. Fyrir að komast í átta liða úrslit fékk KSÍ jafnvirði rúmlega tveggja milljarða króna í verðlaunafé frá UEFA. Leikmenn fengu sinn skerf, starfsfólk aukamánuð, Geir fékk tvo mánuði greidda og aðildarfélög innan KSÍ fengu um 400 milljónir króna. – bbh Vill ekki dæma um störf sín í Frakklandi Sporin hræða og það þarf varfærin skref í uppbyggingu fiskeldis menning  Áhugi er meðal stjórn- málamanna á að efla fræðslu um höf- undarrétt í skólum. Slíkt ætti að geta aukið vitund ungmenna og barna á höfundarrétti og þannig dregið úr líkum á ólöglegu niðurhali. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi sem Félag tónskálda og textahöfunda (FTT) stóð fyrir í Hörpu gær undir yfirskriftinni „Er höfundarréttur úrelt fyrirbrigði?“. Í almennum umræðum benti Páll Óskar Hjálmtýsson  á  að góð leið til  efla vitund almennings  væri að efla fræðslu meðal ungmenna um hvað fælist í höfundarrétti. „Við lifum núna við þá staðreynd að það eru komnar tvær, jafnvel þrjár kynslóðir af krökkum sem hafa alist upp við það að ná í hugverk annarra nánast endurgjaldslaust án nokkurr- ar fyrirhafnar,“ sagði Páll Óskar sem lagði fram tillögu að útfærslu sem lesa má hér til hliðar. Fulltrúar allra flokka tóku undir sjónarmið hans. Á fundinum kom einnig fram að fulltrúar flokkanna litu ekki á höf- undarrétt sem úrelt fyrirbæri þó að það þurfi að styrkja hann betur með lagasetningu og aukinni umræðu. Ein leið sem allir voru sammála um var að breyta skattkerfinu þann- ig að greiðslur vegna höfundarréttar verði skattlagðar með fjármagns- tekjuskatti, en ekki tekjuskatti eins og nú er. Rætt var um rof sem væri í sam- félaginu gagnvart höfundarrétti. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á að það snerti ekki einvörðungu internetið. „Bæði Háskóli Íslands og Rík- isútvarpið hafa komið illa fram í umgengni sinni við höfundarrétt,“ sagði Ólína og tók dæmi af nýlegri endurvinnslu RÚV á viðtali sem hún sjálf tók við Elly Vilhjálmsdóttur þegar hún vann hjá stofnuninni. Það hafði verið sýnt nýlega í sjónvarpinu í breyttri mynd. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata, minnti á að alltaf hafi verið til ein- hvers konar almenningur hugmynda og því þyrfti að finna jafnvægi milli höfunda og þeirra sem eru að endur- vinna hugverk. „Það er oft talað um það að góðir höfundar afrita en frábærir höfund- ar stela. Þetta er kannski ekki rétt, en það er kannski þannig að allir sem eru í einhverri sköpun eru að fá sínar hugmyndir frá einhverjum stað,“ sagði Smári sem minnti á að stefna Pírata væri að samræma gildistíma höfundarréttar við alþjóðlega staðla. Jakob Frímann Magnússon, for- maður FTT,  kvaðst ánægður með fundinn. „Það kom berlega fram að fulltrúar allra flokkanna sem hér mættu eru fylgjandi því að höfundar réttur verði styrktur og varðveittur þó að Píratar séu með örlítil frávik frá þeirri reglu,“ sagði Jakob. hlh@frettabladid.is Vitund um höfundarrétt verði aukin með fræðslu í skólunum Félag tónskálda og textahöfunda stóð fyrir fundi í Hörpu með nokkrum fulltrúum stjórnmálaflokkanna þar sem spurt var hvort höfundarréttur væri úreltur. Niðurstaðan varð sú að svo var ekki, en leita þyrfti leiða til að verja höfundarréttinn. Ein leið væri að auka fræðslu um höfundarrétt meðal skólanemenda. Tillaga Páls Óskars Á fundinum sagði Páll Óskar að höfundarverk birtist ungmennum í tölvunum ekki ósvipað því og máltíð birtist á matarborðinu með töfrum. „Þau gera sér enga grein fyrir fyrir- höfninni, vinnunni eða verðmæt- unum sem þau eru með í hönd- unum. Þess vegna datt mér í hug: hvers vegna ekki að koma þessu inn í skólakerfið? Hægt væri að láta krakkana í skólastofunni teikna mynd, semja ljóð, lítinn lagstúf eða skrifa litla sögu niður á blað. Svo myndi hver rétta útkomuna næsta krakka við hliðina. Sá krakki myndi pakka sögunni inn, ramma hana inn eða koma í gjafaumbúðir og selja þriðja krakkanum fyrir peninga. Það er hægt að útfæra þetta á ýmsa vegu, en þetta er bara til þess gert að þau geri sér grein fyrir því að það verði ekkert til úr engu og að þú getur skapað verðmæti úr því sem þú hannar eða semur eða skapar. Þetta er líka til þess gert að þau hugsi sig tvisvar um áður en þau hreint og beint fari inn á torrent-síðu til þess að ná sér í nýjasta sjónvarpsefnið, tónlistina eða bíómyndina.“ Það kom berlega fram að fulltrúar allra flokkanna sem hér mættu eru fylgjandi því að höfundarréttur verði styrktur. Jakob Frímann Magnússon, formaður FTT Umræðufundur um höfundarétt á vegum Félags tónskálda og textahöfunda. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ fékk tveggja mánaða bónus. FRéttablaðið/anton 7 . o k t ó b e r 2 0 1 6 f Ö S t u D A g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 0 7 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D 6 -6 A 6 0 1 A D 6 -6 9 2 4 1 A D 6 -6 7 E 8 1 A D 6 -6 6 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.