Fréttablaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 30
Atli Þór Erlendsson (f.v.), matreiðslumaður á Grillinu, Sigurður Helgason veitingastjóri og Ólafur Helgi Kristjánsson matreiðslumaður í Súlnasal og Skrúði, bjóða gesti velkomna á glæsilegt jólahlaðborð. MYND/ANTON BRINK Jólahlaðborðin á Hótel Sögu eru fyrir löngu orðin samgróin jóla- haldi landsmanna enda mæta margar fjölskyldur þangað á hverju ári. Fyrir þessi jól verð- ur boðið upp á samskonar jóla- hlaðborð í Súlnasal og Skrúði og í ár verður horft aftur til for- tíðar að sögn þeirra Ólafs Helga Kristjánssonar matreiðslumanns og Sigurðar Helgasonar veitinga- stjóra. „Jólahlaðborðið í ár verð- ur samspil af dönsku og klass- ísku íslensku jólahlaðborði þar sem margir af bestu réttum Hótels Sögu í gegnum árin verða bornir fram.“ Ljúffengir réttir Meðal gómsætra rétta sem boðið verður upp á nefna þeir hreindýr, gæs, nautakjöt, lamb, kalkún, síldarrétti og ýmsar útfærslur af laxi. „Súlnasalurinn er klass- ískur veislusalur sem verður fallega skreyttur í stíl við húsið. Hér hafa stigið á svið gegnum árin margar af stærstu stjörn- um landsins og skemmt gestum, listamenn á borð við Elly Vil- hjálms, Ragga Bjarna, Magga Kjartans, Ómar Ragnarsson og Helenu Eyjólfsdóttur, ásamt mörgum öðrum sem eru nú þegar partur af sögu okkar. Í ár munu Regína Ósk og Örn Árna gera þeim skil þar sem þau syngja sig í gegnum þessa glæsilegu sögu og gæða hana lífi við undirleik Jónasar Þóris á jólahlaðborði Hótels Sögu í Súlnasal.“ Inn á milli læðist svo fjörug Eurovision-sveifla og lögin sem allir þekkja. Þar verður Bald- ur Dýrfjörð sérstakur gestur og svo mætir Siggi Hlö og gerir allt vitlaust að vanda. „Þetta verð- ur sem sagt jólamatur, góð- gæti og geggjað stuð sem enginn vill missa af. Veitingastaðurinn Skrúður fær svo jóla- sveina í heimsókn í jóla-brunchinn en Skrúður er einna þekktastur fyrir sín frábæru jólahádegis- verðar hlaðborð.“ Lifandi matseðill Matseðillinn á Grill- inu á Hótel Sögu er lif- andi og breytist reglu- lega eftir framboði á hráefni hverju sinni. Að sögn Atla Þórs Erlendssonar, matreiðslumanns á Grillinu, eru þó fáar breytingar gerðar á jóla- seðlinum meðan hann er í gangi, nema brýn nauðsyn sé. „Á jóla- seðlinum í ár verðum við meðal annars með humar, gæs og hreindýr, að ógleymdri jólasíld- inni okkar sem er einn af okkar „signature“ réttum og birtist í svipaðri mynd ár hvert.“ Engin sérstök skemmtiatriði verða í boði á Grillinu fyrir jólin heldur er reynt að skapa sömu upplifun í veitingum og þjónustu sem gestir Grills- ins þekkja svo vel allt árið um kring. Úrval bestu rétta á jólahlaðborðinu Landsmenn hafa sótt jólahlaðborð á Hótel Sögu í mörg ár en þar má alltaf stóla á góðan mat í notalegu umhverfi. Í ár verður boðið upp á samspil af dönsku og klassísku íslensku jólahlaðborði þar sem margir af bestu réttum Hótel Sögu gegnum árin verða bornir fram. Jólasíldin á Grillinu er einn af þeim réttum sem boðið er upp á ár eftir ár. Graflaxinn og reykti laxinn eru meðal klassískra rétta sem eru í boði. Bókaðu borð núna: 562 0200 / perlan@perlan.is JÓLALEG KVÖLDSTUND Í PERLUNNI Óbreytt verð frá því í fyrra! Eigðu einstaka og hátíðlega kvöldstund á hinu óviðjafnalega jólahlaðborði Perlunnar. Það borgar sig að panta borðið þitt strax, enda eitt vinsælasta jólahlaðborð á landinu! Verð 9.900 kr. Tilboð frá mán. til mið. 7.900 kr. JÓlAHlAðBORð Kynningarblað 7. október 20166 0 7 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A D 6 -7 4 4 0 1 A D 6 -7 3 0 4 1 A D 6 -7 1 C 8 1 A D 6 -7 0 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.