Fréttablaðið - 07.10.2016, Síða 30

Fréttablaðið - 07.10.2016, Síða 30
Atli Þór Erlendsson (f.v.), matreiðslumaður á Grillinu, Sigurður Helgason veitingastjóri og Ólafur Helgi Kristjánsson matreiðslumaður í Súlnasal og Skrúði, bjóða gesti velkomna á glæsilegt jólahlaðborð. MYND/ANTON BRINK Jólahlaðborðin á Hótel Sögu eru fyrir löngu orðin samgróin jóla- haldi landsmanna enda mæta margar fjölskyldur þangað á hverju ári. Fyrir þessi jól verð- ur boðið upp á samskonar jóla- hlaðborð í Súlnasal og Skrúði og í ár verður horft aftur til for- tíðar að sögn þeirra Ólafs Helga Kristjánssonar matreiðslumanns og Sigurðar Helgasonar veitinga- stjóra. „Jólahlaðborðið í ár verð- ur samspil af dönsku og klass- ísku íslensku jólahlaðborði þar sem margir af bestu réttum Hótels Sögu í gegnum árin verða bornir fram.“ Ljúffengir réttir Meðal gómsætra rétta sem boðið verður upp á nefna þeir hreindýr, gæs, nautakjöt, lamb, kalkún, síldarrétti og ýmsar útfærslur af laxi. „Súlnasalurinn er klass- ískur veislusalur sem verður fallega skreyttur í stíl við húsið. Hér hafa stigið á svið gegnum árin margar af stærstu stjörn- um landsins og skemmt gestum, listamenn á borð við Elly Vil- hjálms, Ragga Bjarna, Magga Kjartans, Ómar Ragnarsson og Helenu Eyjólfsdóttur, ásamt mörgum öðrum sem eru nú þegar partur af sögu okkar. Í ár munu Regína Ósk og Örn Árna gera þeim skil þar sem þau syngja sig í gegnum þessa glæsilegu sögu og gæða hana lífi við undirleik Jónasar Þóris á jólahlaðborði Hótels Sögu í Súlnasal.“ Inn á milli læðist svo fjörug Eurovision-sveifla og lögin sem allir þekkja. Þar verður Bald- ur Dýrfjörð sérstakur gestur og svo mætir Siggi Hlö og gerir allt vitlaust að vanda. „Þetta verð- ur sem sagt jólamatur, góð- gæti og geggjað stuð sem enginn vill missa af. Veitingastaðurinn Skrúður fær svo jóla- sveina í heimsókn í jóla-brunchinn en Skrúður er einna þekktastur fyrir sín frábæru jólahádegis- verðar hlaðborð.“ Lifandi matseðill Matseðillinn á Grill- inu á Hótel Sögu er lif- andi og breytist reglu- lega eftir framboði á hráefni hverju sinni. Að sögn Atla Þórs Erlendssonar, matreiðslumanns á Grillinu, eru þó fáar breytingar gerðar á jóla- seðlinum meðan hann er í gangi, nema brýn nauðsyn sé. „Á jóla- seðlinum í ár verðum við meðal annars með humar, gæs og hreindýr, að ógleymdri jólasíld- inni okkar sem er einn af okkar „signature“ réttum og birtist í svipaðri mynd ár hvert.“ Engin sérstök skemmtiatriði verða í boði á Grillinu fyrir jólin heldur er reynt að skapa sömu upplifun í veitingum og þjónustu sem gestir Grills- ins þekkja svo vel allt árið um kring. Úrval bestu rétta á jólahlaðborðinu Landsmenn hafa sótt jólahlaðborð á Hótel Sögu í mörg ár en þar má alltaf stóla á góðan mat í notalegu umhverfi. Í ár verður boðið upp á samspil af dönsku og klassísku íslensku jólahlaðborði þar sem margir af bestu réttum Hótel Sögu gegnum árin verða bornir fram. Jólasíldin á Grillinu er einn af þeim réttum sem boðið er upp á ár eftir ár. Graflaxinn og reykti laxinn eru meðal klassískra rétta sem eru í boði. Bókaðu borð núna: 562 0200 / perlan@perlan.is JÓLALEG KVÖLDSTUND Í PERLUNNI Óbreytt verð frá því í fyrra! Eigðu einstaka og hátíðlega kvöldstund á hinu óviðjafnalega jólahlaðborði Perlunnar. Það borgar sig að panta borðið þitt strax, enda eitt vinsælasta jólahlaðborð á landinu! Verð 9.900 kr. Tilboð frá mán. til mið. 7.900 kr. JÓlAHlAðBORð Kynningarblað 7. október 20166 0 7 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A D 6 -7 4 4 0 1 A D 6 -7 3 0 4 1 A D 6 -7 1 C 8 1 A D 6 -7 0 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.