Fréttablaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 50
Spáin gildir fyrir október Lengri útgáfa af stjörnuspá á visir.is/SiggaKlingStjörnuspá Siggu Kling 21. mars–19. apríl Hrúturinn 20. apríl–20. maí Nautið 21. maí–20. júní Tvíburinn Krabbinn 23. júlí–22. ágúst Ljónið 23. ágúst–22. september Meyjan 23. september–22. október Vogin 23. október–21. nóvember Sporðdrekinn 22. nóvember–21. desember Bogmaðurinn 22. desember–19. janúar Steingeitin 20. janúar–18. febrúar Vatnsberinn 21. júní–22. júlí Einn dagur í einu Elsku sérstaka Nautið mitt. Þú þarft að vera dug- legt að hlúa að öllu sem snýr að líkama og huga. Þú þarft markvisst að vinna að því að koma þér á rétt ról. Þegar svona margt er að gerast í kringum þig, þótt það tengist þér ekki allt, þá hefur það áhrif á sálina. Einn dagur í einu er lykilorðið að næsta mánuði. Heimilisaðstæður verða betri, sumir eru að skipta um heimili eða laga heimili, jafnvel gera notalegt í kringum sig og þetta verður allt svo fínt. Fólk dregst að þér eins og flugur að ljósi en þú ert nú ekki alltaf í stuði til þess að vera það ljós sem flugurnar dragast að. Þú þarft að láta alla halda að þú sért alltaf glatt og berir höfuðið hátt. Þessi mánuður er að gefa þér svolítið sérkennilegt púsluspil og það er demantur falinn fyrir þig í þessu púsluspili, sem gæti verið tengdur ástinni eða breytt framtíð þinni. Það er ekkert fegurra en ástfangið Naut og þótt þú hafir lent í ástarsorg skaltu vera tilbúið að hleypa ástinni inn í hjarta þitt. Margir lenda í því að klessukeyra bílinn sinn en þá er bara mikilvægt að keyra strax aftur og vera óhræddur. Þannig er ástin, elskan mín. Njóttu lífsins. Ert alveg ómissandi Elsku góði Tvíburinn minn. Það er búið að vera töluvert álag og þú veist ekki alveg í hvora áttina þú ætlar að snúa þér. Það er mjög mikilvægt fyrir þig að einfalda málin og ekki vera að flækja hlutina. Þú ert svo heillandi blanda, svo litrík, og þú elskar svo heitt. Það er ekki hægt að segja að hversdagsleikinn sé uppáhaldið þitt. Það gæti verið einhver leiði í ástarsambandi hjá þér, það er á þína ábyrgð að breyta því. Næstu tveir mán- uðir eru tímabilið sem skapar kraftinn þinn og lætur þig finna að þú ert ómissandi. Þú þarft að passa þig í peningamálum. Þú þarft kannski ekki á öllu því að halda sem þú ert að spá í að kaupa þér né þarftu endilega að greiða upp gamlar skuldir. Kláraðu það mál með því að semja og svona heillandi týpa eins og þú getur heillað bæði manneskjur og bankastjóra á núll einni. Það er til lausn Elsku besti máttugi Krabbinn minn. Það hefðu aldrei verið nógu margar drama- eða ástar- sögur skrifaðar, ef þú hefðir ekki skreytt lífið. Þú hefur það í þér að koma sífellt á óvart og þá sérstaklega sjálfum þér. Það er búið að vera mikið að gerast undanfarna mánuði og þú ert í óðaönn að leysa úr því sem þú þarft að gera. Þú færð tilboð um að vera með í verkefni og þú verður mjög hissa. Þú þarft að stíga út fyrir þægindarammann og taka þessu tilboði, segðu já við lífinu núna. Ekki vera að hugsa um þá sem eru leiðinlegir við þig því þá ertu að gefa þeim athygli og það sem þú veitir athygli, það vex. Taktu það fólk út úr heilabúi þínu, troddu því í ímyndaðan plastpoka og læstu það inni í skáp. Þetta er lausnin, þú ert að taka þig á í mörgu, þú þarft ekki að breyta öllu til að eitthvað breytist, taktu bara eitt skref í einu. Það eru skilaboðin til þín næsta mánuð. Líf þitt verður dásamlegt, þú þarft bara að trúa því. Lífið er leikur Elsku hjartans ljónið mitt. Lífið er að fara að leika við þig. Og þú verður að vera tilbúið að vilja leika. Sumt fólk í Ljónsmerkinu er of kreddufast, það verður of fullorðið snemma og sér ekki hvað það er mikilvægt að leika sér. Ég segi að við þurfum að taka krakkann sem býr í okkur og hleypa honum út. Þú þarft að beita húmornum þínum og ef eitthvað er að angra þig, notaðu þá þessa línu frá Bítlunum. Let it be: íslenska þýð- ingin er: Slepptu tökunum. Eins og þú tókst eftir þá var sumarið í sumar það besta síðustu 10 ár. Þú ert að fara inn í það veðurfar. Á þessu tímabili þarftu að velja og hafna hvað það er sem gefur þér hamingju. Þú þarft að útiloka fólk sem er sítuðandi og drepur hverja einustu hugmynd sem þú færð. Bara eitt í einu. Þú ert svo magnað og fólk lítur upp til þín. Taktu bara eftir því. Ekki vorkenna þér Elsku besta frábæra Meyjan mín. Þú ert svo pottþétt á yfirborðinu en ert samt alltaf til í tuskið. Þú ert alltaf svo bein og svo flott. Þú ert á merkilegum tímum þar sem þú ert nýbúin að eiga afmæli sem táknar upphaf að nýjum sigrum. Ef þú ert ekki búin að sýna frumkvæði í september, þá ertu örg og pirruð út í sjálfa þig, þú hefur enn tíma til að setja í fimmta gír og fara yfir allar holur sem eru fram undan. Eini frasinn sem þú mátt ekki nota næsta mánuð- inn og þarft gjörsamlega að sleppa úr orða- forða þínum er: „Ég vorkenni sjálfri mér.“ Það gerir þig lina og leiðinlega. Ef þú skoðar betur, þá er grunnurinn kominn að því sem þú ætlar að gera. Þig vantar bara yfirbygginguna. Maður er oft þreyttur þegar maður sér ekki allt skýrt fyrir sér. Róm var hvorki byggð né brennd á einum degi. Svo vertu þakklát fyrir það sem þú hefur því þú ert búin að afreka margt og þetta er rétt byrjunin. Tími til að taka ákvarðanir Elsku hjartans Vogin mín. Nú er að duga eða drepast og þá er bara einn kostur, að duga. Þú ert að fara yfir á hátind ársins, sem er þessi mánuður. Þú færð tilboð um að taka að þér eitt- hvert nýtt hlutverk sem yrði bara viðbót við það sem þú ert að gera. Þú þarft að skella þér í box- hringinn. Það verður ekkert nema óvæntur og spennandi endir. Leiðindi gærdagsins og erfið- leikarnir sem þú áttir við að stríða eru að fara til fortíðar. Það býr svo mikill leiðtogakraftur í þér og þú þarft að spyrja þig: Er ég í réttri vinnu? Er ég í réttum skóla? Er ég glöð í því sem ég geri? Því núna er nákvæmlega tíminn til að taka nýjar ákvarðanir og færa sig til. Sjálfstraust þitt er að eflast og þú tekur hlutina ekki eins nærri þér og þú gerðir á sama tíma í fyrra. Á þessum tíma þarftu að ljúka skipulagi og skrifa niður hvernig þú ætlar að leikstýra þessu lífi. Ekki vera hrædd um höfnun, það er ekki í kortunum þínum. Núna eða aldrei væri æðislegt slagorð fyrir næsta tíma. Ást í öllum hornum Elsku hjartans Sporðdrekinn minn. Það kemur fyrir þig dálítið oft að þig langar í eitthvað sem þú hefur ekki. Þú þarft að kyrra hugann og kalla eftir því sem þú vilt og sjáðu til, það er á leiðinni til þín. Það er búinn að vera töluverður pirringur yfir hlutum sem núna eru að leysast og þú hefðir ekki þurft að eyða orkunni í það stress sem hefur myndast í lífi þínu. Ástin er í öllum hornum og þegar þú ert ástfanginn þá muntu vita það, það lýsir sér ekki þannig að þú kiknir í hnjáliðunum og fáir fiðrildi í magann, það er stress. Þú þarft að finna einhvern sem passar orkunni þinni, er þægilegur og þú myndir vilja hafa sem besta vin þinn, það er það sem hentar þér best, elsku Sporðdrekinn minn. Það eru ná- kvæmlega svoleiðis tengingar sem skila góðum árangri. Þetta er ótrúlegur tími sem er að koma, gríptu tækifærið – það er þitt !! Vertu frjáls í eigin lífi Elsku besti Bogmaðurinn minn. Eftir töluvert álag og stress ertu að fara inn í visst frelsi. Það er svo dásamlegt að vera frjáls. Það sem skiptir mestu máli í lífinu er að vera frjáls, frjáls í eigin skinni, frjáls undan annarra manna áliti og hafa kraftinn til að stjórna sínu eigin lífi. Því fylgir viss sársauki og pínulítill þungi að finna fyrir frelsinu. Mestu breytingarnar á næstu 12 mánuðum í lífi þínu eru eftir miðjan október og fram í miðjan janúar. Það kemur þér á óvart hversu margir leita ráða hjá þér. Þú munt laðast að störfum sem felast í því að hjálpa öðrum og aldrei efast um það að þú getir þetta. Þessir töfrar sem þú hefur eru ólýsanlegir, þú þarft bara að vera með- vitaður um að þú hafir þennan styrk. Prófaðu nýja hluti Elsku hjartans Steingeitin mín. Þú hefur átt það til að lifa í fortíðinni, þá heldur sú tíðni áfram og þú færð ekki þessar breytingar sem þú vilt. Það mun enginn abbast upp á þig, því þú ert sterkur persónuleiki og ákveðin með allt sem þér dettur í hug. Þú þarft að læra að segja fyrir- gefðu þótt þér finnist þú ekki hafa gert mistök. Það mun hjálpa þér mikið. Tíminn vinnur með þér hægt og bítandi og þú þarft ekki að segja öðrum í kringum þig að þú vitir best. Ástin er ómissandi kraftur í lífi þínu, þú hefur sérstakan hæfileika til að sjá hver hentar þér. Farðu eftir fyrstu hugsun, því hún er alltaf rétt. Þú færð verkefni upp í hendurnar, kannski fleiri en eitt sem þér líst kannski ekki vel á. Hættu að vera svona þrjósk, elskan mín, og segðu já og próf- aðu nýtt, það er lykillinn að farsældinni sem er að hefjast hjá þér. Lífið tekur stakkaskiptum Elsku hjartans Vatnsberinn minn. Hamingjan er þar sem þú ert staddur. Þú átt það til að halda að þú þurfir mikið að leita að hamingjunni. Nei, hamingjan er í þessu smáa í kringum þig og þú átt að leyfa þér að slaka aðeins meira á. Þú hefur ótrúlega útgeislun og nýtur þess að baða þig í sviðsljósinu. Þú skalt taka þessu tímabili rólega, safna orku og dekra við þig ef þú mögulega getur. Gera eitthvað sem er einfalt og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af. Það er allt að ganga vel þótt þú sért óþolinmóður. Hjá þér er að hefjast kafli sem ég veit ekki hvað mun verða langur en á þeim tíma mun líf þitt taka stakkaskiptum. Þú ert svo smitandi týpa og þú ert smitberi hamingjunnar. Blendnar tilfinningar Elsku Fiskurinn minn. Með haustinu fylgja oft blendnar tilfinningar hjá þér, þú ert alltaf að spá og spekúlera. Þú byggir skýjaborgir og rífur þær jafnharðan niður. Þú ert stuðningsaðili svo margra í kringum þig, svo dásamlega skemmti- lega meðvirkur. Það tekur að sjálfsögðu frá þér mikla orku en þú ert elskaður og dáður fyrir þetta. Það er mikil ástríða í kringum þig og þú elskar stundum of mikið. Þegar þú lendir í því getur þú sýnt of mikla taugaveiklun og þá getur þú verið of fljótfær í orðum. Þú þarft að sleppa því að vera svona skyldurækinn því þá gleymir þú að sinna þínum löngunum og þörfum. Þú þarft bara að klappa saman höndunum og fagna því að vera svona dásamlegur Fiskur. 19. febrúar–20. mars Fiskarnir Hér eftir birtist spáin fyrsta föstudag hvers mánaðar Þolinmæði er lykillinn Elsku hjartans Hrúturinn minn. Þú ert gæddur þeim dásamlegu eiginleikum að aðstoða aðra til að ná þeim árangri sem þeir þurfa. Það eru merkilegir tímar hjá þér fram undan, sem gefa þér allt önnur spil á höndina en þú hefur verið með. Þú munt gefa þér góðan tíma til að hlusta á aðra þótt þú hafir ekki mikla þolinmæði til þess; það býr í þér svolítill sálfræðingur, en hér áður fyrr var það kallað að vera aumingjagóður. Óþolinmæði er orð sem þú átt að taka úr orða- forða þínum. „Ég er þolinmóður“ er mantra mánaðarins og þá gengur allt upp. Spenna og gredda í lífið gera það að verkum að þú verður orkumeiri og ótrúlegustu Hrútar stefna á það að vera í ræktinni. Ekki kvarta yfir neinu því kvörtunum fylgir neikvæð orka. Þú þarft að taka áhættu í vinnu, skóla eða verkefnum og gefa ekkert eftir. Ef þér dettur í hug að fresta einhverju, þá verður hindrunin bara stærri og stærri. Gerðu það sem þú vilt og til þess að gera það, er það eina sem þú þarft að vita hvað þú vilt. 7 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F Ö S t U D A G U r30 L í F i ð ∙ F r É t t A b L A ð i ð Lífið 0 7 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A D 6 -8 C F 0 1 A D 6 -8 B B 4 1 A D 6 -8 A 7 8 1 A D 6 -8 9 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.