Fréttablaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 16
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Hafliði Helgason haflidi@frettabladid.is Í ár eru þrjátíu ár liðin frá því að kastljós heimsins beindist að leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í Höfða. Í hugum margra markaði fundurinn upp- hafið að endalokum kalda stríðsins og þess valdajafn- vægis sem hafði sett svip sinn á heiminn um 40 ára skeið. Í dag blasir við breytt landslag. Leiðtogar stórvelda hafa heiminn ekki í höndum sér á sama hátt og þá. Borgir hafa í auknum mæli áhrif á alþjóðavettvangi og vald einstaklingsins hefur aukist, ekki síst með tilkomu samfélagsmiðla. Þessar breytingar í sam- félagi nútímans kalla á eflingu rannsókna og fræðslu og þar hefur háskólasamfélagið mikilvægu hlutverki að gegna. Samfélag sem hefur frið og öryggi í öndvegi byggir á virkri og upplýstri umræðu, sem mikilvægt er að allir taki þátt í. Í dag, föstudaginn 7. október, hefst starfsemi HÖFÐA Friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands með opnu málþingi í Hátíðasal Háskóla Íslands. Hlutverk HÖFÐA Friðarseturs er að styrkja Reykjavík sem borg friðar og vera til ráðgjafar um hvernig borgin geti unnið að friðarmálum hér heima og að heiman. Friðarsetrinu er þannig ætlað að vera vettvangur fyrir það samtal sem við viljum eiga um hlutverk borga, smáríkja og borgara í að stuðla að friði. Eitt af fyrstu verkefnum setursins verður að halda sumarnámskeið fyrir börn af ólíkum uppruna þar sem börnunum gefst tækifæri til að læra hvert af öðru og móta saman hugmyndir um hvernig hægt sé að byggja upp friðsamlegra og betra samfélag án fordóma og mismununar. Með því að efla færni barna í að greina og leysa úr ágreiningi á friðsamlegan hátt er hægt að vinna markvisst að því langtímamarkmiði að byggja upp friðarmenningu, sem síðar mun skila sér út í sam- félagið í heild. Við bindum miklar vonir við HÖFÐA Friðarsetur og hlökkum til að takast á við þau verkefni sem bíða setursins á fyrstu starfsárum þess. Það skiptir máli að við vinnum öll að friði, ekki bara leiðtogar stórvelda. Málþingið er opið öllum og hefst kl. 13.00. Opnun HÖFÐA Friðarseturs Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands Hlutverk HÖFÐA Friðarseturs er að styrkja Reykjavík sem borg friðar. Hlutfall starfa sem krefjast skapandi hugsunar, innsæis og mikillar þekkingar mun hækka verulega í kjölfar þeirrar þróunar. Menntun og ekki síst æðri menntun mun því líklega skipta enn meira máli til framtíðar en hingað til. Menntunarstig þjóða ræður miklu um hagsæld þeirra. Hvert sem litið er má sjá að þeim þjóðum vegnar best til lengri tíma þar sem lögð er rækt við þekkingu og menntun. Íslendingar eru þar engin undantekning. Ekki er liðin nema öld frá því að Ísland var í hópi fátækustu þjóða heims. Hraðferð þjóðarinnar upp lista þjóða sem best hafa það í heiminum grundvallaðist meðal annars á háu hlutfalli læsra og að aldamótakynslóðin notaði aukna velsæld til að koma börnum sínum til mennta. Í auglýsingu sem birtist hér í blaðinu í gær lýsa rekt- orar háskóla landsins þungum áhyggjum af málefnum háskólanna í ljósi fjármálaáætlunar ríkisins til ársins 2021. Í áætlun ríkisins er gert ráð fyrir vaxandi fjár- festingu í innviðum, en háskólarnir eru skildir eftir. Taka má undir þessar áhyggjur. Fáar innviðafjár- festingar gefa betri arð en efling háskóla og rann- sókna. Við erum nú þegar eftirbátar nágrannaþjóða í þessum efnum. Háskóli Íslands hefur færst ofar á lista vegna aukinna birtinga vísindagreina, en þann árangur má að miklu leyti þakka samstarfi skólans við þekkingarfyrirtækið Íslenska erfðagreiningu. Rannsóknir og þekkingaröflun skilar sér á mis- löngum tíma inn í verðmætasköpun samfélagsins. Vaxandi skilningur á þessari staðreynd er milli atvinnulífsins og háskólasamfélagsins. Tækifæri á grunni mannauðs og þekkingar eru óþrjótandi ef rétt er á málum haldið. Í raun ætti allt okkar umhverfi að stuðla að því að efla þekkingu og færni og skapa grundvöll fyrir slíka verðmætasköpun. Það ætti að vera keppikefli okkar að skapa umhverfi sem örvar og laðar að ólíka þekk- ingu með skynsamlegri menntastefnu, skattaum- hverfi og samfélagsgerð sem eflir frumkvæði og dug. Iðnbyltingin breytti atvinnuháttum og einföld og slítandi störf voru leyst af hólmi af vélum. Lífskjör breyttust hratt í kjölfarið. Í dag erum við í miðju annarrar byltingar sem grundvallast á tölvutækni, gervigreind og vélmennavæðingu. Örlög stétta eins og bílstjóra kunna að verða svipuð og blýsetjara í prentverki áður en langt um líður. Hlutfall starfa sem krefjast skapandi hugsunar, innsæis og mikillar þekkingar mun hækka verulega í kjölfar þeirrar þróunar. Menntun og ekki síst æðri menntun mun því líklega skipta enn meira máli til framtíðar en hingað til. Hvert ár sem við sóum með því að hlúa ekki að háskóla- og vísindasamfélaginu getur því reynst okkur dýrt, enda þótt reikningurinn fyrir van- ræksluna verði ekki sendur á stjórnmálamenn sam- tíðarinnar. Dægurþras stundarinnar vegur oftast þyngra í stjórnmálabaráttunni en skýr og samkvæm fram- tíðarsýn. Þar liggur kannski hundurinn grafinn. Menntun í aska framtíðarinnar Vodafone Við tengjum þig Kauphlaup Smáralindar: Fjöldi tilboða á flottum græjum Vodafone Turbo 7 15.992 kr. staðgreitt Almennt verð 19.990 kr. Vodafone Ultra 7 39.992 kr. staðgreitt Almennt verð 49.990 kr. 20% afsláttur 20% afsláttur 5 GB á mán. í 6 mán. 5 GB á mán. í 6 mán. Wonlex snjallúr fyrir börn 7.992 kr. staðgreitt Almennt verð 9.990 kr. 20% afsláttur Upplýsingin Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, fyrrverandi ráðherra menntamála, sagðist í viðtali við Stundina vera á þeirri skoðun að banna ætti búrkur á Íslandi í nafni kvenfrelsis. Orð hennar og skoðanir á þessu máli hafa farið hressilega þversum ofan í marga sem ásaka hana um fordóma. Hið rétta er að ekki nokkur einasta kona á Íslandi í dag gengur um í búrku svo þetta bann er eiginlega óttalega gagnslaust. Langmest notaða höfuðfat múslimskra kvenna hér á landi er svokallað hijab sem er allt annað. Þor- gerður Katrín minnist hins vegar ekkert á höfuðbúnað trúsystra sinna í Karmelklaustri, svona í nafni kvenfrelsis. LÍN sofnar í nefnd Svo virðist sem sátt sé að nást á hinu háa Alþingi okkar Íslend- inga um starfslok á lengsta þingi í sögu Alþingis. Heyrst hefur á göngum þingsins að forystu- menn stjórnarflokkanna hafi náð samkomulagi um fram- gangsmál. Athyglisvert er að nokkur mál sem eru Sjálfstæðis- flokknum hjartans mál (allavega í orði), áfengi í matvöruverslanir og LÍN-frumvarpið, skuli sofna svefninum langa á nefndasviði þingsins. Núverandi mennta- málaráðherra hefur lagt allt kapp á að ná því máli í gegn og kostað miklu til. Ætli ráðamenn læri einhvern tíma að stór mál þurfi miklar umræður í þinginu? sveinn@frettabladid.is 7 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F Ö S t U D A G U r16 S k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 0 7 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D 6 -6 0 8 0 1 A D 6 -5 F 4 4 1 A D 6 -5 E 0 8 1 A D 6 -5 C C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.