Fréttablaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 24
Þröstur Sigurðsson er maðurinn á bak við matarbloggið Töddi brasar sem byrjaði sem hálfgert grín sum- arið 2012. „Ég hef alltaf haft mikinn mataráhuga og var búinn að prófa mig áfram með alls konar tilraun- ir og þá yfirleitt eitthvað mjög öfga- kennt. Réttirnir mínir innihéldu næstum alltaf beikon, hnetusmjör eða bbq-sósu. Ég var alltaf eitt- hvað að brasa og mig langaði bara að koma þessum sköpunarkrafti frá mér. Svo fór fólk að fylgjast með mér, hvetja mig áfram, senda mér hugmyndir og ég var bara allt- af eitthvað að brasa. Mér finnst frá- bært þegar fólk deilir uppskriftum frá mér, stoppar mig úti á götu til að tala um mat og svo framvegis, þetta er mitt helsta áhugamál,“ út- skýrir Þröstur, aðspurður um sög- una á bak við síðuna. Öll fjölskylda Þrastar hefur brennandi áhuga á mat og eru að hans sögn frábærir kokkar. Þau reyna að hittast eins oft og hægt er öll saman og halda veislur. „Ég held að rótin að matarástríðu minni sé komin frá ömmu Krist- ínu, hún gat vippað upp gríðarleg- um veislum úr engu, það var alveg sérstök hlýja og bragð af matnum hennar, það var öll ástríðan og metnaðurinn sem hún lagði í mat- inn og framsetninguna. Ég erfði kökukeflið hennar ömmu og það er eitt af þeim verkfærum sem ég held hvað mest upp á í eldhúsinu. Amma fylgir mér.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í eldhúsinu? Gómsæt föstudaGspitsa Lilja Björk Hauksdóttir liljabjork@365.is Þröstur er alltaf eitthvað að brasa í eldhúsinu. Hann erfði kökukefli ömmu sinnar og er það er eitt af þeim verkfærum sem hann heldur hvað mest upp á. MYND/GVA „Mér finnst ótrúlega gaman að prófa ný hráefni eða nýjar aðferð- ir, ég fékk til dæmis ábendingu um daginn að prófa mig áfram með tempura-deig og ég gerði maís- baunir í tempura sem hægt er að lesa um á blogginu mínu, það var undarlegt fyrst en bragðaðist mjööög vel. Svo er alltaf skemmti- legast að brasa úr beikoni.“ Þröstur gefur hér uppskrift að pitsu með döðlum, rjómaosti, chili og valhnetum en hugmynd- ina að henni fékk hann þegar hann fór einn til Sikileyjar í matar- upp lifunar ferð síðastliðið sumar. Þar var hann í þrjár vikur, meðal annars að ferðast um sveitirnar á suður hluta Sikileyjar þar sem hann gisti á bóndabæjum og í tjöld- um. „Þar smakkaði ég alls konar ný hráefni og nýjar útfærslur. Ég heimsótti vínekrur, fiskmarkaði, tíndi ólífur, borðaði fíkjur beint af trénu og smakkaði unaðsleg- ar pitsur. Ég fór meðal annars á markaðinn í Ortigia og kom með fulla ferðatösku af kryddum og alls konar matarkyns til baka. Sik- iley er algjör draumaáfanga staður fyrir mataráhugafólk. Ég smakk- aði fullt af undarlegum, slæmum og dásamlegum réttum, þetta var mikil reynsla og ótrúlega skemmti- legt. Meðal annars keypti ég þurrk- að chili af manni sem ég kynntist á sveitabænum Due Ganée, hann ræktar það sjálfur og það er algjör- lega baneitrað. Ferskar döðlur og rjómaostur eru líka frábær blanda og chili-ið er gott mótsvar við sæt- unni,“ segir Þröstur. Hann lætur sig dreyma um næstu matarferð en hann langar mikið að fara til suðurríkja Banda- ríkjanna í grillferð þar sem allt er hægeldað og nostrað við og kruð- eríið á hverju strái. „Svo þegar vet- urinn hellist yfir er gott að „hygge sig“ við gourmet-mat og samveru með þeim sem manni þykir vænst um. Ég er algjört jólabarn og er strax farinn að hlakka til jóla og farinn að plana jólaeldamennsku. Þröstur Sigurðsson er mikill áhugamaður um mat og hann elskar að brasa eitthvað í eldhúsinu. föstudaGspitsa pitsudeig: 400 g hveiti 2 tsk. lyftiduft 2 msk. vatn 2 msk. góð ólífuolía 2 msk. hunang Oreganokrydd Salt Hvítlaukskrydd aðferð: Allt sett í skál, hnoðað og bætt við vökva eða hveiti ef þarf, flatt út og voilà. Álegg: Chilipestó frá Jamie Oliver Pitsuostur Ferskar döðlur (steinhreinsaðar og skornar í tvennt) Rjómaostur Valhnetur (gróft muldar) Þurrkað chili (skorið smátt) Spínat Allt nema spínat sett á pitsuna, bakað í fimmtán mínútur á hæsta styrk og spínatinu svo dreift yfir.Laugavegi 63 • S: 551 4422 Vertu vinur á Facebook VANDAÐAR ULLARKÁPUR VATNSVARÐAR DÚNÚLPUR Skoðið laxdal.is /yfirhafnir Facebook.Laxdal.is 7 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F Ö S t U D A G U r6 F ó l k ∙ k y n n i n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S t í l l 0 7 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D 6 -9 6 D 0 1 A D 6 -9 5 9 4 1 A D 6 -9 4 5 8 1 A D 6 -9 3 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.