Fréttablaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 18
Í dag 18.05 Njarðvík - Keflavík Sport 18.45 Holland - H.Rússland Sport 3 18.45 Lúxemborg - Svíþjóð Sport 2 18.45 Belgía - Bosnía Sport 4 19.50 KR - Tindastóll Sport 20.45 HM Markasyrpa Sport 2 21.00 Körfuboltakvöld Sport 18.00 Þór Ak. - Stjarnan Höllin Ak. 18.15 Njarðvík - Keflavík Njarðvík 20.00 Haukar-Skallagr. Ásvellir 20.05 KR - Tindastóll KR-hús Veislunni bjargað á ögurstundu Íslenska landsliðið í fótbolta vann mikilvægan heimasigur á Finnlandi, 3-2, á Laugardalsvellinum í gær- kvöldi eftir að lenda tvisvar undir. Strákarnir okkar sýndu að þeir geta unnið leiki á ýmsa vegu. Fótbolti Íslenska þjóðin er orðin svo góðu vön frá strákunum okkar í fótboltalandsliðinu að 10.000 áhorf- endur á Laugardalsvelli skildu í raun ekki hvað var í gangi þegar 89 mín- útur voru komnar á leikklukkuna og Ísland var að tapa, 2-1, fyrir Finnlandi eftir að lenda tvívegis undir. Íslenska liðið hefur verið svo öflugt undanfarin ár, sérstaklega á heima- velli, að kröfurnar eru orðnar miklar til liðsins. Þó ekkert meiri en strák- arnir gera til sjálfs sín. Það var ekki margt sem benti til ævintýralegs 3-2 heimasigurs og áframhaldandi fót- boltaveislu á Íslandi. Sumir voru meira að segja byrjaðir að hleypa úr partíblöðrunum. Strákarnir okkar fengu að bragða á sínu eigin meðali í gær. Þeir voru miklu stærra liðið sem átti að halda boltanum og vinna leikinn gegn Finnum sem eru nær 100. sæti á heimslistanum en 27. sæti þar sem Ísland situr. „Þeir eru með sænskan þjálfara [Hans Backe] sem er góðvinur Lars og þekkir okkar styrkleika. Okkur finnst ekkert sérstaklega gaman að spila á móti sjálfum okkur,“ sagði Kári Árnason, miðvörður Íslands, við íþróttadeild eftir leikinn í gærkvöldi. Kári hitti naglann á höfuðið. Þetta var eins og að horfa á Ísland spila við skuggann af sjálfu sér. Lið undir stjórn taktísks Svía sem er búinn að undirbúa liðið eins á fyrstu mánuðunum í starfi eins og Lars gerði með Ísland. Finnar þekktu sínar sterku hliðar, vörðust vel og nýttu einu tvö færin sem liðið fékk. Hljómar þetta ekki kunnuglega? Í gær þurftu strákarnir okkar að spila eins og stórir strákar og það tókst misvel. Liðið skapaði ekki mikið af færum en það sem skapað- ist vildi bara ekki detta. Það er fokið í flest skjól þegar Gylfi Þór Sigurðsson er byrjaður að brenna af vítaspyrn- um. Samt besti maður vallarins svo það komi fram. Margsinnis hefur íslenska liðið verið í stöðu Finnlands; með betra fótboltalið að hamra á sér á síðustu mínútunum. Munurinn er þó sá að Ísland nær alltaf úrslitum. Það gerðu okkar menn í gær. Þeir hafa unnið sigra með varnar- leik, taktík og stundum pakkað liðum saman með flottri spila- mennsku og skynsemi. En í gær var komið að því að sýna nýja hlið: Vinna leik á síðustu andartökunum; sýna kraft, vilja og gæði til að skora ekki bara eitt heldur tvö mörk í upp- bótartíma. Karakter er einfalda orðið til að nota yfir svona endurkomu en þetta voru gæði í bland við óbilandi sigurvilja. Spilamennskan var ekki fullkomin en þrjú mikilvæg stig í sarpinn. Það er styrkleikamerki góðra liða og veislan heldur áfram. ÍSL 3– 2 FIN 0-1 Teemu Pukki (20.), 1-1 Kári Árnason (37.), 1-2 Robin Lod (39.), 2-2 Alfreð Finnbogason (90.), 3-2 Alfreð Finnbogason (90.+4), Skot (á mark): 18 (12) – 4 (3) Horn: 6 – 0 Rangstöður: 5 – 2 Frammistaða íslands (4-4-2) Ögmundur Kristinsson 5 Birkir Már Sævarsson 4 (89. Theodór Elmar Bjarnason -) Kári Árnason 7 Ragnar Sigurðsson 6 Ari Freyr Skúlason 5 Birkir Bjarnason 5 * Gylfi Þór Sigurðsson 7 Aron Einar Gunnarsson 7 Jóhann Berg Guðmundsson 6 Björn Bergmann Sigurðarson 4 (75. Viðar Örn Kjartansson -) Alfreð Finnbogason 6 Maður leiksins Gylfi var besti maður vallarins eins og svo oft áður. Aðeins of margar hælspyrnur í fyrri hálfleik en gæðin óumdeild. Vítaspyrna í slá og skot í stöng. Menn verða ekki öllu óheppnari en það. Lagði upp seinna jöfnunar- markið með frábærri sendingu. visir.is Umsögn um alla leik- menn, umfjöllun og viðtöl má finna á íþróttavef Vísis. Alfreð eftir leik „Ég er ekki enn þá búinn að ná mér. Við tókum nokkrar sendingar inn í teiginn og vonuðum það besta,“ sagði Alfreð Finnbogason sem skoraði tvö mörk í blálokin. Seinna markið var afar umdeilt. „Þetta var bara eitthvað rugl sem var í gangi. Ég veit ekki hvernig síðasta markið fór inn, en dómar- inn dæmdi hann inni. Við tökum sigrinum fagnandi og förum að einbeita okkar að leiknum á sunnudaginn. Þetta var ótrúlegt.” Kári eftir leik „Ég held að þeir hafi átt tvö skot á markið í leiknum. Það var ekkert þannig að varnarleiknum. Auðvitað gátum við komið í veg fyrir þessi mörk, sérstaklega fyrra markið. Seinna markið var óheppni,“ sagði Kári Árnason eftir leikinn. „Þeir eru með sænskan þjálfara [Hans Backe] sem er góðvinur Lars og þekkir okkar styrkleika. Okkur finnst ekkert sérstaklega gaman að spila á móti sjálfum okkur,“ sagði miðvörðurinn öflugi. Tómas Þór Þórðarson tomas@365.is Undankeppni HM 2018: i-riðill Ísland - Finnland 3-2 Tyrkland - Úkraína 2-2 0-1 Andriy Yarmolenko (24.), 0-2 Artem Kravets (27.), 1-2 Ozan Tufan (45.), 2-2 Hakan Çalhanoglu (81.). Kósóvó - Króatía 0-6 0-1 Mario Mandzukic (6.), 0-2 Mandzukic (24.), 0-3 Mandzukic (35.), 0-4 Matej Mitro- vic (68.), 0-5 Perisic (85.), 0-6 Kalinic (90.). Nýjast Undankeppni HM 2018: D-riðill Austurríki - Wales 2-2 0-1 Joe Allen (22.), 1-1 Marko Arnauto- vic (28.), 1-2 Sjálfsmark (45.), 2-2 Marko Arnautovic (48.). Írland - Georgía 1-0 1-0 Séamus Coleman (56.) Moldóva - Serbía 0-3 0-1 Filip Kostic (20.), 0-2 Branislav Ivanovic (37.), 0-3 Dusan Tadic (59.). Stigin: Albanía 6, Spánn 4, Ítalía 4, Ísrael 3, Makedónía 0, Liechtenstein 0. Undankeppni HM 2018: G-riðill Ítalía - Spánn 1-1 0-1 Vitolo (55.), 1-1 De Rossi, víti (82.) Makedónía - Ísrael 1-2 Liechtenstein - Albanía 0-2 Stigin: Wales 4, Serbía 4, Austurríki 4, Írland 4, Georgía 0, Moldóva 0. Domino’s-deild karla Grindavík - Þór Þ. 73-71 Stigahæstir: Lewis Clinch Jr. 37, Ólafur Ólafsson 15/6 fráköst/6 stolnir, Þor- steinn Finnbogason 9/9 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 5 - Tobin Carberry 23/7 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 14, Ragnar Örn Bragason 13, Emil Karel Einarsson 8. ÍR - Snæfell 96-65 Stigahæstir: Matthew Hunter 30/8 frá- köst/6 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurðarson 14, Kristinn Marinósson 13, Vilhjálmur Theodór Jónsson 9, Hákon Örn Hjálmarsson 8, Hjalti Friðriksson 8/7 frá- köst - Sefton Barrett 27/14 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 14. olís-deild karla Grótta - ÍBV 18-26 Markahæstir: Finnur Ingi Stefánsson 5, Júlí- us Þórir Stefánsson 4, Þráinn Orri Jónsson 3, Aron Dagur Pálsson 2, Leonharð Þorgeir Harðarson 2 - Theodór Sigurbjörnsson 11, Sigurbergur Sveinsson 8, Kári Kristján Krist- jánsson 3, Grétar Þór Eyþórsson 2. Eyjamenn unnu þarna sinn þriðja sigur í síðustu fjórum leikjum og fóru með honum á topp Olís-deildar karla í handbolta. Efri Króatía 4 Ísland 4 Tyrkland 2 Neðri Úkraína 2 Finnland 1 Kósovó 1 Alfreð Finnbogason fagnar hér umdeildu sigurmarki sínu á móti Finnum á Laugardalsvellinum í gærkvöldi en við hlið hans er liðsfélagi hans, Ragnar Sigurðsson, sem gerði einnig tilkall til sigurmarksins. Alfreð fylgdi á eftir og er nú kominn með þrjú mörk í tveimur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni HM 2018. FRéTTABLAðIð/ANToN BRINK 7 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F Ö S t U D A G U r18 S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð sport 0 7 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D 6 -7 4 4 0 1 A D 6 -7 3 0 4 1 A D 6 -7 1 C 8 1 A D 6 -7 0 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.