Fréttablaðið - 07.10.2016, Side 18

Fréttablaðið - 07.10.2016, Side 18
Í dag 18.05 Njarðvík - Keflavík Sport 18.45 Holland - H.Rússland Sport 3 18.45 Lúxemborg - Svíþjóð Sport 2 18.45 Belgía - Bosnía Sport 4 19.50 KR - Tindastóll Sport 20.45 HM Markasyrpa Sport 2 21.00 Körfuboltakvöld Sport 18.00 Þór Ak. - Stjarnan Höllin Ak. 18.15 Njarðvík - Keflavík Njarðvík 20.00 Haukar-Skallagr. Ásvellir 20.05 KR - Tindastóll KR-hús Veislunni bjargað á ögurstundu Íslenska landsliðið í fótbolta vann mikilvægan heimasigur á Finnlandi, 3-2, á Laugardalsvellinum í gær- kvöldi eftir að lenda tvisvar undir. Strákarnir okkar sýndu að þeir geta unnið leiki á ýmsa vegu. Fótbolti Íslenska þjóðin er orðin svo góðu vön frá strákunum okkar í fótboltalandsliðinu að 10.000 áhorf- endur á Laugardalsvelli skildu í raun ekki hvað var í gangi þegar 89 mín- útur voru komnar á leikklukkuna og Ísland var að tapa, 2-1, fyrir Finnlandi eftir að lenda tvívegis undir. Íslenska liðið hefur verið svo öflugt undanfarin ár, sérstaklega á heima- velli, að kröfurnar eru orðnar miklar til liðsins. Þó ekkert meiri en strák- arnir gera til sjálfs sín. Það var ekki margt sem benti til ævintýralegs 3-2 heimasigurs og áframhaldandi fót- boltaveislu á Íslandi. Sumir voru meira að segja byrjaðir að hleypa úr partíblöðrunum. Strákarnir okkar fengu að bragða á sínu eigin meðali í gær. Þeir voru miklu stærra liðið sem átti að halda boltanum og vinna leikinn gegn Finnum sem eru nær 100. sæti á heimslistanum en 27. sæti þar sem Ísland situr. „Þeir eru með sænskan þjálfara [Hans Backe] sem er góðvinur Lars og þekkir okkar styrkleika. Okkur finnst ekkert sérstaklega gaman að spila á móti sjálfum okkur,“ sagði Kári Árnason, miðvörður Íslands, við íþróttadeild eftir leikinn í gærkvöldi. Kári hitti naglann á höfuðið. Þetta var eins og að horfa á Ísland spila við skuggann af sjálfu sér. Lið undir stjórn taktísks Svía sem er búinn að undirbúa liðið eins á fyrstu mánuðunum í starfi eins og Lars gerði með Ísland. Finnar þekktu sínar sterku hliðar, vörðust vel og nýttu einu tvö færin sem liðið fékk. Hljómar þetta ekki kunnuglega? Í gær þurftu strákarnir okkar að spila eins og stórir strákar og það tókst misvel. Liðið skapaði ekki mikið af færum en það sem skapað- ist vildi bara ekki detta. Það er fokið í flest skjól þegar Gylfi Þór Sigurðsson er byrjaður að brenna af vítaspyrn- um. Samt besti maður vallarins svo það komi fram. Margsinnis hefur íslenska liðið verið í stöðu Finnlands; með betra fótboltalið að hamra á sér á síðustu mínútunum. Munurinn er þó sá að Ísland nær alltaf úrslitum. Það gerðu okkar menn í gær. Þeir hafa unnið sigra með varnar- leik, taktík og stundum pakkað liðum saman með flottri spila- mennsku og skynsemi. En í gær var komið að því að sýna nýja hlið: Vinna leik á síðustu andartökunum; sýna kraft, vilja og gæði til að skora ekki bara eitt heldur tvö mörk í upp- bótartíma. Karakter er einfalda orðið til að nota yfir svona endurkomu en þetta voru gæði í bland við óbilandi sigurvilja. Spilamennskan var ekki fullkomin en þrjú mikilvæg stig í sarpinn. Það er styrkleikamerki góðra liða og veislan heldur áfram. ÍSL 3– 2 FIN 0-1 Teemu Pukki (20.), 1-1 Kári Árnason (37.), 1-2 Robin Lod (39.), 2-2 Alfreð Finnbogason (90.), 3-2 Alfreð Finnbogason (90.+4), Skot (á mark): 18 (12) – 4 (3) Horn: 6 – 0 Rangstöður: 5 – 2 Frammistaða íslands (4-4-2) Ögmundur Kristinsson 5 Birkir Már Sævarsson 4 (89. Theodór Elmar Bjarnason -) Kári Árnason 7 Ragnar Sigurðsson 6 Ari Freyr Skúlason 5 Birkir Bjarnason 5 * Gylfi Þór Sigurðsson 7 Aron Einar Gunnarsson 7 Jóhann Berg Guðmundsson 6 Björn Bergmann Sigurðarson 4 (75. Viðar Örn Kjartansson -) Alfreð Finnbogason 6 Maður leiksins Gylfi var besti maður vallarins eins og svo oft áður. Aðeins of margar hælspyrnur í fyrri hálfleik en gæðin óumdeild. Vítaspyrna í slá og skot í stöng. Menn verða ekki öllu óheppnari en það. Lagði upp seinna jöfnunar- markið með frábærri sendingu. visir.is Umsögn um alla leik- menn, umfjöllun og viðtöl má finna á íþróttavef Vísis. Alfreð eftir leik „Ég er ekki enn þá búinn að ná mér. Við tókum nokkrar sendingar inn í teiginn og vonuðum það besta,“ sagði Alfreð Finnbogason sem skoraði tvö mörk í blálokin. Seinna markið var afar umdeilt. „Þetta var bara eitthvað rugl sem var í gangi. Ég veit ekki hvernig síðasta markið fór inn, en dómar- inn dæmdi hann inni. Við tökum sigrinum fagnandi og förum að einbeita okkar að leiknum á sunnudaginn. Þetta var ótrúlegt.” Kári eftir leik „Ég held að þeir hafi átt tvö skot á markið í leiknum. Það var ekkert þannig að varnarleiknum. Auðvitað gátum við komið í veg fyrir þessi mörk, sérstaklega fyrra markið. Seinna markið var óheppni,“ sagði Kári Árnason eftir leikinn. „Þeir eru með sænskan þjálfara [Hans Backe] sem er góðvinur Lars og þekkir okkar styrkleika. Okkur finnst ekkert sérstaklega gaman að spila á móti sjálfum okkur,“ sagði miðvörðurinn öflugi. Tómas Þór Þórðarson tomas@365.is Undankeppni HM 2018: i-riðill Ísland - Finnland 3-2 Tyrkland - Úkraína 2-2 0-1 Andriy Yarmolenko (24.), 0-2 Artem Kravets (27.), 1-2 Ozan Tufan (45.), 2-2 Hakan Çalhanoglu (81.). Kósóvó - Króatía 0-6 0-1 Mario Mandzukic (6.), 0-2 Mandzukic (24.), 0-3 Mandzukic (35.), 0-4 Matej Mitro- vic (68.), 0-5 Perisic (85.), 0-6 Kalinic (90.). Nýjast Undankeppni HM 2018: D-riðill Austurríki - Wales 2-2 0-1 Joe Allen (22.), 1-1 Marko Arnauto- vic (28.), 1-2 Sjálfsmark (45.), 2-2 Marko Arnautovic (48.). Írland - Georgía 1-0 1-0 Séamus Coleman (56.) Moldóva - Serbía 0-3 0-1 Filip Kostic (20.), 0-2 Branislav Ivanovic (37.), 0-3 Dusan Tadic (59.). Stigin: Albanía 6, Spánn 4, Ítalía 4, Ísrael 3, Makedónía 0, Liechtenstein 0. Undankeppni HM 2018: G-riðill Ítalía - Spánn 1-1 0-1 Vitolo (55.), 1-1 De Rossi, víti (82.) Makedónía - Ísrael 1-2 Liechtenstein - Albanía 0-2 Stigin: Wales 4, Serbía 4, Austurríki 4, Írland 4, Georgía 0, Moldóva 0. Domino’s-deild karla Grindavík - Þór Þ. 73-71 Stigahæstir: Lewis Clinch Jr. 37, Ólafur Ólafsson 15/6 fráköst/6 stolnir, Þor- steinn Finnbogason 9/9 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 5 - Tobin Carberry 23/7 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 14, Ragnar Örn Bragason 13, Emil Karel Einarsson 8. ÍR - Snæfell 96-65 Stigahæstir: Matthew Hunter 30/8 frá- köst/6 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurðarson 14, Kristinn Marinósson 13, Vilhjálmur Theodór Jónsson 9, Hákon Örn Hjálmarsson 8, Hjalti Friðriksson 8/7 frá- köst - Sefton Barrett 27/14 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 14. olís-deild karla Grótta - ÍBV 18-26 Markahæstir: Finnur Ingi Stefánsson 5, Júlí- us Þórir Stefánsson 4, Þráinn Orri Jónsson 3, Aron Dagur Pálsson 2, Leonharð Þorgeir Harðarson 2 - Theodór Sigurbjörnsson 11, Sigurbergur Sveinsson 8, Kári Kristján Krist- jánsson 3, Grétar Þór Eyþórsson 2. Eyjamenn unnu þarna sinn þriðja sigur í síðustu fjórum leikjum og fóru með honum á topp Olís-deildar karla í handbolta. Efri Króatía 4 Ísland 4 Tyrkland 2 Neðri Úkraína 2 Finnland 1 Kósovó 1 Alfreð Finnbogason fagnar hér umdeildu sigurmarki sínu á móti Finnum á Laugardalsvellinum í gærkvöldi en við hlið hans er liðsfélagi hans, Ragnar Sigurðsson, sem gerði einnig tilkall til sigurmarksins. Alfreð fylgdi á eftir og er nú kominn með þrjú mörk í tveimur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni HM 2018. FRéTTABLAðIð/ANToN BRINK 7 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F Ö S t U D A G U r18 S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð sport 0 7 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D 6 -7 4 4 0 1 A D 6 -7 3 0 4 1 A D 6 -7 1 C 8 1 A D 6 -7 0 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.