Fréttablaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 6
Forsetinn fagnar stríðsafmæli Hosni Mubarak, forseti Egyptalands frá 1981 til 2011, heilsar stuðningsmönnum af svölum Maadi-sjúkra- hússins í Kaíró þar sem honum hefur verið haldið frá því hann var dæmdur fyrir spillingu 2011. Hann var hylltur á 43 ára afmæli Jom Kippúr-stríðsins við Ísrael. Í því var Mubarak yfir flugher Egypta. Nordicphotos/AFp Samfélag  Aldrei hafa jafn margir Íslendingar greitt meðlag ef miðað er við 1. janúar síðastliðinn. Alls voru 11.725 einstaklingar meðlagsskyldir í upphafi árs. Aðeins rétt rúmlega fimm prósent meðlagsgreiðenda eru konur, eða 687 talsins. 11.308 karlar eru meðlags- skyldir hér á landi. „Maður sér þetta á mörgum stöð- um í tölum Tryggingastofnunar til dæmis,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra. „Það kemur mjög skýrt fram að konur með börn eru í meiri- hluta þeirra sem fá fátæktaraðstoð og að konur eru líklegri til að vera öryrkj- ar en karlar. Það er eitthvað í kerfinu sem við þurfum að skoða mun betur.“ Forsjármálum hefur fjölgað mikið undanfarið hjá dómstólunum og segir Dagný Rut Haraldsdóttir, lögfræðing- ur hjá Félagi einstæðra foreldra, dóm- stóla vera að drukkna í forsjármálum milli foreldra. „Við höfum bent á að það þurfi að efla svokallaða sátta- miðlun og erum að fara af stað með það verkefni,“ segir Dagný Rut. „Með því gæti verið unnt að draga úr álagi á dómskerfið, málum sem margir hverjir vilja leysa utan dómstólanna með örlítilli aðstoð.“ Fram kemur í gögnum Innheimtu- stofnunar sveitarfélaga, sem sér um innheimtu meðlagskrafna, að yngsti meðlagsskyldi einstaklingurinn er 17 ára barn. Sá elsti sem greiðir meðlag í dag er hins vegar níræður, fæddur árið 1926. Að sögn Braga Axelssonar, lögfræðings Innheimtustofnunar, eru börn ekki rukkuð um meðlag fyrr en þau ná 18 ára aldri og fá þau aðstoð og ráðleggingar með forráðamönnum um hvernig sé best að haga málum. Kristín segir þessa sterku stöðu konunnar í tölunum kannski ekki endurspegla allan sannleikann þar sem barn getur enn ekki haft tvö lög- heimili. Því fari lögheimilið oft til móður. „Þetta var hugsað sem stuðningur við fátækar mæður í upphafi. Fram til ársins 1920 var það þannig að ef feður viðurkenndu óskilgetið barn öðluð- ust þeir allan rétt án þess að móðirin hefði nokkuð um það að segja. Þessi sterka staðar móður kostaði því mikla baráttu,“ segir Kristín. „Við skulum ekki gleyma að hagsmunir barnsins eiga að vera í fyrirrúmi en ekki réttur feðra eða mæðra. Þetta á að vera spurning um hvar barninu líður best.“ sveinn@frettabladid.is Fimm prósent þeirra er borga meðlag eru konur Elsti meðlagsgreiðandi landsins er níræður. Einnig er barn meðlagsskylt samkvæmt gögnum Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Karlar eru 95 prósent þeirra sem greiða meðlag. Jafnréttisstýra segir sterka stöðu kvenna hafa kostað mikla baráttu. 11.725 meðlagsskyldir einstaklingar 1. janúar 2016. 17 ára. Yngsti meðlagsskyldi einstaklingurinn. 90 ára. Elsti meðlagsskyldi einstaklingurinn. Við skulum ekki gleyma að hags- munir barnsins eiga að vera í fyrirrúmi en ekki réttur feðra eða mæðra. Þetta á að vera spurning um hvar barninu líður best. Kristín Ástgeirs- dóttir jafnréttis- stýra 7 . o k t ó b e r 2 0 1 6 f Ö S t U D a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð Skelltu þér í sólina um jólin með fjölskyldunni, makanum eða vinum. Jólaferðir til Gran Canaria hafa verið afar vinsælar síðustu ár enda frábært að njóta sólarinnar þar ytra yfir hátíðina. Heimsferðir bjóða úrval gistingar á frábærum kjörum en Gran Canaria eru einn alvinsælasti áfangastaður Evrópubúa yfir veturinn, enda er þar að finna eitt besta loftslag í heimi, milt og gott veður með jöfnu hitastigi árið um kring. Á Gran Canaria eyjunni er að jafnaði 20-25 stiga hiti á daginn. Frá kr. 145.390 m/ekkert fæði innif. Netverð á mann frá kr. 135.595 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 153.795 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 20. desember í 13 nætur. Frá kr. 184.665 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 181.830 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herb. Netverð á mann frá kr. 202.535 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 22. desember í 10 nætur. Frá kr. 125.330 m/morgunmat innif. Netverð á mann frá kr. 125.330 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í stúdíó. Netverð á mann frá kr. 141.595 m.v. 2 fullorðna í stúdíói. 22. desember í 10 nætur. Don Diego Barcelo Margaritas Aparthotel Green Field Frá kr. 177.345 m/morgunmat innif. Netverð á mann frá kr. 177.345 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herb. Netverð á mann frá kr.206.995 m.v. 2 fullorðna í herb. 20. desember í 13 nætur. IFA Buenaventura Nýr gistivalkostur! Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 77 42 8 GRAN CANARIA Frá kr. 125.330 m/morgunmat innifalinnFá sæti laus! 20. des. Aukaferð 22. des. Um jólin til 0 7 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D 6 -7 E 2 0 1 A D 6 -7 C E 4 1 A D 6 -7 B A 8 1 A D 6 -7 A 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.