Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.10.2016, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 07.10.2016, Qupperneq 26
Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UmSjónarmaðUr aUglýSinga Jóhann Waage| johannwaage@365.is | s. 512-5439 ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson Veffang visir.is Skilaboðin frá lang- ömmu í móðurlegg eru í heiðri höfð í fjölskyld- unni, að á jólunum skal nota smjör í bakstur. gæðin og nautnin bæði við að búa til mat og njóta hans fylgir mér og kristallast í jólahefð- unum. Eva Þórdís Ebenezersdóttir eva Þórdís ebenezersdótt- ir þjóðfræð- ingur heldur jólahefðir fjölskyldunnar í heiðri. Hún er reyndar hætt að borða sykur sem mun þýða breytingar um næstu jól. Á jólahlað- borðum reynir hún að smakka eitthvað sem hún býr ekki til sjálf. mynd/gVa „Ég er mikil aðventumanneskja, sérstaklega þegar kemur að jóla- hefðum. Ég áttaði mig á því í þjóðfræðináminu hvað ég er með mikla þjóðfræði í kringum mig, sérstaklega þegar kemur að mat og matargerð,“ segir Eva Þórdís Ebenezersdóttir, matgæðingur og jólabarn með meiru. „Ég er alin upp af mikilli matar fjölskyldu og við miklar matarhefðir og ástríðu fyrir mat. Móðuramma mín var húsmæðra- skólagengin en hefði farið í list- eða hönnunarám hefði það stað- ið til boða. Hún fékk útrás fyrir listhneigð sína í matargerð, smur- brauðstertur urðu listaverk og dýrindis marsípanrósir urðu til í höndum hennar. Skilaboðin frá langömmu í móðurlegg eru í heiðri höfð í fjölskyldunni, að á jólunun skal nota smjör í bakstur. Gæðin og nautnin bæði við að búa til mat og njóta hans fylgir mér og krist- allast í jólahefðunum. Þessi gald- ur að búa til eitthvað sem bara er gert einu sinni á ári og að njóta þess.“ Komandi jól gætu þó orðið með öðru sniði hjá Evu en hún er hætt að borða glúten og sykur. nýtir hlaðborðin til að smakka nýtt eva Þórdís ebenezersdóttir þjóðfræðingur er forfallið jólabarn í hjarta sínu. Hún tekur bakstur og matarhefðir um jól afar hátíðlega þó að fram undan séu hennar fyrstu sykur- og glútenlausu jól. Hún segir kjörið að nota jólahlaðborð í tilraunastarfsemi. ragnheiður tryggvadóttir heida@365.is Sykurlaus jól? „Ég tók út allt glúten um síðustu áramót, í mars hætti maðurinn minn að borða sykur og svo ég í framhaldinu. Þegar kemur að næstu jólum höfum við því verið sykur- og glútenlaus um nokkurt skeið og hvernig ætla ég þá að haga mér með allar mikilvægu jólahefðirnar mínar?“ segir Eva og hlær. „En ég hef reyndar engar áhyggjur. Mér finnst gaman að baka og fæ mikið „kikk“ út úr því að baka fyrir aðra. Ég ætla að baka hnoðaða krydd-randalínu með smjörkremi og sultu, eins og mamma og amma gerðu hana og ekki séns að ég fari að gera hana glútenlausa! Nú hef ég verið að gera sykurlausar uppskriftir að konfekti og marsípani fyrir sjálfa mig og það er vel hægt að búa til jól án sykurs. Meira að segja rauð- kálið er hægt að gera án sykurs og hægt að steikja glútenlaust laufa- brauð.“ Tilraunastarfsemi á jólahlaðborðum En hvað gerir sykur- og glútenlaus manneskja á jólahlaðborði? „Það er svo mikið í boði að ég get auðveldlega sneitt hjá því. Reyndar hafði ég alltaf ákveðn- ar reglur á hlaðborðum áður en ég tók þetta út. Ég ákvað fyrir löngu að af því jólahlaðborð er eitthvað sem maður fer á sjaldan, að vera ekkert að borða hangikjöt og rauð- kál og brúnaðar kartöflur, sem ég elda sjálf heima, heldur nýta tæki- færið og smakka alls konar rétti sem ég geri ekki sjálf. Ég smakk- aði til dæmis alvöru kavíar á jóla- hlaðborði sem ég hef aldrei smakk- að áður. Mér finnst upplagt að nota hlaðborðin í tilraunastarfsemi.“ Velkomin á í hjarta Reykjavíkur STÓRGLÆSILEGT JÓLAHLAÐBORÐ Bókaðu strax í síma 552 3030 föstudagur 18. laugardagur 19. föstudagur 25. laugardagur 26. föstudagur 2. laugardagur 3. föstudagur 9. laugardagur 10. Desember Nóvember Matti Matt og Pétur Örn verða jólagestir á Restaurant Reykjavík á aðventunni. Þeir munu laða fram einstaka stemningu með ljúfum tónum og glæða húsið notalegheitum og skemmtilegum hátíðaranda. RR-jól-255x200.indd 1 20.9.2016 16:15 jólaHlaðborð Kynningarblað 7. október 20162 0 7 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D 6 -8 3 1 0 1 A D 6 -8 1 D 4 1 A D 6 -8 0 9 8 1 A D 6 -7 F 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.