Fréttablaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 27
Starfsmenn Kjötkompanís græja glæsilegar veislur fyrir stærri sem smærri hópa. MYNDIR/BINNI Wellington nautalundin frá Kjötkompaníinu er klár beint í ofninn, það er búið að forsteikja hana og pakka í smjördeig með duxell-fyllingu og eðalskinku. Hægt er að panta gómsæta deserta sérstaklega með öllum matseðlum. Jólahlaðborðin frá Kjötkompaníinu hafa verið afar vinsæl hjá hópum sem hittast í heimahúsum og vilja halda flotta veislu án fyrirhafnar. Fyrir þessi jólin verður boðið upp á þá nýjung hjá Kjötkompaníinu að vera með matseðil með jólasmáréttum í léttum dúr „Í smáréttunum erum við svolítið að leika okkur, meðal annars með danska smörrebrauðið og setjum það í smá „fusion“ búning,“ segir Jón Örn. Kjötkompaní er sælkeraversl- un í Hafnarfirði sem hefur verið starfrækt í rúm sjö ár, verslunin býður upp á fyrsta flokks hráefni í kjöti og meðlæti, ásamt heildar- lausnum fyrir veisluna. „Við erum með breitt úrval af sósum, súpum og desertum ásamt öðru meðlæti og leggjum mikið upp úr því að framleiða þær vörur sem við seljum sjálf. Eins og und- anfarin ár bjóðum við upp á hin geysivinsælu jólahlaðborð fyrir stóra og smáa hópa. Við höfum verið með jólahlaðborðin frá því við opnuðum, en fyrir um tveim- ur árum fórum við að bjóða upp á tilbúin hlaðborð sem sótt eru í verslunina fyrir smærri hópa, minnst tíu manns, og það hefur algjörlega slegið í gegn,“ segir Jón Örn Stefánsson, eigandi versl- unarinnar. Jólasmáréttirnir vinsælir Hægt er að velja á milli fjögurra mismunandi matseðla hjá Kjöt- kompaníi. „Við erum með allt frá því að hafa þetta einfalt, eingöngu aðalrétt og meðlæti, til heilu hlað- borðanna með forréttum, aðalrétt- um, og svo erum við með nokkr- ar týpur af desertum sem hefur verið vinsælt að bæta við.“ Fyrir þessi jólin verður boðið upp á þá nýjung hjá Kjötkompaní að vera með matseðil með jóla- smáréttum í léttum dúr. „Þarna erum við svolítið að leika okkur, meðal annars með danska smörre- brauðið og setjum það í smá „fu- sion“ búning, það er mjög gaman að brjóta hlutina aðeins upp,“ segir Jón Örn brosandi og bætir við að jólasmáréttirnir séu skemmtileg lausn fyrir þá sem vilja létt yfir- bragð yfir matnum eða geta ekki verið með sitjandi borðhald. Allt klárt Jólahlaðborðin frá Kjötkompaníi hafa verið afar vinsæl hjá hópum sem hafa verið að hittast í heima- húsum og viljað halda flotta veislu án fyrirhafnar. „Þá er fyrirkomu- lagið þannig að veislan er tilbú- in að öllu leyti, það þarf bara að sækja kræsingarnar í Kjötkomp- aní á þeim tíma sem óskað er. Það er allt innifalið í þessum pakka og allt sem á að vera heitt eins og kartöflur, steikin, sósan og fleira er afgreitt í frauðkassa sem held- ur matnum heitum. Þannig að það eina sem þarf að gera er að koma veitingunum á borðið og sósu í skál og skera steikina, annað er klárt.“ Gómsæta jólasteikin Auk þess að bjóða upp á ljúffeng jólahlaðborð býður Kjötkompaní að sjálfsögðu upp á jólasteikina. „Wellington-nautalundin okkar er það alvinsælasta sem við bjóð- um upp á um jólin. Steikin er klár beint í ofninn, það er búið að for- steikja hana og pakka í smjördeig með duxell-fyllingu og eðalskinku. Það þarf aðeins að pensla hana með eggjarauðum áður en hún fer í ofninn,“ lýsir Jón Örn. Á www.kjotkompani.is er hægt að kynna sér matseðla, senda inn pantanir og fá allar nánari upplýs- ingar ásamt því að skoða eldunar- leiðbeiningar á vídeó-formi. Jólasmáréttirnir eru skemmtileg lausn fyrir þá sem vilja létt yfir- bragð yfir matnum. Smárréttirnir eru girnilegir. Fjölbreyttir kjötréttir eru á matseðlum Kjöt- kompanísins. Ljúffengur matur án fyrirhafnar Jólahlaðborðin frá Kjötkompaníi hafa verið vinsæl hjá stærri og smærri hópum sem vilja halda flotta veislu án fyrirhafnar. Þú bara velur matseðil og sækir svo veisluna algerlega tilbúna. Auðvitað má líka fá jólasteikina þar, en Wellington-nautalundin er sívinsæl sem slík. Kynningarblað HeItI Á SéRBLaðI 7. október 2016 3 0 7 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A D 6 -7 4 4 0 1 A D 6 -7 3 0 4 1 A D 6 -7 1 C 8 1 A D 6 -7 0 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.