Fréttablaðið - 07.10.2016, Side 28

Fréttablaðið - 07.10.2016, Side 28
Sólveig Gísladóttir solveig@365.is „Sýningin Þjónn í súpunni á sér langa sögu. Hún var samin af Eddu Björgvinsdóttur og Maríu Sigurðar­ dóttur og sett upp í fyrsta sinn í Iðnó árið 1998 við frábærar undirtektir. Í þessari uppfærslu voru leikarar á borð við Stefán Karl, Bessa Bjarna­ son og Margréti Vilhjálmsdóttur,“ upplýsir Viktor sem tók fyrst þátt í uppfærslu á leikritinu árið 2009 þegar Þjónn í súpunni var endur­ vakinn á veitingastaðnum Friðrik V. á Akureyri. Viktor segir sýninguna taka breytingum eftir því hvaða leikar­ ar eru með hverju sinni auk þess sem staðsetningin hafi vissulega áhrif líka. „Nýjar hugmyndir vakna og hvert rými kallar á mismunandi útfærslur.“ Þannig var það einnig þegar ákveðið var síðastliðið haust að setja upp sýninguna enn á ný en nú í samstarfi við Hernámssetrið á Hlöðum á Hvalfjarðaströnd, og í þetta sinn í tengslum við jólahlað­ borð. „Við vorum með tvö leikara­ teymi en ásamt mér tóku þátt þau Edda Björgvinsdóttir, Lilja Guðrún Þórhallsdóttir, Kjartan Guðjóns­ son, Jana María Guðmundsdótt­ ir, Jónmundur Grétarsson, Hjalti Rúnar Jónsson, Aðalbjörg Árnadótt­ ir, Björn Ingi Hilmarsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir.“ Langflestir þessara leikara höfðu áður tekið þátt í þessari sýningu og þekktu því vel til. „Undirbúningur­ inn gekk því hratt fyrir sig en svo er þessi sýning líka þannig að maður verður bara að kýla á hana. Hún er enda aldrei alveg eins.“ „Í sýningunni eru yfirleitt fjór­ ir til sex leikaraþjónar sem fá síðan aðstoð frá alvöru þjónum sem sjá til þess að það fari ekki allt í vitleysu,“ segir Viktor glettinn. „Í þetta sinn þurftum við leikararnir þó lítið að þjóna til borðs enda var þetta hlað­ borð. Við tókum þó stundum niður drykkjarpöntun en þær fóru nú oft fyrir ofan garð og neðan, drykkirn­ ir komu seint eða aldrei,“ segir hann og hlær. Viktor segir jólahlaðborðinu hafa verið mjög vel tekið en sýningarnar voru um tíu eða tólf talsins. „Fólk kom úr nærsveitum og nágranna­ bæjum en svo komu líka stórir hópar, bæði vinnuhópar og vinahóp­ ar, í rútum frá Reykjavík.“ Viktor segir oft hafa verið ævin­ týralegt fyrir bæði leikara og gesti að komast á staðinn í verstu vetrar­ veðrunum. „Stundum varð seink­ un á sýningum vegna ófærðar og ég man sérstaklega eftir einu laugar­ dagskvöldi. Við sátum og fylgdumst stöðugt með vef Vegagerðarinnar því Kjalarnesið var lokað. Svo þegar Gaui litli, umsjónarmaður Hernáms­ etursins, hringdi og sagði að búið væri að opna, brunuðum við af stað upp eftir. Sýningunni seinkaði um klukkutíma en það kom ekki að sök enda voru gestirnir seinir líka,“ lýsir Viktor en telur að oft hafi þessi jóla­ hlaðborð verið þau sem endað hafi með hvað mesta stuðinu. Þjónn í súpunni verður í pásu þessi jólin en jólahlaðborð verða þó áfram í Hernámssetrinu. Borgar­ dætur sjá um stuðið í nóvember og svo verður boðið upp á eitthvað óvænt á aðventunni. Þjónar í súpu klúðruðu pöntunum Þó að flest jólahlaðborð séu af hefðbundnu tagi er stundum hægt að finna jólahlaðborð með óvæntum vinkli. Eitt slíkt fór fram í fyrra í Hernámssetrinu á Hlöðum á Hvalfjarðaströnd. Þar var jólahlaðborðinu blandað saman við hið skemmtilega leikrit Þjónn í súpunni. Viktor Már Bjarnason var einn leikaranna. Viktor Már á góðri stundu með samþjónum sínum.Jólahlaðborði með leiklistarívafi var vel tekið af gestum Hernámssetursins. Upplýsingar og pantanir í síma 483 4700 | booking@hotelork.is | www.hotelork.is Glæsilegt jólahlaðborð með gistingu í tvíbýli: 35.700 kr. Innifalið: gisting, jólahlaðborð og morgunverðarhlaðborð fyrir tvo. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 16 43 73 Jólastemningin á Hótel Örk Jólahlaðborð án gistingar: 9.500 kr. á mann. Dagsetningar: 26. nóvember 2. desember 3. desember 10. desember Gómsætur hátíðarmatur og einstök jólastemning. Bassadætur & co flytja lifandi tónlist yfir borðhaldi, en að því loknu leikur hljómsveitin Halogen fyrir dansi. Dansleikur að loknu borðhaldi Njóttu kvöldsins með samstarfsfólki, vinahópnum eða fjölskyldunni í hlýlegu umhverfi. JólaHlaðBorð Kynningarblað 7. október 20164 0 7 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D 6 -6 F 5 0 1 A D 6 -6 E 1 4 1 A D 6 -6 C D 8 1 A D 6 -6 B 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.