Fréttablaðið - 07.10.2016, Síða 34

Fréttablaðið - 07.10.2016, Síða 34
Elín Albertsdóttir elin@365.is Námskeiðið sem nefnist Er líf eftir skilnað? er ætlað öllum þeim sem gengið hafa í gegn­ um hjónaskilnað fyrr eða síðar og vilja vinna úr sárum sínum. „Svo sannarlega er líf eftir skiln­ að,“ svarar Anna Sigríður þegar hún er spurð um námskeiðið. „Hins vegar getur verið erfitt fyrir suma að öðlast það aftur. Margir eru mjög lengi að jafna sig eftir skilnað ef þeir gera það einhvern tíma. Hvernig skilnað ber að getur skipt máli og hversu langt sambandið hefur verið. Eftir mjög langt hjónaband getur verið flókið að halda utan um líf sitt án maka,“ segir hún. Sátt með preSti Anna Sigríður gekk sjálf í gegnum skilnað fyrir 30 árum. „Ég þurfti að fara til prests til að fá sátta­ vottorð og mér fannst ég svolít­ ið tóm þar á eftir. Það var engin eftirfylgni. Þegar ég varð sjálf prestur fór ég að skoða þetta og komst að því að þetta sáttavott­ orð er í raun arfur frá gömlum barnaverndarlögum. Þess var vænst að presturinn væri í góðu sambandi við báða foreldra ef eitthvað kæmi upp á með börnin. Þess vegna þurfa hjón ekki sátta­ vottorð ef börnin eru komin á lög­ aldur. Um tíma vann ég hjá Fjöl­ skylduþjónustu kirkjunnar og þá fékk ég tækifæri til að leggja drög að þessu skilnaðarnámskeiði og eftirfylgni til að fólk gæti fært líf sitt í betra horf. Fyrstu skilnaðar­ námskeiðin hélt ég í Grafarvogs­ kirkju. Þessi námskeið hafa alltaf verið vel sótt, jafnt af körlum og konum,“ útskýrir Anna Sigríður. Vanlíðan og Sorg „Námskeiðið byggi ég á amerískri bók sem heitir The Good Divorce. Ég fer í gegnum skilnaðarferlið, því að þótt skilnað geti borið að brátt þá er oftast ferill á bak við hvern skilnað. Oft er það aðeins annar aðilinn sem er að fara í gegn um skilnaðarhugsanir án þess að hinn aðilinn hafi hugmynd um. Skilnaði fylgir vanlíðan, vonbrigði, erfið­ leikar, sorg og tilfinningaflækjur. Því er mikilvægt að endurmeta líf sitt og vinna úr erfiðum tilfinning­ um. Það gerum við á þessu nám­ skeiði. Við byrjum á fyrirlestri en við það opnast á samræður. Síðan er eftirfylgni í þrjár vikur eftir námskeiðið,“ segir Anna Sigríður. Vilja ekki hittaSt Þegar hún er spurð hvort fólk ætti að koma fljótt eftir skilnað, svar­ ar hún því neitandi. „Það er eigin­ lega betra að vera aðeins búinn að fóta sig eftir skilnað. Ég hef fengið konu á námskeið nokkrum áratugum eftir skilnað. Börnin hennar fóru fram á að hún færi á námskeið og tæki líf sitt til endur­ skoðunar. Þessi kona hafði aldrei jafnað sig eftir skilnaðinn og það litaði öll samskipti í fjölskyldunni. Ég þekki það vel sem prestur að fullorðin skilnaðarbörn eru oft að færa til viðburði í lífi sínu vegna þess að foreldrarnir vilja ekki hitt­ ast. Það er staðreynd sem er mjög algeng. Það þarf hins vegar ekki að vera þannig,“ segir Anna Sig­ ríður og bætir við að þegar fólk opni sig um skilnaðinn sleppi það gjarnan taki á reiðinni. „Það er mjög vont að lifa í skugga skilnað­ ar í áratugi. Fólk getur ekki notið lífsins ef það heldur fast í erfiðar tilfinningar.“ Anna Sigríður var sóknarprest­ ur í Dómkirkjunni en hætti þegar hún náði 67 ára aldri fyrir tveim­ ur árum. Hún er þó ekki tilbúin að hætta að vinna og setjast í helgan stein. „Ég hef fullt starfsþrek og sé enga ástæðu til þess,“ segir hún. „Ég veit ég get hjálpað fólki og hef séð að þessi námskeið skila mikl­ um árangri,“ segir hún. Námskeið­ ið er á morgun hjá Lausnum og hægt að forvitnast um það og skrá sig á heimasíðunni www.lausnir.is. Vont að lifa í Skugga Skilnaðar Anna Sigríður Pálsdóttir prestur á að baki langan og farsælan feril sem ráðgjafi. Hún hefur haldið vinsæl meðvirkninámskeið í Skálholti. Anna Sigríður starfar núna hjá Lausnum og heldur meðal annars úti sérsniðnu námskeiði fyrir fólk sem hefur gengið í gegnum skilnað. „Fólk getur ekki notið lífsins ef það heldur í erfiðar tilfinningar.“ Anna Sigríður Pálsdóttir, prestur og ráðgjafi, aðstoðar fólk eftir skilnað við að eignast nýtt og betra líf. Annaðhvort elska menn kvik­ myndir Woody Allen eða hata. Nýj­ ustu myndinni, Café Society, hefur þó verið vel tekið, enda þykir hún bæði rómantísk og hlý. Myndin gerist á blómatíma í Hollywood, á gullöld djassins. Ungur maður, Bobby, flytur frá heimili sínu í New York til auðugs frænda í Hollywood. Bobby fær að upplifa ást, glamúr og gullaldarlíf kvikmynda­ borginnar. Myndin var frumsýnd í Cannes í maí. Hún er sögð hafa góðan söguþráð og aðalleikarar, Jesse Eisenberg og Krist­ en Stewart, eiga góðan leik. Flest­ ar myndir Woody Allen á undan­ förnum árum hafa vakið at­ hygli. Þótt Allen sé orðinn áttræð­ ur segist hann hvergi vera hætt­ ur. „Mér finnst ótrúlegt að ég sé kom­ inn á þennan aldur. Ég er þó farinn að heyra illa og er með heyrnartæki,“ segir hann. „Ég hef ákveðið að búa til kvik­ myndir meðan ég stend í lappirn­ ar. Faðir minn varð meira en 100 ára og mamma náði næstum 100 árum,“ segir hann. „Ég hugsaði þessa mynd sem rómantíska fjölskyldusögu,“ segir höfundurinn en í bíó­ myndinni er setning sem segir að lífið sé kóm edía. „Þetta er saga um fram­ hjáhald, svik , glæpa menn, misnotk­ un og róm­ antík. Þótt sagan eigi að skemmta áhorfandan­ um er líka sorglegur undirtónn í henni.“ rómantík hjá Woody allen Úr kvikmyndinni Café Society eftir Woody Allen. Woody Allen er orðinn áttræður en hvergi hættur að gera kvikmyndir. 7 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F Ö S t U D A G U r8 F ó l k ∙ k y n n i n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S t í l l 0 7 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A D 6 -9 B C 0 1 A D 6 -9 A 8 4 1 A D 6 -9 9 4 8 1 A D 6 -9 8 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.