Fréttablaðið - 07.10.2016, Síða 40

Fréttablaðið - 07.10.2016, Síða 40
Merkisatburðir 1342 Pierre Roger varð Klemens 6. páfi í Avignon. 1346 Orrustan við Nevilles Cross í Skotlandi. Englendingar hand- tóku Davíð 2. Skotakonung og höfðu hann í haldi í 11 ár. 1391 Birgitta Birgisdóttir var tekin í dýrlingatölu. 1571 Orrustan við Lepanto var háð. 1684 Hotta Masatoshi, aðalráðgjafi Tokugawa Tsunayoshi, herstjóra í Japan, var myrtur. 1828 Konungur gaf út úrskurð um það að kirkjudyr skyldu opnast út. 1879 Þýskaland gerði hernaðarbandalag við Austurríki-Ungverja- land. 1893 Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan var stofnað. 1920 Konur fengu að útskrifast með fullar prófgráður frá Oxford- háskóla. 1944 Bandamenn sprengdu John Frost-brúna í Arnhem í loft upp. 1949 Austur-Þýskaland var stofnað. 1954 Minjasafn Reykjavíkur var stofnað. Síðar var því skipt í Árbæjarsafn og Borgarskjalasafn. 1989 Í Reykjavík var opnuð sýning í tilefni af 150 ára afmæli ljós- myndunar. Á sýningunni var meðal annars mynd af Rannveigu Hallgrímsdóttur, en hún var systir Jónasar skálds. 1992 Tekin voru í notkun flóðljós á Laugardalsvelli í Reykjavík. 2001 Bandaríkin hófu árás á Afganistan. 2008 Bankahrunið á Íslandi: Íslenska fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur Landsbanka Íslands. 2008 Bankahrunið á Íslandi: Davíð Oddsson kom fram í Kastljósi og sagði: „við ætlum ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna.“ Í ár er kynnt til sögunnar nýjung sem margir hafa kallað eftir, en það eru heimsóknir þar sem vanir rithöf- undar leiða nemendur inn í ævintýra- heim skapandi skrifa í ritsmiðjunum. Við erum að fagna því að bókmennta- verkefnið Skáld í skólum hóf göngu sína haustið 2006 og er því tíu ára í ár,“ segir Davíð Stefánsson, rithöfundur og verkefnastjóri Skálda í skólum, spurður út í verkefnið sem fagnar tíu ára afmæli í ár, með nýjum og enn betri áherslum sem henta grunnskólabörnum landsins.   „Þetta hefur gengið virkilega vel, en ástæðan er sú, að fjöldi skóla sér mikil- vægi þess að fá okkur í heimsókn, við kynnum bókmenntir fyrir nemendum, sýnum þeim að venjulegt fólk skrifi bækur og hvetjum þau til fjölbreyttra skrifa,“ segir Davíð. Á þeim áratug sem liðinn er hefur verkefnið Skáld í skólum vaxið og dafnað og þegar hafa yfir fimmtíu mismunandi dagskrár orðið til innan vébanda verk- efnisins og í ár er afar fjölbreytt dagskrá í boði. „Við bjóðum upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá í ár. Við ætlum að skoða Má allt í ævintýraheimi með Jónu Valborgu Árnadóttur og Berg rúnu Írisi Sævarsdóttur, Skrópað í skóla lífsins með Aðalsteini Ásberg og Svavari Knúti og Gamandrama fyrir leiksvið og bíó með Óskari Jónassyni og Kristjáni Þórði Hrafnssyni,“ segir Davíð. Þegar Skáld í skólum hóf göngu sína árið 2006 tóku grunnskólar landsins verkefninu opnum örmum. Skáld í skólum bauð upp á margt nýstárlegt þar sem ólíkum höfundum er teflt saman og dagskráin sem í boði hefur verið úr ýmsum áttum. „Við bjóðum upp á þrjár mismundi ritsmiðjur í þetta skipti en það mun vera Leikurinn er lykillinn, eftir mig, Veiðum hugmyndir, með Hildi Knútsdóttur, og Snilldin römmuð inn, með Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur,“ segir hann og bætir við að skólar geti valið um það hvort höfund- arnir hitti nemendur einu sinni, tvisvar eða þrisvar sinnum í ritsmiðjum og bjóð- ast þær nemendum á öllum skólastigum. Skráningu  Skálda í skólum lýkur í þessari viku, en hvar er hægt að skrá sinn skóla til leiks? „Það er verið að loka fyrir skráningu en frekari upplýsingar um verkefnið er hægt að fá með því að senda póst á tinna@rsi.is og á vefsíðu rsi.is,“ segir Davíð að lokum. gudrunjona@frettabladid.is Verkefnið hefur vaxið Skáld í skólum á tíu ára afmæli í ár, verkefnið hefur notið mikilla vinsælda síðan það hóf göngu sína. Davíð Stefánsson rithöfundur, segir verkefnið hafa góð áhrif á nemendur. Davíð Stefánsson rithöfundur er verkefnisstjóri Skálda í skólum í ár. Fréttablaðið/anton. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ólafur Haukur Baldvinsson Sólgarði, Fnjóskadal, lést á Kristnesspítala 4. október. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 13. október kl. 13.30. Jarðsett verður í Hálskirkjugarði. Sigrún Jónsdóttir Sólrún María Ólafsdóttir Qussay Odeh Hafdís Ólafsdóttir Jóhann Hansen Dagný Ólafsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu minningu Þóris Pálssonar Roff virðingu og okkur aðstandendum samúð við andlát hans. Ásthildur, Addý, María Alva, systkini, tengdabörn og barnabörn. Ástkær bróðir minn og frændi okkar, Þorbjörn Bjarnason kennari, Álftamýri 48, frá Lyngholti, Hrútafirði, andaðist mánudaginn 3. október sl. Útför hans fer fram fimmtudaginn 13. október kl. 13.00 frá Háteigskirkju. Hann verður jarðsettur á Prestbakka í Hrútafirði. Þorsteinn Bjarnason Ástríður Ingibjörg Hannesdóttir Helga Hannesdóttir Bjarndís Hannesdóttir Gunnlaug Hannesdóttir Anna Kristín Hannesdóttir og fjölskyldur. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún M. Hafsteinsdóttir Granaskjóli 6, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 4. október. Jarðarförin auglýst síðar. Jóhannes Kr. Jónsson, Bára Jóhannesd. Guðrúnard. Guðmann S. Magnússon Guðjón Jóhannesson Guðmunda Ásgeirsdóttir Albert Jóhannesson Jóhanna Tryggvadóttir barnabörn og barnabarnabarn. Eiginkona mín, móðir okkar og amma, Dagný Ólafía Gísladóttir Rauðhömrum 12, 112 Reykjavík (síðast í Sóltúni), er látin. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 19. október nk. kl. 13.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ragnar Tómasson Ragna Þóra Ragnarsdóttir Dagný Ó. Ragnarsdóttir Arnar Ragnarsson Ellý Tómasdóttir Ragnar Tómasson yngri Rúna Tómasdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Valdís Gróa Geirarðsdóttir Lækjasmára 4, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. október klukkan 15.00. Þorgeir Lúðvíksson Lúðvík Þorgeirsson Sædís Austan Gunnarsd. Kristín Anna Þorgeirsdóttir Örn Arnarsson Björgvin Þór Þorgeirsson Guðrún Jónsdóttir og barnabörn. Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, Þorbjörg Bergsteinsdóttir (Tobba) frá Ási, lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju, Egilsstöðum, mánudaginn 3. október. Útför auglýst síðar. Þorbjörn Bergsteinsson Jón Bergsteinsson Birna Stefánsdóttir Ásta Magnúsdóttir systkinabörn og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ingibjörg Þórðardóttir Laugarnesvegi 55, Reykjavík, lést 4. október síðastliðinn. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju, miðvikudaginn 12. október klukkan 13. Snæbjörn Sveinsson Margrét Snæbjörnsdóttir Axel Sigurjónsson Helga Snæbjörnsdóttir Stefán Eiríksson Gísli Þórmar Snæbjörnsson Íris Þórarinsdóttir Hrafnhildur Inga, Snærós, Snæbjörn, Hrafnkell, Sóley, Þorsteinn, Þórarinn, Ingi, Egill og Ægir. 7 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F Ö S t U D A G U r20 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 0 7 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A D 6 -6 F 5 0 1 A D 6 -6 E 1 4 1 A D 6 -6 C D 8 1 A D 6 -6 B 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.