Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.10.2016, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 07.10.2016, Qupperneq 46
Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur hvar@frettabladid.is 7. október Tónlist Hvað? Geiri Sæm og Hunangstunglið Hvenær? 21.00 Hvar? Græna herbergið, Lækjargötu Risafréttir fyrir alla aðdáendur Geira Sæm en hann ætlar hvorki meira né minna en að mæta í kjallarann á Græna herberginu og taka öll sín vinsælustu lög. Aðgangseyrir er 2.500 krónur. Hvað? Hreimur Hvenær? 00.00 Hvar? Græna herbergið, Lækjargötu Hreimur mætir með gítarinn og tekur félaga sína, þá Birgi Kárason bassaleikara og Benna Brynleifs trommuleikara, með sér og munu þeir að sjálfsögðu einungis leika lög frá níunda áratugnum. Frítt inn. Hvað? Sir Dancelot / Ravenator Hvenær? 20.00 Hvar? Kaffi Vínyl, Hverfisgötu Plötusnúðarnir Sir Dancelot og Ravenator spila fáránlega skemmtileg lög á mjög háum hljóðstyrk á Vínyl og það er líklegt að lögin komi af vínyl. Hvað? Fantasía Disneys með Sinfóníu- hljómsveit Íslands Hvenær? 19.30 Hvar? Harpa Fantasía Disneys kom út árið 1940 og er blanda af sígildri tónlist og teiknimynd. Á tónleikunum verð- ur tónlist úr Fantasíu og Fantasíu 2000 leikin við heillandi myndefni. Þessir tónleikar eru hluti af RIFF og fá handhafar RIFF-passa tuttugu prósenta afslátt af miðaverðinu en fullt verð á tónleikana er 2.500–4.500 krónur. Hvað? Óskar Guðjónsson og Skúli Sverrisson Hvenær? 21.00 Hvar? Mengi, Óðinsgötu Óskar Guðjónsson blæs í saxó- fóninn á meðan Skúli Sverrisson spilar á bassa. Aðgangseyrir mun vera 2.000 krónur. Hvað? Grúska Babúska Hvenær? 21.00 Hvar? Gaukurinn, Tryggvagötu Hljómsveitin Grúska Babúska kemur fram á Gauknum í kvöld. Þessi sveit er skipuð fimm konum sem spila elektróníska tónlist með íslenskum þjóðlagabrag. 1.000 krónur inn. Hvað? DJ Krystal Karma Hvenær? 22.00 Hvar? Bravó, Laugavegi Krystal Karma snýr skífum á Bravó í kvöld. Þessar skífur verða vænt- anlega alveg rauðglóandi af hita og áreiðanlega mjög erfitt að standast það að dansa. Hvað? Fames Hvenær? 21.00 Hvar? Prikið, Bankastræti Fames spilar fyrripart kvölds á Prikinu. Góð byrjun á góðu föstu- dagskvöldi. Hvað? DJ Logi Pedro Hvenær? 00.00 Hvar? Prikið, Bankastræti Hinn eini sanni Logi Pedro er enn og aftur á Prikinu. Það þarf eiginlega ekki að segja neitt um þennan dreng enda alþjóð kunnur fyrir frábærar skiptingar og óaðfinnanlegt lagaval. Það er mikilvægt að mæta snemma því að röðin mun örugglega ná upp allt Ingólfsstrætið og vafalaust teygja sig inn á Grundarstíginn. Hvað? DJ Maggi Hvenær? 22.00 Hvar? Austur, Austurstræti Studio 54 Íslands, Austur, verður gjörsamlega stappað af gríðarlega frægu fólki í kvöld. Allir almennir borgarar sem ná að smygla sér inn munu í fyrstu taka eftir fræga fólkinu en síðan þegar menn jafna sig á svimakastinu sem fylgir því að sjá Audda með gin og tónik eins og venjulega manneskju, munu þeir taka eftir geggjaðri tónlistinni sem er í gangi, en henni verður stjórnað af DJ Magga. Viðburðir Hvað? Opnun Höfða friðarseturs Hvenær? 15.00 Hvar? Hátíðasalur Háskóla Íslands Í tilefni opnunar á friðarsetrinu verður umræða í hátíðarsalnum þar sem meðal annars verða á svæðinu Dagur B. Eggertsson, Guðni Th., Darren Aronofsky, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og fleiri. Sjón- um verður beint að auknu mikil- vægi borga á alþjóðavettvangi og hvernig nýta megi mátt miðlunar og kvikmynda til þess að hafa áhrif á friðarhorfur í heiminum í dag. Hvað? Opnanir í Hafnarhúsi Hvenær? 18.00 Hvar? Hafnarhúsið, Tryggvagötu Í Hafnarhúsinu verða opnaðar tvær sýningar í kvöld en það eru sýningarnar Ein saga enn … eftir Yoko Ono og sýningin Stríð og friður eftir Erró. Þema beggja sýninga er friður en í safninu og víðar í borginni er friðarþema í gangi. Viðstödd opnunina verða bæði borgarstjóri Reykjavíkur Dagur B. Eggertsson og lista- konan Yoko Ono. Við sama tæki- færi verður veitt viðurkenning úr Listasjóði Guðmundu S. Kristins- dóttur. Hvað? Opnun sýningarinnar Kæj! Myndasögur í aldarfjórðung Hvenær? 16.00 Hvar? Borgarbókasafnið, Tryggvagötu Þorri Hringson listamaður opnar myndasögusýningu í myndasögu- deild safnsins og sýnir þar úrval verka af yfir aldarfjórðungslöngum ferli sínum. Sýningin er liður í dag- skrá Lestrarhátíðar í Reykjavík sem í ár ber yfirskriftina Meira en 1000 orð. Fyrirlestur Hvað? Kína og umheimurinn Hvenær? 12.00 Hvar? Oddi, Háskóli Íslands, Sturlugötu Fyrirlestur frá Anton Hardy verður haldinn í hádeginu í dag og fjallar hann um uppgang Kína í sögulegu samhengi. Hreimur grípur í gítarinn í Græna herberginu í kvöld. Fréttablaðið/GVa Yoko Ono verður svona líka hress við opnun sýningar sinnar í Hafnarhúsinu í kvöld. Fréttablaðið/VilHelm ÁLFABAKKA THE GIRL ON THE TRAIN KL. 5:30 - 8 - 10 - 10:30 THE GIRL ON THE TRAIN VIP KL. 5:30 - 8 - 10:30 DEEPWATER HORIZON KL. 8 - 10:20 STORKAR ÍSLTAL KL. 4 - 6 STORKS ENSKT TAL KL. 8 SULLY KL. 5:50 - 8 - 10 MECHANIC: RESURRECTION KL. 10:20 WAR DOGS KL. 8 ROBINSON CRUSOE ÍSLTAL KL. 3:40 PETE’S DRAGON KL. 3:20 SUICIDE SQUAD 2D KL. 5:20 LEYNILÍF GÆLUDÝRA ÍSLTAL 2D KL. 4 - 6 KEFLAVÍK THE GIRL ON THE TRAIN KL. 8 DEEPWATER HORIZON KL. 10:30 STORKAR ÍSLTAL KL. 6 THE MAGNIFICENT SEVEN KL. 10:30 BRIDGET JONES’S BABY KL. 8 LEYNILÍF GÆLUDÝRA ÍSLTAL 2D KL. 6 AKUREYRI THE GIRL ON THE TRAIN KL. 8 - 10:30 DEEPWATER HORIZON KL. 8 - 10:30 STORKAR ÍSLTAL KL. 6 STORKS ENSKT TAL KL. 6 MEÐ ALLT Á HREINU SING-ALONG KL. 8 THE GIRL ON THE TRAIN KL. 5:30 - 8 - 10:20 DEEPWATER HORIZON KL. 10:10 - 10:40 STORKAR ÍSLTAL KL. 5:30 BRIDGET JONES’S BABY KL. 5:20 - 8 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI EGILSHÖLL THE GIRL ON THE TRAIN KL. 5:30 - 8 - 10:30 DEEPWATER HORIZON KL. 5:30 - 8 - 10:20 STORKAR ÍSLTAL KL. 5:30 SKIPTRACE KL. 5:40 - 8 SULLY KL. 8 - 10:10 WAR DOGS KL. 10:20 Nýjasta stórmynd Clint Eastwood VARIETY  HOLLYWOOD REPORTER  EMPIRE  ENTERTAINMENT WEEKLY  EMPIRE  THE GUARDIAN  HOLLYWOOD REPORTER  Ein magnaðasta stórmynd ársins Sýnd með íslensku og ensku tali ENTERTAINMENT WEEKLY  VARIETY  Byggð á samnefndri metsölubók Emily Blunt Justin Theroux Mynd sem þú mátt ekki missa af FÖS TUD AG 7. O KTÓ BER Sýningartímar á miði.is og smarabio.is COSI FAN TUTTI 17. október í Háskólabíói - HS, MORGUNBLAÐIÐ „FYNDIN OG HEILLANDI“ - GUARDIAN KVIKMYND EFTIR TIM BURTON FORSÝND 15. OG 16. OKT. ÞRIÐJU DAGST ILBOÐ ÞRIÐJU DAGST ILBOÐ ÞRIÐJU DAGST ILBOÐ ÞRIÐJU DAGST ILBOÐ MIDDLE SCHOOL 4, 6 MAGNIFICENT 7 6, 9, 10:30 FRÖKEN PEREGRINE 6 BRIDGET JONES’S BABY 8 EIÐURINN 9 STORKAR 2D ÍSL.TAL 4 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 4 SÍ Ð AS TA SÝ NIN GARHELGIN FRAMUN DAN ! KYNNTU ÞÉR DAGSKRÁNA Á RIFF.IS ba dd yd es ig n. co m 7 . o k T ó b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r26 M e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 7 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A D 6 -7 E 2 0 1 A D 6 -7 C E 4 1 A D 6 -7 B A 8 1 A D 6 -7 A 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.