Fréttablaðið - 26.09.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.09.2016, Blaðsíða 12
Hvað gerði Gylfi? Gylfi Þór Sigurðsson var að vanda í byrjunarliði Swansea sem tapaði fyrir Man. City. Gylfi lagði upp mark Swansea í leiknum. Stærstu úrslitin Arsenal hélt upp á 20 ára starfsafmæli Arsene Wenger með stæl því liðið lék frábæran fótbolta gegn Chelsea og vann sanngjarnan stórsigur. Hetjan Christian Benteke skilaði Crystal Palace þremur risastórum stigum gegn Sunderland með sigurmarki fjórum mínútum inn í uppbótartímann. Kom á óvart Everton var búið að vera á mikilli siglingu en liðið sigldi í strand gegn Bournemouth. Liðið er engu að síður enn í topp- baráttu. Í dag 18.50 Burnley - Watford Sport 21.00 Messan Sport West Ham 0 – 3 Southampton Man. Utd 4 – 1 Leicester Stoke 1 – 1 WBA Sunderland 2 – 3 C. Palace Liverpool 5 – 1 Hull City Bournemouth 1 – 0 Everton Middlesbr. 1 – 2 Tottenham Swansea 1 – 3 Man. City Arsenal 3 – 0 Chelsea Efst Man. City 18 Tottenham 14 Arsenal 13 Liverpool 13 Everton 13 Neðst Swansea 4 Burnley 4 West Ham 3 Stoke 2 Sunderland 1 Enska úrvalsdeildin Nýjast Pepsi-deild karla ÍBV - Valur 4-0 1-0 Hafsteinn Briem (10.), 2-0 Aron Bjarna- son (33.), 3-0 Aron Bjarnason (41.), 4-0 Aron Bjarnason (85.). Fylkir - Þróttur 2-2 0-1 Karl Brynjar Björnsson (12.), 1-1 Garðar Jóhannsson (19.), 2-1 Ragnar Bragi Sveins- son (21.), 2-2 Guðmundur Friðriksson (60.). Víkingur R. - FH 1-0 1-0 Alex Freyr Hilmarsson (14.). ÍA - Breiðablik 1-0 1-0 Guðmundur Böðvar Guðjónsson (56.). Fjölnir - Stjarnan 0-1 0-1 Daníel Laxdal (65.). Víkingur Ó. - KR 0-1 0-1 Pálmi Rafn Pálmason (28.). Lokaumferðin: Þróttur - Víkingur R. KR - Fylkir FH - ÍBV Valur - ÍA Stjarnan - Víkingur Ó. Breiðablik - Fjölnir. Efri FH 42 Stjarnan 36 Breiðablik 35 KR 35 Fjölnir 34 Valur 32 Neðri ÍA 31 Víkingur R. 29 ÍBV 22 Víkingur Ó. 21 Fylkir 19 Þróttur 14 Olís-deild karla Stjarnan - Grótta 21-21 FH - ÍBV 36-30 Olís-deild kvenna ÍBV - Fylkir 33-18 Selfoss - Valur 25-27 Stjarnan - Grótta 29-26 Haukar - Fram 20-24 fótbOlti Næstsíðasta umferðin í Pepsi-deild karla var heldur betur dramatísk. Línur eru farnar að skýr- ast í fallbaráttu sem og baráttunni um Evrópusætin en það verður engu að síður mikil spenna í loka- umferðinni. Þróttur féll formlega í gær en liðið hékk uppi á tölfræðinni einni saman fyrir leiki gærdagsins. Þrótt- ur og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli og Fylkismenn eru því í hinu fallsætinu fyrir lokaumferðina. Þarf allt að ganga upp Fylkir þarf að vinna KR í lokaum- ferðinni og treysta á að Stjarnan skelli Víkingi frá Ólafsvík til þess að halda sér uppi. Fylkir getur líka náð ÍBV að stigum en Eyjamenn eiga átta mörk í plús á Fylki þannig að líkurnar á að Fylkir komist upp fyrir ÍBV eru litlar. „Við eigum erfiðan útivöll og getum bara reynt að vinna þann leik, þetta er ekki flóknara en það,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálf- ari Fylkis, en hann var skiljanlega svekktur að hafa ekki unnið leikinn svakalega gegn Þrótti þar sem bæði lið fengu heldur betur færi. Fylkir vildi fá víti seint í leiknum en fékk ekki. „Jú, ég átti að fá víti,“ sagði Fylkis- maðurinn Ragnar Bragi Sveinsson um atvikið. „Boltinn kemur þvert fyrir markið. Ég er að fara að pota honum inn og þá er rifið aftan í treyjuna á mér, þá missi ég af þess- um sentímetrum sem mig vantaði til að ná til boltans.“ Eyjamenn í stuði Eyjamenn fögnuðu innilega á Hásteinsvelli eftir frekar óvæntan stórsigur á andlausum Valsmönn- um. Þeir vissu sem var að þessi sigur sér væntanlega til þess að það verði áfram Pepsi-deildarbolti á vellinum næsta sumar. „Ég er mjög ánægður með leikinn. Þetta var frábær sigur, liðssigur. Það voru allir tilbúnir að berjast fyrir ÍBV,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Eyjamanna. „Við erum ekki búnir að redda okkur frá falli skilst mér. Þetta er klárlega stórt skref, það er gaman að sjá strákana finna það á sér að þeir geti unnið hvaða lið sem er á góðum degi.“ Fjölnir klúðraði góðri stöðu Stjarnan er komin í annað sætið eftir mikinn Evrópuslag gegn Fjölni og er með Evrópuörlög sín í eigin höndum. Fjölnismenn hafa aftur á móti farið illa að ráði sínu í síðustu leikjum. „Frábær úrslit sem halda þessu á lífi fyrir okkur. Við máttum ekki tapa þessum leik. Nú er bara úrslitaleikur um næstu helgi,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, kampakátur en Stjarnan spilar við Ólafsvíkur-Víkinga um næstu helgi. „Við erum að mæta liði sem er í bullandi fallslag og við að berjast um að komast í Evrópukeppni. Það verður bara hörkuleikur. Við þurfum að sigra í þeim leik ætlum við að tryggja okkur þangað, það er ekkert öðruvísi en það.“ Upprisa KR KR er heldur betur búið að rétta úr kútnum og er í fjórða sæti. Með sama stigafjölda og Breiðablik og stigi minna en Stjarnan. KR vann 0-1 í Ólafsvík þar sem mark var dæmt af Ólafsvíkingum. Það var afar umdeilt en Þorsteinn Már Ragnarsson var dæmdur brotlegur eftir átök í teignum. „Mér fannst ég ekki gera neitt rangt. Við vorum í klafsi, ég, Stefán og Indriði [Sigurðsson],“ sagði Þor- steinn eftir leik. „Indriði ýtir í mig, svo bakka ég og Stefán er allt í einu kominn ofan á mig og það er dæmd aukaspyrna á mig. Ég veit ekki hvað Erlendur [Eiríksson, dómari leiksins] sá þarna. Hvert á ég að fara? Hvað á ég að gera? Ég skil ekki af hverju hann dæmdi aukaspyrnu á mig.“ Þetta atvik blasti ekki alveg eins við markverði KR, Stefáni Loga Magnússyni. „Þeir áttu tvö horn áður. Steini vinnur nú við að temja hesta, þannig að hann er nautsterkur og frábær strákur. Ég er líka svo- lítið sterkur sjálfur en reglurnar eru þannig að það má ekki ýta,“ sagði Stefán Logi. „Hann byrjar á því að labba með mig inn í markið. Það var sem sagt ekkert brot þegar ég hoppa upp en brotið átti sér stað á undan því og dómarinn dæmdi kannski á það,“ bætti markvörður- inn við. Súrir Blikar Blikar hefðu verið í frábærri stöðu í baráttunni um Evrópusæti hefði liðið náð að vinna ÍA á Akranesi. Það gekk ekki eftir og þjálfari liðs- ins, Arnar Grétarsson, var að vonum súr eftir leik. „Þetta er búið að vera sama sagan í sumar. Við fáum nóg af færum, nýtum þau ekki og fáum ódýr mörk í bakið á okkur. Það er að kosta okkur en við eigum einn leik til að bjarga Evrópusætinu fyrir næsta tímabil.“ henry@frettabladid.is Fylkir í afar erfiðum málum ÍBV er svo gott sem sloppið við fall úr Pepsi-deild karla eftir að hafa valtað yfir Valsmenn. Þróttur er fallinn og Fylkir er í mjög í erfiðri stöðu. Stjarnan stökk í annað sætið og það verður barátta um Evrópusætin. Það var gríðarlega hart barist í leik Fjölnis og Stjörnunnar. fréttablaðið/eyþór Súrt. Fylkir náði ekki að leggja botnlið Þróttar í gær og Fylkismenn munu líklega elta Þróttara niður í kjölfarið. Vonbrigðin leyndu sér ekki eftir leik. FRéttABLAðið/EyÞÓR Síðumúla 34 • 108 Reykjavík Sími 696 5600 • rafsol@rafsol.is ENDURNÝJUN OG VIÐHALD Löggiltur rafverktaki Sími: 696 5600 rafsol@rafsol.is 2 6 . S e P t e m b e r 2 0 1 6 m Á N U D A G U r12 S P O r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð sport 2 6 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A A E -3 8 A 0 1 A A E -3 7 6 4 1 A A E -3 6 2 8 1 A A E -3 4 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.