Fréttablaðið - 26.09.2016, Side 38

Fréttablaðið - 26.09.2016, Side 38
Hér er Birna með Safaa og Hussein sem eru flóttamenn frá Sýrlandi en hafa nú komið sér fyrir á Akureyri. Birna og Árni með dóttur sinni. Þau gerðust stuðningsfulltrúar sýrlenskrar fjöl- skyldu í byrjun ársins. Íslensku börnin og þau sýrlensku ná vel saman. Á leið út í Hrísey. Stuðningsfulltrúar gera ýmis- legt skemmtilegt með flóttamönnunum. Birna segir að það séu fimm íslenskar stuðningsfjölskyld­ ur fyrir hverja eina sýrlenska. „Strax í upphafi unnum við markvisst að því að skipta með okkur verkum og ákveða hvern­ ig best væri að aðstoða fólkið. Smám saman varð til vináttu­ samband á milli okkar stuðn­ ingsfjölskyldnanna og sýr­ lensku flóttafjölskyldunnar. Starfið hefur gengið einstak­ lega vel. Við búum að því hér á landi að taka á móti kvótaflótta­ fólki sem er með viðurkenndan rétt og það er búið að ákveða að veita ákveðna peningaupphæð til aðstoðar því. Vandamál sem koma upp hjá okkur eru lúxus­ vandamál miðað við á mörgum stöðum í heiminum þar sem fólk er í hræðilegri stöðu sem flótta­ menn,“ segir Birna. Mikilvægt brauð Áður en flóttamennirnir komu til Akureyrar fóru sjálfboðaliðarn­ ir á námskeið til að kynnast þeim aðstæðum sem flóttafólkið kom úr og menningarheimi þess. „Við undirbjuggum komu þeirra með því að útvega húsnæði og hús­ gögn í samstarfi við Akureyrar­ bæ. Síðan þurfti að gera hús­ næðið klárt fyrir komuna, redda borðbúnaði, barnavögnum og ­kerrum, leikföngum og fleiru,“ segir Birna og bætir við að hóp­ urinn hafi síðan þurft að vera vakandi yfir hvað vantaði eftir að þau voru flutt inn. „Þá þurfti að sinna þörfum þeirra og venj­ um. Til dæmis sýndum við þeim verslanir, heilsugæslu, skóla, leik­ skóla, strætóleiðir og þess háttar. Í Sýrlandi voru þau vön að borða ákveðið brauð daglega og við þurftum að finna út hvar væri hægt að fá efni í þann bakstur,“ segir Birna. Brauðið er mjög mikilvægt í daglegum máltíðum Sýrlendinga, það líkist helst pítubrauði. Brauð­ ið var hægt að kaupa á hverju götuhorni í heimabyggð þeirra. Partur af samfélagslegri ábyrgð Birna Pétursdóttir tók að sér að verða stuðningsfulltrúi ungrar sýrlenskrar fjölskyldu í janúar ásamt unnusta sínum, Árna Þór Theodórssyni. Þau fylgdust náið með fréttum af flóttafólki frá Sýrlandi. Þau langaði til að hjálpa og bjóða fólkið velkomið til Íslands. Ingibjörg segir að fleiri hafi sýnt áhuga en þörf var á. „Við vorum í ákveðinni lúxusstöðu að þurfa ekki að auglýsa eftir sjálfboðalið­ um í þetta verkefni og má meðal annars rekja það til þess að eftir tilkomu Facebook­síðunnar Kæra Eygló voru yfir 100 manns sem skráðu sig sem sjálfboðaliða hjá Eyjafjarðardeildinni og höfðu áhuga á að taka þátt í móttöku fjöl­ skyldnanna með einum eða öðrum hætti. Af þeim hópi voru um 70 sem höfðu áhuga á að gerast stuðn­ ingsfjölskylda,“ segir hún. „Upphaflega byrjuðu 24 fjöl­ skyldur í verkefninu, eða sex fjöl­ skyldur fyrir hverja eina flótta­ fjölskyldu. Eftir að verkefnið fór af stað hefur ein fjölskylda þurft að hætta, það eru því starfandi 23 fjölskyldur í verkefninu,“ segir hún. Mikil fræðsla Ingibjörg segir að ýmis fræðsla eigi sér stað á undirbúningstíma­ bilinu. „Það má segja að við höld­ um áfram að fræða sjálfboðalið­ ana okkar jafnt og þétt en þeir skrá sig í verkefni í eitt ár. Fyrir komu Sýrlendinganna vorum við með fræðslu um Sýrland, landið, menninguna og fólkið. Ásamt því fengu sjálfboðaliðar fræðslu um sálrænan stuðning og lögðum við mikið upp úr góðum undirbúningi. Við vorum með öflugustu fræðsluna samhliða komu fjöl­ skyldnanna. Síðan vorum við með áframhaldandi námskeið í sál­ rænum stuðningi, fengum fyrir­ lestra frá fagfólki sem hefur reynslu af því að vinna með flótta­ fólki bæði erlendis og hér heima ásamt því að vera með námskeið í almennri skyndihjálp. Við erum hvergi nærri hætt með fræðsluna og mun hún standa út árið. Ástæð­ an fyrir því er að verkefnið breyt­ ist þó nokkuð á þessu eina ári og það hefur reynst okkur vel að vera með fræðslu á sama tíma og sjálfboðaliðarnir geta sett í sam­ hengi það sem er verið að ræða um hverju sinni,“ útskýrir Ingibjörg. Gott samstarf „Eyjafjarðardeildin tók þátt í móttöku á fjölskyldum frá fyrr­ um Júgóslavíu árið 2003,“ greinir hún frá. „Það var fyrir minn tíma í starfi en almennt fara mjög já­ kvæðar umsagnir af þeirri mót­ töku heilt yfir. Sama má segja um móttöku Sýrlendinganna sem komu í janúar sl., sem fram að þessu hefur heilt yfir gengið mjög vel. Einn stærsti lykilþáttur­ inn í velgengninni er hversu öfl­ ugt og gott samstarf hefur verið á milli allra aðila sem að verk­ efninu koma og þá sérstaklega milli Rauða krossins og sveitar­ félagsins. Allt frá upphafi höfum við unnið náið með starfsmönn­ um Akureyrarbæjar í verkefn­ inu. Þannig hefur verkefnastjóri og túlkur Akureyrarbæjar fundað reglulega með bæði starfsmönn­ um Rauða krossins og sjálfboða­ liðunum. Allir eru í góðri tenginu við alla en á sama tíma eru hlut­ verk og boðleiðir skýrar. Lykill flóttafólksins Stuðningsfjölskyldurnar eru gríðar lega mikilvægur partur af starfinu. Þarna er samankom­ in hópur af fólki með risastórt hjarta sem er tilbúið til að gefa af tíma sínum til að hjálpa flóttafólki við að aðlagast nýjum heimkynn­ um. Þessar stuðningsfjölskyldur eru lykill flóttafólksins að sam­ félaginu og ég get ekki dásamað sjálfboðaliðana okkar í núverandi verkefni nógu mikið. Undanfarið hef ég unnið að samantekt starfs­ ins síðustu mánuði og fyllist óend­ anlegu miklu stolti yfir hversu miklu þau hafa áorkað. Ekki síður lærum við starfsmennirnir alveg heilmikið af þeim. Þetta er fólkið sem vinnur inni á heimilum Sýr­ lendinganna, tekst á við tungu­ málaáskoranir, eignast nýja vini, aðstoðar með ýmiss konar mál og fer fyrst og fremst að þykja alveg óendanlega vænt um sína fjöl­ skyldu. Og eins og sýrlensku fjöl­ skyldurnar sjálfar hafa orðað það, þá verða sjálfboðaliðarnir að fjöl­ skyldu þeirra í nýju landi þar sem þau koma ein, án vina og ættingja. Það er óendan lega dýrmæt og fal­ leg gjöf að einhver skuli vera tilbú­ inn til að gefa svona mikinn tíma og leggja svona mikið á sig við að hjálpa öðrum.“  Sjálfboðaliðar með risastórt hjarta Ingibjörg Halldórsdóttir er verkefnastjóri hjá Eyjafjarðardeild Rauða krossins og heldur utan um stuðningsfjölskyldur fyrir flóttafólk. Ingibjörg segir að það hafi gengið mjög vel að fá stuðningsfjölskyldur fyrir þær sýrlensku fjölskyldur sem komu til Akureyrar í janúar á þessu ári. Birna Pétursdóttir Aldur: 27 ára Hve lengi hefur þú verið starfandi með Rauða krossinum? Í tæpt ár Áhugamál: Heimildar- myndir, leiklist, tónlist, ljósmyndun, ljóð, ferða- lög, matargerð, útivist, samvera með vinum og fjölskyldu og margt fleira Fjölskyldustaða: Í sam- búð með Árna Þór Theo- dórssyni og á eina tæp- lega 4 ára stjúpdóttur sem heitir Astrid Uppáhaldsmatur: Lamba-tagine, eldað að marokkóskum sið Ingibjörg Halldórsdóttir Aldur: 36 ára Áhugamál: Fótbolti, útihlaup, ferðalög og samvera með vinum og fjölskyldu Fjölskyldustaða: Gift með tvö börn, 17 og 11 ára Uppáhaldsmatur: Pitsa og Pepsi Max klikkar aldrei, svo finnst mér lambakótilettur í raspi með nýjum kartöflum og grænum baunum alveg eðal Uppáhaldsstaður á Íslandi: Eftir að ég flutti í nýja húsið mitt við Kvistagerði á Akureyri þá hefur sá staður orðið al- gjörlega að mínum uppáhaldsstað. Svo finnst mér frábært að fara í bústað í Þórðar- staðarskógi Sterk vinátta Birna segir að fljótlega hafi skap­ ast sterkt vináttusamband. „Við grillum saman, bjóðum þeim í pönnukökur, förum í bíltúra, sigld­ um út í Hrísey í sumar og gerum margt skemmtilegt saman. Oft er þetta líka bara að hittast og spjalla,“ segir hún. „Hversdagsleg­ ir atburðir geta reynst mikilvægir en annars eru þau mjög sjálfstæð.“ Þegar Birna er spurð hvort þetta hafi verið mikil vinna neit­ ar hún því. „Maður fær þetta starf svo margfalt til baka í ánægju svo ég get ekki kallað þetta vinnu. Mér finnst þetta partur af samfélags­ legri ábyrgð. Við viljum vera til staðar fyrir náungann, hvort sem hann er Íslendingur eða annarra menningarheima. Þetta er fólk eins og við, hefur sömu þarfir þótt þau koma úr öðru samfélagi. Þau hafa verið ótrúlega fljót að að­ lagast umhverfinu, eiginmaðurinn, Hussein, fór strax út á vinnumark­ aðinn og eiginkonan, Safaa, er orðin góð í íslensku. Hún er tungu­ málasnillingur. Þau eiga ársgam­ alt barn, Omar, og eiga von á öðru barni innan tíðar. Öll sýrlensku börnin sem komu í vetur hafa fall­ ið vel inn í hópinn hér í bænum, krakkarnir leika sér saman, spila fótbolta og þess háttar. Með því móti draga þau foreldra sína inn í samfélagið hér á Akureyri. Þau hafa sömuleiðis aðlagast veðrinu fljótt en þeim fannst ansi kalt og dimmt í vetur. Veðrið er samt mun skárri kostur en stríðið í Sýrlandi.“ Syrgjendur Birna segir að þótt fólkið sé ákaf­ lega þakklátt fyrir þá aðstoð sem það fær er það líka syrgjendur. „Heimili þeirra í Sýrlandi er log­ andi rúst. Þau koma frá Aleppo þar sem hræðilegt stríð geisar. Þau sakna ættlandsins og vita að ef þau snúa einhvern tíma heim aftur verður allt breytt,“ segir Birna sem sótti nýlega námskeið í Búda­ pest á vegum AFS fyrir sjálfboða­ liða flóttamanna um allan heim. „Þetta námskeið opnaði augu mín fyrir því hversu fáum flóttamönn­ um við tökum á móti hér á landi og að við kveinkum okkur yfir flótta­ mannavanda sem er ekki til stað­ ar. Við gerum vel við þá fáu flótta­ menn sem við handveljum en þegar kemur að hælisleitendum sýnum við á okkur allt aðra hlið.“ HjÁlPin Fréttablað Rauða Krossins 26. september 20168 2 6 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A A E -4 2 8 0 1 A A E -4 1 4 4 1 A A E -4 0 0 8 1 A A E -3 E C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.