Fréttablaðið - 26.09.2016, Page 41
Allir sem sækja um hæli hér á
landi eiga þess kost að fá lög-
fræðing frá Rauða krossinum. Nú
starfa átta lögfræðingar og þrír
laganemar í réttindagæslunni hjá
félaginu. Verkefni þeirra eru fjöl-
breytt en felast í stuttu máli í því
að tryggja að hælisleitendur fái
réttláta málsmeðferð, að aðstoða
þá við að koma máli sínu á fram-
færi við stjórnvöld og að gæta
hagsmuna þeirra í hvívetna þegar
kemur að umsókn um vernd. En
hælisleitendur geta einnig sótt
aðra þjónustu til Rauða krossins,
þjónustu sem má alls ekki vanmeta
en hún er veitt af fórnfúsum sjálf-
boðaliðum.
Snýst um lífið sjálft
„Mál hælisleitenda snúast ekki
bara um lögfræðina heldur í raun
um lífið sjálft. Tíminn stöðvast
ekki þegar fólk sækir um hæli. Það
kemur svo margt upp sem þarf að
taka á, bæði góðir hlutir og ekki
eins góðir hlutir,“ segir Áshildur
Linnet, verkefnisstjóri á hjálpar-
og mannúðarsviði Rauða kross-
ins. „Andleg líðan hælisleitenda
er einkar mikilvæg því að ef fólki
líður illa þá er erfiðara að vinna í
hælismálinu. Allir þurfa að finna
að á þá sé hlustað og komið fram
við þá af virðingu. Þess vegna
höfum við lagt mikla áherslu á að
samhliða talsmannaþjónustunni
starfi öflugt teymi sem sinnir öllu
því sem ekki snýr beint að hælis-
málinu. Þar vinna saman starfs-
menn og fjöldi sjálfboðaliða auk
þess sem fólkið sjálft leggur sitt af
mörkum til að styðja hvert annað.“
Það má laða fram bros og hlátur
hjá öllum
Hjá Rauða krossinum er boðið
upp á reglulega viðtalstíma til að
leysa úr ýmsum málum, leitar-
þjónustu fyrir þá sem hafa á
flóttanum orðið viðskila við
nákomna ættingja og stað
til að leita upplýsinga og
ræða það sem fólki ligg-
ur á hjarta hverju sinni.
„Virkni hælis-
leitenda á
meðan
þeir eru
að bíða
niður-
stöðu
í m á l i
s í nu er
mjög mikilvæg,“ segir Áshildur.
„Að sitja með hendur í skauti og
gera ekki neitt hefur slæm áhrif á
jafnt andlega sem líkamlega líðan.
Sjálfboðaliðar bera uppi það fé-
lagsstarf sem við bjóðum upp á
fyrir hælisleitendur. Þeir starfa
undir styrkri stjórn nokkurra
atorkukvenna hjá Rauða kross-
inum í Hafnarfirði og Garðabæ.
Starf sjálfboðaliðanna er gríðar-
lega mikilvægt. Félagsstarfið er
nefnilega það sem oft heldur í
fólki lífinu, bjargar því frá að falla
í depurð og kemur í veg fyrir að
fólk einangrist. Við spyrjum einsk-
is, öllum er velkomið að taka
þátt. Það má laða fram
bros og hlátur hjá öllum
og við vitum að vinátta
og hlýtt viðmót er fólki
í þessari stöðu mjög
mikil vægt.“
Hælisleitendur þróa
eigin verkefni
Félagsstarf
Rauða kross-
ins bygg-
ir á sam-
starfi
á m i l l i
þeirra sem þess njóta og sjálfboða-
liðanna. „Í vetur verður lögð aukin
áhersla á að virkja hælisleitendur
sjálfa til að skipuleggja og bera
ábyrgð á dagskrá félagsstarfsins.
Þeir, líkt og aðrir sjálfboðaliðar,
munu fá mikilvæga þjálfun áður
en tekist er á við verkefnin. Þann-
ig er hvatt til gagnvirkrar þátt-
töku hælisleitenda sem hafa sjálf-
ir bein áhrif á þróun félagsstarfs-
ins.“ Þessi tilraun hefur gefið góð
fyrir heit og vonast er til þess að
hún muni auka skilning og brjóta
niður múra – hjálpa fólki að kynn-
ast og líða betur saman.
Hrefna stundar nám í grafískri
hönnun við Listaháskóla Íslands og
starfar jafnframt sem ljósmynd-
ari og blaðamaður hjá Reykjavík
Grapevine.
Hvernig kom það til að þú
skráðir þig sem sjálfboðaliða
Rauða krossins?
Ég var búin að fylgjast með
málum flóttamanna í einhvern
tíma og fannst erfitt að vera
áhorfandi og langaði að hjálpa á
einhvern hátt. Ég ákvað að sýna
vilja í verki og skrá mig sem sjálf-
boðaliða í Rauða krossinum. Ég
fékk símhringingu stuttu eftir að
ég skráði mig og var boðið að taka
þátt í þessu flotta verkefni, Open
House. Ég byrjaði á því að hjálpa
til við undirbúning verkefnisins
í nóvember í fyrra og hef verið
sjálfboðaliði síðan.
Í hverju felst starfið?
Starfið felst í því að hjálpa flótta-
fólki og hælisleitendum við hluti
sem þau gætu átt í erfileikum með.
Þetta felur í sér aðstoð við íbúða-
leit, útfyllingu á umsóknum, gerð
ferilskrár, starfsumsóknir, hjálp
við íslenskunám og fleira.
Finnst þér starfið skipta máli?
Væri eitthvað sem betur mætti
fara?
Já, starfið skiptir sko máli. Fyrir
utan Open House eru það nán-
ast eingöngu félagsráðgjafar sem
flóttafólk og hælisleitendur geta
leitað til með spurningar og ráð-
gjöf og það getur verið bið eftir
tíma þar. Hjá Rauða krossinum
getur fólk komið án þess að panta
tíma og fengið aðstoð heima-
manna við lausn á vandamálum
sínum, sama hversu lítilvæg þau
eru. Þar hittir fólk líka annað
fólk í svipaðri aðstöðu og það
sjálft. Svo er líka alltaf kaffi og
með því. Það fer því miður mikill
tími sjálfboðaliða í íbúðaleit með
skjólstæðingum. Þetta er tími
sem mætti betur nýta í annað, en
eins og flestir vita er leigumark-
aðurinn strembinn og tímafrekur.
Myndirðu mæla með því að
gerast sjálfboðaliði Rauða
krossins?
Já, ég myndi hiklaust mæla með
því. Það fer ekki mikill tími vik-
unnar í þetta verkefni fyrir hvern
og einn sjálfboðaliða en það er
gífur legur afrakstur þegar margir
þeirra koma saman. Sjálfboðalið-
ar og skjólstæðingar mynda góðan
félagsskap og það er góð tilfinning
að geta hjálpað.
Það vakti mikla athygli þegar Ís-
land tók á móti hópi kvótaflótta-
fólks frá Sýrlandi í ársbyrjun
2016. Sá hópur settist að á Akur-
eyri og í Kópavogi. Nú er undir-
búningur hafinn fyrir komu næsta
hóps en vonast er til þess að hægt
verði að taka á móti honum fyrir
árslok. Í þetta sinn
eru það Reykjavíkur-
borg og sveitarfélögin
fyrir austan fjall, Ár-
borg og Hveragerði,
sem verða gestgjafar
að þessu sinni.
Vildum rétta fram
hjálparhönd
Þetta er í fyrsta sinn
sem Árborg og Hvera-
gerði taka á móti
kvótaflóttafólki. Ásta
Stefánsdóttir er fram-
kvæmdastjóri bæjar-
stjórnar Árborgar.
Hún segir að sveitar-
félögin hafi ákveðið
að rétta fram hjálpar-
hönd eftir umræðuna
sem átakið Kæra Eygló
hafði í för með sér.
„Áhugi var fyrir því að
rétta fram hjálparhönd
og sveitarfélögin tóku
sig saman um að bjóða
upp á að taka á móti
flóttamönnum og sáu
fram á að geta sam-
einast um ýmsa þætti,
eins og verkefnis-
stjóra, íslenskunámskeið og fleira.
Síðan hafði velferðarráðuneyt-
ið samband við Árborg og Hvera-
gerði í vor og óskaði eftir þátttöku
sveitarfélaganna tveggja að þessu
sinni. Sveitarfélögin munu hafa
með sér mikið samstarf og samráð
um þetta verkefni og ég tel að það
muni nýtast þeim flóttamönnum
sem hingað koma. Á þessu svæði
eru góðar samgöngur og innviðir
sem geta tekist á við áskoranir af
þessu tagi, svo sem skólar, heilsu-
gæsla og ýmis þjónusta.“
Fólki á að líða vel
Reykjavík hefur öllu meiri
reynslu af móttöku kvótaflótta-
fólks. Fyrsti hópur flóttafólks
sem kom hingað til lands frá Ung-
verjalandi árið 1956 dvaldi að
mestu í Reykjavík en síðan hefur
hópurinn stækkað. Dagur B. Egg-
ertsson, borgarstjóri Reykjavík-
ur, er metnaðarfullur fyrir verk-
efninu. „Fyrir ligg-
ur að Reykjavík mun
taka á móti flóttafólki
frá Sýrlandi á næstu
misserum, við munum
gera allt sem í okkar
valdi stendur til þess
að því líði vel, fái alla
þá þjónustu sem það
þarf og geti lifað hér
góðu lífi og jafnvel
sest hér að til lang-
frama. Reykjavíkur-
borg hefur mesta
reynslu allra sveitar-
félaga af því að taka á
móti flóttafólki en frá
árinu 1956 höfum við
tekið á móti 274 kvóta-
flóttamönnum.“
Rauði krossinn alltaf
í lykilhlutverki
Þau Ásta og Dagur
eru sammála um
veiga mik ið h lut-
verk Rauða krossins
við móttöku flótta-
fólks og binda mikl-
ar vonir við farsælt
samstarf. „Ég á þó
ekki von á öðru en að
það eigi eftir að ganga mjög vel,
það hefur venjulega verið þannig
þegar leiðir sveitarfélagsins og
Rauða krossins hafa legið saman.
Aðkoma RKÍ er mjög mikilvæg og
þar er að fá stuðning fyrir flótta-
menn sem sveitarfélagið á erfið-
ara með að veita, svo sem stuðn-
ingsfjölskyldur og ýmislegt sem
snýr að aðlögun,“ segir Ásta og
Dagur tekur í sama streng. „Rauði
krossinn mun alltaf gegna lykil-
hlutverki í móttöku flóttafólks
enda er starfsemi Rauða krossins
og sjálfboðaliðar hans hryggjar-
stykkið í þessu stóra og mikil-
væga verkefni.“
Erfitt að vera áhorfandi
Hrefna Björg Gylfadóttir hefur starfað sem sjálfboðaliði með hælisleitendum og
flóttafólki í eitt ár. Hún mætir reglulega á opið hús þar sem sjálfboðaliðar reyna
eftir megni að aðstoða við hvers kyns gagnleg atriði og reynt er að leysa úr
vandamálum sem upp geta komið, hvort sem þau eru stór eða agnarsmá.
Ásta Stefánsdóttir,
framkvæmdastjóri
bæjarstjórnar Árborgar.
Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri.
Starf Rauða krossins
er hryggjarstykkið
Árborg, Hveragerði og Reykjavík taka á móti næsta
hópi sýrlensks kvótaflóttafólks sem nú er í Líbanon.
„Virkni hælisleitenda á meðan þeir eru að bíða niðurstöðu í máli sínu er mjög
mikilvæg,“ segir Áshildur.
Hælisleitendur njóta góðs af starfi sjálfboðaliða
Hrefna hjálpar flóttafólki og hælisleitendum við hagnýta hluti.
Áshildur Linnet
Fréttablað Rauða Krossins HjÁLpin
26. september 2016 11
2
6
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
A
E
-1
F
F
0
1
A
A
E
-1
E
B
4
1
A
A
E
-1
D
7
8
1
A
A
E
-1
C
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K