Fréttablaðið - 26.09.2016, Qupperneq 46
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Sigurður Kristinn
Sighvatsson
lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi
17. september 2016. Útförin fer fram
frá Selfosskirkju miðvikudaginn 28.
september kl. 13.30.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Kumbaravogs
fyrir frábæra umönnun.
Guðbjörg Sigurðardóttir Kristinn Ólafsson
Hilmar Þór Sigurðsson Hulda Guðmundsdóttir
Hjalti Sigurðsson Ragnheiður Jóna Högnadóttir
Helgi Þröstur Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Merkisatburðir
1161 Guðmundur góði Arason Hólabiskup fæddist.
1915 Afhjúpaður minnisvarði við Stjórnarráðshúsið um Kristján 9.
konung á afmælisdegi Kristjáns 10.
1942 Ríkið leggur niður einkasölu sína á bílum, sem það hafði haft
í sjö ár.
1948 Olivia Newton-John, leik- og söngkona, í heiminn borin.
1959 Metúrkoma mælist á einum sólarhring í Reykjavík, 49,2 milli-
metrar.
1960 Harold Macmillan, forsætisráðherra Breta, kemur við á Kefla-
víkurflugvelli og ræðir við Ólaf Thors um landhelgismálið.
1962 Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur fæðist.
2006 Á bilinu 10-15 þúsund manns fara í mótmælagöngu niður
Laugaveg til þess að mótmæla stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar.
2008 Gengisvísitala íslensku krónunnar fer upp í 183,91 stig og
krónan hafði aldrei verið lægri.
2008 Bandaríski leikarinn Paul Newman deyr.
Abbey Road, breiðskífa
Bítlanna, kom út þennan
dag árið 1969. Platan var sú
síðasta sem Bítlarnir tóku upp
en hún kom þó út á undan
plötunni Let It Be. Fyrsta lag
plötunnar er lag sem John
Lennon samdi og heitir Come
Togehter. Á alfræðivefnum
Wikipedia segir að hann hafi
samið lagið upphaflega til
að styðja framboð Timothy
Leary til ríkisstjóra Kaliforníu,
en ekkert hafi orðið af því
framboði og Lennon hafi
því endurunnið lagið fyrir
plötuna
Wikipedia segir að jafnvel
þótt Abbey Road hafi strax
notið mikilla vinsælda meðal
almennings hafi gagnrýnin
verið misjöfn. Í dag telja hins
vegar margir gagnrýnendur að
þetta sé besta plata Bítlanna.
Platan seldist í fjórum
milljónum eintaka fyrstu tvo
mánuðina eftir að hún kom
út. Hún fór strax í fyrsta sæti
á lista yfir söluhæstu plötur
í Bretlandi og var þar í ellefu
vikur þangað til að plata Roll-
ing Stones, Let It Bleed, kom
út. Hún skaust síðan aftur
upp á toppinn og var í fyrsta
sæti í sautján vikur samanlagt.
Platan fékk einnig mjög góðar
viðtökur utan Bretlands, í
Bandaríkjunum og víðar.
Þ etta g e r ð i st : 2 6 . s e p t e m b e r 1 9 6 9
Bítlarnir gefa út Abbey Road
evrópski tungumáladagurinn er hald-
inn hátíðlegur í dag. af því tilefni mun
stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, og
fleiri aðilar efna til dagskrár í Hátíðar-
sal Háskóla Íslands klukkan fjögur.
auður Hauksdóttir, forstöðumaður
stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur
og prófessor í dönsku, segir að til-
gangurinn sé að minna á mikilvægi
tungumála og fyrir menningarlegan
fjölbreytileika.
„Þetta er árlegur viðburður og
stofnunin hefur alltaf minnst hans
með dagskrá,“ segir auður. sjónar-
hornið hafi þó ekki alltaf verið það
sama. „stundum hefur verið fjallað um
tungumálakennsluna og stöðu hennar
í skólakerfinu. Það var gert í fyrra og
þá var verið að fjalla um hvaða áhrif
stytting framhaldsskólans myndi hafa
á tungumálakennslu í framtíðinni,“
segir auður. Núna sé sjónum beint
sérstaklega að þýðingum. guðmundur
andri thorsson muni fjalla um þýð-
ingar thors Vilhjálmssonar, föður
síns, og guðbergur bergsson mun
fjalla um eigin þýðingar.
auður segir að tungumálakunnátta
skipti verulegu máli og nefnir Vigdísi
Finnbogadóttur sjálfa sem dæmi um
það. „Hún lærir fimm erlend tungumál
í skóla og verulega sér til gagns. Hún fer
í nám í frönsku í Háskólanum,“ segir
auður en bendir líka á að þýskukunn-
átta hafi hér á árum áður skipt miklu
máli fyrir marga. til dæmis fyrir verk-
fræðinga. „Það var alveg alvöru undir-
búningur til þess að fara í nám til Þýska-
lands í verkfræði eins og margir gerðu.“
auður segir að staða þriðja málsins,
þýsku, frönsku eða spænsku, sé gjör-
breytt og búið að þrengja að því. „Þetta
breytir menningarmynd okkar algjör-
lega til lengri tíma litið. Þetta er svo-
lítið að færast í sama horf aftur og var
fyrir 1800 þegar latínan ein réð ríkjum.
Núna er það eiginlega enskan sem ræður
ríkjum,“ segir auður. Þetta hafi gífurlega
mikil áhrif á það hvað við vitum um
önnur lönd og menningu annarra þjóða
og hvaða tækifæri við höfum til þess að
sækja okkur menntun og eiga viðskipti
við aðrar þjóðir.
„Ég er til dæmis nokkuð viss um það
að hafi ekki komið til dönskukunnátta,
þótt hún mætti gjarnan vera meiri, þá
hafi ekki verið eins álitlegur kostur fyrir
þessa fjölmörgu Íslendinga sem sóttu sér
lífsviðurværi til Noregs í hruninu að fara
þangað.“ jonhakon@frettabladid.is
Prófessor telur verulega
þrengt að þriðja málinu
Haldið verður upp á evrópska tungumáladaginn með hátíðardagskrá í Háskóla Íslands í
dag. Forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur segir að tungumál skipti veru-
legu máli fyrir viðskipti og menntun. Verulega sé búið að þrengja að þriðja tungumálinu.
Auður Hauksdóttir er forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Stofnunin er á meðal þeirra sem standa að evrópska tungumála-
deginum sem fagnað er með hátíðardagskrá í Háskóla Íslands. FréttAblAðið/Eyþór
Ég er til dæmis nokkuð
viss um það að hafi
ekki komið til dönskukunnátta,
þótt hún mætti gjarnan vera
meiri, þá hafi ekki verið eins
álitlegur kostur fyrir þessa
fjölmörgu Íslendinga sem sóttu
sér lífsviðurværi til Noregs í
hruninu að fara þangað
2 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m Á N U D A G U r14 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð
tÍmamót
2
6
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
A
E
-3
D
9
0
1
A
A
E
-3
C
5
4
1
A
A
E
-3
B
1
8
1
A
A
E
-3
9
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K