Fréttablaðið - 14.09.2016, Síða 4

Fréttablaðið - 14.09.2016, Síða 4
NICOTINELL LYFJATYGGIGÚMMÍ Nicotinell Classic/Fruit/Icemint/Lakrids/Mint/Spearmint/Tropical Fruit lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Notkun hjá fullorðnum 18 ára og eldri: Tyggið hægt þar til finnst sterkt bragð, látið tyggigúmmíið hvíla á milli kinnar og tannholds, tyggið aftur þegar bragðið dofnar, endurtakið í um 30 mínútur. Ekki má kyngja lyfjatyggigúmmíinu. Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Þú skalt nota Nicotinell 4 mg ef þú ert með mikla nikótínþörf, reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring eða ef þér hefur ekki tekist að hætta að reykja með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Annars skaltu nota Nicotinell 2 mg ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggja skal eitt stykki Nicotinell lyfjatyggigúmmí við reykingaþörf. Venjuleg notkun er 8-12 stykki á sólarhring, þó ekki fleiri en 15 stykki af 4 mg lyfjatyggigúmmíi og 25 stykki af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Þegar hætta á reykingum: Lengd meðferðar er einstaklingsbundin en varir yfirleitt í a.m.k. 3 mánuði, þá skal draga úr fjölda stk. smám saman. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 stk á sólarhring. Þegar dregið er úr reykingum: Nota skal Nicotinell lyfjatyggigúmmí þegar upp kemur reykingaþörf til að lengja reyklaus tímabil og draga þannig úr reykingum eins og mögulegt er. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúinn til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Venjulega er ekki mælt með reglulegri notkun Nicotinell lyfjatyggigúmmís lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega komið upp aftur. Ráðgjöf getur aukið líkurnar á því að reykingafólk hætti að reykja. Samtímis neysla á súrum drykkjum t.d. kaffi eða svaladrykkjum getur dregið úr frásogi nikótíns í kinninni. Forðast skal súra drykki 15 mínútum fyrir notkun lyfjatyggigúmmísins. Frábendingar: Einstaklingar sem ekki reykja, eru með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna eða eru yngri en 18 ára eiga ekki að nota Nicotinell lyfjatyggigúmmí. Varnaðarorð og varúðarreglur: Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing áður en þú notar Nicotinell því ekki er víst þú megir nota lyfið ef þú: hefur fengið einhverja hjarta eða æðasjúkdóma, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, ert með alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi, með bólgu eða sár í munni, koki, vélinda eða maga, barn á brjósti eða ert á meðgöngu. Einstaklingum með gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sérstakar varúðarreglur varðandi hjálparefni: Nicotinell inniheldur sorbitól (E420): Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol, sem er mjög sjaldgæft, skulu ekki nota lyfið. Tyggigúmmígrunnurinn inniheldur bútýlhýdroxýtólúen (E321) sem getur valdið staðbundinni ertingu slímhúðar. Inniheldur natríum sem þarf að hafa í huga hjá sjúklingum á saltskertu fæði. Sumar bragðtegundir innihalda auk þess maltitól. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Ertu að hætta að reykja? Veistu hvaða bragðtegund hentar þér? Fæst í 6 bragðtegundum! Nicotinell-6-bragdtegundir-5x10 copy.pdf 1 17/12/15 11:25 Stjórnmál „Guðni Ágústsson hefði kannski átt að taka Halldór Ásgrímsson, Steingrím Hermanns- son og fleiri sér til fyrirmyndar, að leyfa forystu flokksins að starfa í friði. Það hafa formenn yfirleitt gert. Hann er kominn út úr þessu öllu saman,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðar- og sjávar- útvegsráðherra. Tilefnið er viðtal Fréttablaðsins við Guðna, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins, í gær þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, geti skaðað Framsóknarflokkinn með þrásetu sinni í embætti. Viðtalið hefur vakið hörð viðbrögð innan Framsóknar. Meðal annars hefur Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar, tjáð sig um viðtalið og sagt: „Ef mig misminnir ekki var það [Guðni] sem sagði að innan Framsóknar- flokksins gilti heiðursmannasam- komulag að fyrrverandi formenn færu aldrei í sitjandi formann. Nýtt fordæmi hefur verið sett í dag.“ Gunnar Bragi verður í Föstudags- viðtali Fréttablaðsins síðar í vikunni og ræðir þar meðal annars stöðuna sem upp er komin innan flokksins. Um síðustu helgi tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknar og forsætisráðherra, að hann sæktist ekki eftir stjórnarsetu í flokknum ef engin breyting yrði á forystu hans. Það er önnur staða en var uppi fyrir skömmu þegar Sigurður sagðist styðja Sigmund og að ekki kæmi til greina að fara fram gegn formanninum. Nú er skorað á Sigurð innan Framsóknarflokksins að bjóða sig fram gegn formann- inum. Íhugar varaformannsframboð Gunnar Bragi Sveinsson segir að til greina komi að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins. Hann mun ekki styðja Sigurð Inga sem formann og telur rétt að Sigmundur Davíð verði áfram í forystu. Gunnar Bragi Sveinsson tók við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra af Sigurði Inga Jóhannssyni í apríl á þessu ári. Hann segir að Framsóknarflokkurinn sé í betri höndum undir stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns. FréttaBlaðIð/ErnIr Gunnar Bragi segist ekki munu styðja Sigurð Inga til að taka sæti formanns. „Ég hef sagt það við Sigurð Inga sjálfan að ég myndi ekki gera það. Ég tel að flokkurinn sé betur kominn undir stjórn Sigmundar Davíðs áfram.“ Allt bendir til þess að Sigurður Ingi hætti sem varaformaður ef Sig- mundur Davíð nýtur enn stuðnings sem formaður. Gunnar Bragi er að velta fyrir sér varaformannsfram- boði komi sú staða upp. „Þessa dag- ana erum við að reyna að átta okkur á því hver ætlar að leiða flokkinn, og ég er sannfærður um að það er Sig- mundur Davíð. Ég myndi gjarnan vilja að Sigurður Ingi yrði þar áfram en ef ekki, þá myndi ég hugsa um það. Þú spurðir mig beint þannig að ég er að reyna að svara þessu heiðar- lega. Ég myndi velta þessu fyrir mér eins og margir aðrir.“ snaeros@frettabladid.is HeilbrigðiSmál Myglusveppa- þolendur sem vegna eitrunar hafa þurft að láta hreinsa allt innbú sitt segjast vera sviknir af fyrirtækjum sem lofi hundrað prósent árangri með ósonhreinsun. Gunnlaugur Bjarnason lét óson- hreinsa hluta af innbúi sínu eftir að hafa verið í leiguíbúð með myglu- svepp. „Hreinsunin gekk í sjálfu sér vel en ég og sonur minn fengum mikinn hausverk, flökurleika og slappleika af lyktinni. Ég endaði á að henda rúmdýnu og hluta af föt- unum vegna þessa,“ segir hann. Í hópi þolenda myglusvepps á Facebook lýsa margir reynslu sinni og vonbrigðum með óson- hreinsun. Þar á meðal kona sem sendi bréf til Umhverfisstofnunar til að leita svara um ósonhreinsun. Í bréfinu segir hún að fyrirtækið sem hún átti viðskipti við sé að nýta sér neyð fólks sem gerir hvað sem er til að bjarga innbúi sínu enda ótryggt með öllu. Innbú hennar sé aftur á móti í verra standi en áður vegna óþefs sem best sé lýst sem megnri efnalykt. Í svari Umhverfisstofnunar við bréfi konunnar segir að fleiri mál er varða ósonhreinsun á myglu séu til skoðunar. Einnig að álit stofnun- arinnar sé að starfsemin skuli vera starfsleyfisskyld og undir eftirliti hjá heilbrigðiseftirlitinu, en ekk- ert eftirlit er nú með hreinsuninni. Óson sé varasamt efni og þurfi að meðhöndla af kunnáttu og var- færni. – ebg Myglusveppaþolendum gefnar falskar vonir Þeir sem hafa búið í íbúð með myglusvepp geta í mörgum tilfellum ekki haldið bú- slóð sinni þótt farið sé í nýtt húsnæði þar sem myglugró festast í fötum og innbúi. norDIcPHotoS/GEtty UmHverfiSmál Bæjarráð Mosfells- bæjar segist að svo stöddu ekki sjá ástæðu til samstarfs við félagið Villiketti um átak til að halda villi- köttum í skefjum með geldingum í stað eyðingar. Að því er fram kemur í umsögn umhverfisstjóra Mosfellsbæjar hafa villikettir ekki verið vandamál í Mosfellsbæ undanfarin ár þótt vitað sé um einstaka tilvik. „Talsvert var um villiketti í Mos- fellsbæ fyrir nokkrum árum þegar hitaveitustokkur var í notkun, en það skapaði kjöraðstæður fyrir villiketti þannig að þeim fjölgaði. Í samþykkt Mosfellsbæjar um kattahald segir að bæjaryfirvöld skuli gera ráðstafanir til útrýmingar á villiköttum. Til slíkra aðgerða hefur ekki þurft að grípa í Mosfellsbæ síðastliðin ár.“ – gar Hafna samstarfi við Villiketti HeilbrigðiSmál Síðan árið 2014 hafa Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri endurnýjað tæki fyrir rúmlega fjóra milljarða króna. Gert er ráð fyrir að það sem eftir lifir árs verði tæki keypt fyrir tæpar 604 milljónir til viðbótar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins og formanns fjárlaganefndar. Útlit er fyrir að Landspítalinn muni kaupa fyrir hálfum milljarði meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í svarinu kemur fram að þar sem kostnaður var hærri en fjárheimild hafi mismunurinn verið greiddur af rekstrarfé stofnananna. Við kaup Landspítalans á tveimur hjarta- þræðingartækjum, aðgerðaþjarka og sjúkrarúmum naut spítalinn einnig góðs af gjafafé. – jóe Endurnýja tæki fyrir milljarða landspítalinn naut góðs af gjafafé við endurnýjun á tækjum. FréttaBlaðIð/VIlHElm Villiköttur í góðum gír. norDIcPHotoS/GEtty Ég tel að flokkurinn sé betur kominn undir stjórn Sigmundar Davíðs áfram. Gunnar Bragi Sveins- son, landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðherra 1 4 . S e p t e m b e r 2 0 1 6 m i ð v i K U D A g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 1 4 -0 9 -2 0 1 6 0 3 :4 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 F -B B A C 1 A 8 F -B A 7 0 1 A 8 F -B 9 3 4 1 A 8 F -B 7 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.