Fréttablaðið - 14.09.2016, Qupperneq 14
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Hafliði
Helgason
haflidi@frettabladid.is
Við í Dögun
ætlum að út-
rýma fátækt á
Íslandi og við
erum ekki til
umræðu um
neitt annað.
Við munum
lögfesta fram-
færsluvið-
mið.
Mætir menn, m.a. hagfræðingar, halda því fram og með rökum að við Íslendingar séum álíka ríkir og Norðmenn. Sem sagt
við erum rík en þrátt fyrir það er til fólk á Íslandi
sem er fátækt. Staðreynd sem gengur bara upp
vegna þess að þeir efnameiri horfa í hina áttina
og viðurkenna ekki vandann. Í því liggur skömm
okkar. Það er einfaldlega ekki hægt að standa í
einhverjum rökræðum um málið. Við verðum
einfaldlega að leiðrétta þetta mannréttindabrot
strax.
Búa við sára fátækt
Það eru börn sem búa við fátækt á Íslandi þar sem
heimili þeirra ná ekki endum saman. Þessi börn
búa við mjög skert kjör. Þau horfa upp á félaga sína
vel klædda og ætíð metta, einnig hafa þau ekki
möguleika á frístunda- eða íþróttaiðkun. Það eru til
öryrkjar og aldraðir sem búa við sára fátækt og eru
búnir með launin sín um miðjan mánuðinn.
Allt of stór hópur treystir á matargjafir
hjálparstofnana og góðhjartaðra ættingja. Fjöldi
fólks getur ekki leyst út öll lyfin sín og dregur við
sig að sækja læknisþjónustu. Það er búið að segja
þetta margoft en lítið gerist, einhver óskiljanleg
tregða eins og menn haldi að vandamálið hverfi
af sjálfu sér eins og þynnka.
Afnám tekjutenginga
Við sem þjóð verðum að taka okkur taki.
Dögun hefur haft það í kjarnastefnu sinni frá
upphafi að útrýma fátækt. Við í Dögun ætlum
að útrýma fátækt á Íslandi og við erum ekki til
umræðu um neitt annað. Við munum lögfesta
framfærsluviðmið. Þessi viðmið verða algild
og allir aðilar í þjóðfélaginu verða að fara eftir
þeim. Þessi viðmið verða það há að þau duga
fyrir mannsæmandi framfærslu. Við ætlum að
hækka skattleysismörk og afnema tekjutengingar.
Þetta mun gilda um alla sem búa við fátækt af
hvaða sökum sem er og þar með talda öryrkja og
aldraða.
Fátækt
Helga
Þórðardóttir
formaður
Dögunar
Geðheilsustöð Breiðholts og Hugarafl
Opin fræðsla 15. september
Kl. 18:00-20:00
Borgartúni 22, 3. hæð
Fyrirlesari er Þorsteinn Kristján Jóhannsson
Allir velkomnir – Aðgangur ókeypis
Tölvufíkn
Guðni grafinn
Stuðningsmenn Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar hafa
risið upp á afturlappirnar gegn
Guðna Ágústssyni vegna ummæla
hans í Fréttablaðinu í gær. Anna
Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona
Sigmundar, varð fyrst til og sagði
Guðna í raun hafa brotið eigið
heiðursmannasamkomulag. Ekki
sæmdi að fyrrverandi formenn
hjóluðu í núverandi formenn.
Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
borgarfulltrúi lýsti óánægju sinni
og Gunnlaugur Sigmundsson,
faðir Sigmundar, sagði Guðna
hafa valið tímasetningu sína vel
til að skaða soninn sem mest.
Þetta er hávær en þröngur hópur
sem þarna reynir að grafa Guðna.
Spurning hvorn formanninn
Framsóknarmenn munu styðja.
Kraginn í kröggum
Það hefur ekki farið fram hjá
neinum að konur guldu afhroð
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Kraganum um helgina. Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir er líkleg til
að sækja enn frekar í kjósendahóp
Sjálfstæðisflokksins en áður var
talið. Fleiri flokkar þurfa þó að
verjast Viðreisn í kjördæminu en
Herdís Hallmarsdóttir, eiginkona
Magnúsar Orra Schram sem var
í öðru sæti í formannskjöri Sam
fylkingarinnar fyrir stuttu, tekur
sæti á lista Viðreisnar. Stuðningur
hennar sýnir að hægri sinnaðri
flokksmenn Samfylkingar geta
nú valið sér nýjan flokk í kjör
klefanum. snaeros@frettabladid.is
Á morgun verða liðin átta ár frá því að bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman varð gjaldþrota. Sá atburður hratt af stað atburðarás sem hafði gríðarlegar afleiðingar um heim allan.Árin á undan hafði hlaupið feikilegur
vöxtur í íslenskt bankakerfi sem hafði alþjóðavæðst
og vaxið hagkerfinu yfir höfuð. Nágrannaþjóðir okkar
svo sem Bretar og, það sem síðar kom í ljós, Danir
dældu lausafé inn í sína banka. Hér var aldrei mögu-
leiki á slíku. Afleiðingarnar eru öllum kunnar. Við tóku
erfið ár sem reyndu jafnt á fjárhagsstöðu fólks sem og
andlega líðan.
Umræða hér á landi hefur hingað til nánast ein-
skorðast við umræðu um einstaklinga og einstök fyrir-
tæki. Minna hefur farið fyrir því að ræða kerfið sjálft
og með hvaða hætti er skynsamlegt að byggja upp
heilbrigt fjármálakerfi og atvinnulíf.
Víða um heim hefur frá fjármálakreppunni 2008
verið unnið mikið starf þar sem dreginn hefur verið
lærdómur af því sem úrskeiðis fór í fjármálakerfinu
árin fyrir 2008.
Þegar slík áföll dynja yfir heiminn er eðlilegt að
mikill hluti umræðunnar sé tilfinningaþrunginn.
Slíkt er mannlegt. Þegar frá líður er mikilvægt að beita
greinandi og gagnrýnni hugsun til að draga lærdóm af
fyrri mistökum.
Í raun greinir kreppan sem hófst 2008 sig ekki mikið
frá öðrum kreppum fyrri tíðar. Grunnur hennar hefð-
bundin lánsfjárdrifin fasteigna- og eignabóla sem
sprakk.
Samtök fjármálafyrirtækja halda fund í dag þar
sem kynnt er skýrsla sem ber yfirskriftina: Hvað hefur
breyst? Rætt er við skýrsluhöfunda í Markaðnum í
dag. Í almennri umræðu má gjarnan heyra að lítið hafi
breyst í fjármálakerfi heimsins. Skýrslan sýnir hins
vegar annað.
Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á umgjörð
fjármálakerfisins sem tryggja eiga betur vernd inni-
stæðueigenda og verja fjármálastöðugleika þjóða.
Markmið regluverks um fjármálakerfi hlýtur ævinlega
að tryggja heilbrigðan vöxt og stöðugleika og forða
almenningi frá áföllum.
Ísland setti neyðarlög við fall bankanna. Með
þeim tókst að halda gangandi þeirri bankastarfsemi
sem snýr að almenningi. Sú ákvörðun var gagnrýnd
erlendis, en í tilskipunum Evrópusambandsins um
starfsemi fjármálafyrirtækja má sjá að leitað hefur
verið í smiðju viðbragða Íslendinga við falli bankanna.
Nú hillir undir afnám gjaldeyrishafta og að Íslend-
ingar geti á ný tekið þátt í alþjóðaviðskiptum með
sama hætti og nágrannaþjóðir. Þegar við stígum út úr
fiskabúri gjaldeyrishaftanna er mikilvægt að regluverk
og samkeppnishæfni atvinnulífs og fjármálakerfis sé
tryggt. Ef okkur á vel að farnast þarf umgjörð og reglu-
verk fyrirtækja að vera sambærilegt við það sem gerist
og gengur meðal þjóða sem við berum lífskjör okkar
saman við. Skýrsla SFF er þarft innlegg í þá umræðu.
Umgjörð banka
Markmið
regluverks
um fjármála-
kerfi hlýtur
ævinlega að
tryggja heil-
brigðan vöxt
og stöðug-
leika og forða
almenningi
frá áföllum.
1 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m I Ð V I K U D A G U r14 s K o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
4
-0
9
-2
0
1
6
0
3
:4
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
8
F
-B
1
C
C
1
A
8
F
-B
0
9
0
1
A
8
F
-A
F
5
4
1
A
8
F
-A
E
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
1
3
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K