Fréttablaðið - 14.09.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.09.2016, Blaðsíða 16
körfubolti „Menn eru svolítið þreyttir en að verða tilbúnir í stóra leikinn hér heima,“ segir Craig Peder- sen landsliðsþjálfari en Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik í Laugar- dalshöll í kvöld. Þá kemur Kýpur í heimsókn og íslenska liðið verður að vinna. Ann- ars er draumurinn um EM dáinn. Þetta er næstsíðasti leikur íslenska liðsins í undankeppninni en loka- leikurinn er gegn Belgum um næstu helgi. Tekið á andlega Ástæðan fyrir því að Pedersen segir að menn séu þreyttir er sú staðreynd að liðið er nýkomið heim eftir  langa dvöl erlendis. Þar spiluðu strákarnir þrjá leiki á útivelli og vannst sigur í einum leik. Það var gegn andstæð- ingum kvöldsins, Kýpverjum, en íslenska liðið vann með ellefu stiga mun, 75-64. „Tólf dagar á hóteli með lítið að gera getur tekið á menn and- lega. Nú erum við komnir heim og getum hlaðið batteríin upp á nýtt. Við munum taka eitt skref í einu og aðeins hugsa um einn leik í einu. Örlögin eru enn í okkar höndum og þannig vill maður alltaf hafa það,“ segir Pedersen. Lokaleikurinn á ferðalaginu var gegn Sviss þar sem íslenska liðið olli sjálfu sér vonbrigðum með því að tapa, 83-80, eftir að hafa unnið leikinn heima, 88-72. Þar var aug- ljós þreyta í liðinu en hvernig ætlar þjálfarinn að koma sínu liði í gang aftur? Hjálpar að hitta fjölskylduna „Það skiptir máli að vera kominn heim til sín og upp í sitt eigið rúm. Að vera í kringum fjölskyldu sína og börn. Þessi hluti hjálpar strax mikið til. Svo var gott að taka stutta æfingu til þess að hrista skrekkinn úr mönn- um. Fyrir tveimur árum hefðum við kannski verið ánægðir með þessa ferð til Evrópu því það er mjög erfitt að fara í útileiki. Liðið hefur aftur á móti verið að ná árangri síðustu árin þannig að þessi niðurstaða var svo- lítil vonbrigði. Sviss hafði mikið að sanna eftir að hafa tapað fyrir Kýpur og þeir léku af miklum krafti.“ Vantar smá aukakraft Svo gæti farið að það dugi íslenska liðinu að vinna leikinn gegn Kýpur til þess að komast á Eurobasket eins og EM í körfubolta er kallað. Pedersen er ekkert að missa sig í einhverjum reikningskúnstum. Það bíða tveir leikir og þá á að vinna. En hvernig? „Við reynum að einbeita okkur að einum leik í einu. Við þurfum í raun að spila eins og við gerðum á æfing- unni í dag. Af miklum krafti og með mikilli einbeitingu. Við höfum verið að finna lausnir í sókninni en okkur vantar smá aukakraft og samheldni í varnarleiknum. Kýpur er með gott og skipulagt lið. Við verðum að afgreiða þann leik af fagmennsku áður en við horfum lengra.“ Lykilmenn í meiðslum Það er ekki að vinna með íslenska liðinu að tveir lykilmenn glíma við meiðsli. Haukur Helgi Pálsson tognaði í baki í leiknum gegn Sviss en mun spila í kvöld. Jón Arnór Stefánsson missti af tveim fyrstu leikjunum úti en spilaði sárþjáður gegn Sviss. Hann spilaði þá í 25 mínútur en skoraði aðeins tvö stig og var augljóslega ekki í standi. „Ég hef lítið getað beitt mér út af hnénu. Er með þessa bölvuðu verki alltaf og hnéð er ekki í góðu standi. Það sást langar leiðir í síðasta leik að ég er ekki í nógu góðu standi. Vonandi næ ég að koma mér betur inn í þetta svo ég sé ekki að halda aftur af mönnum í leiknum,“ sagði Jón Arnór svekktur en hann hefur þó verið að æfa. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.15. henry@frettabladid.is Örlögin eru í okkar höndum Íslenska körfuboltalandsliðið má ekki misstíga sig gegn Kýpur í Laugardalshöllinni í kvöld. Strákarnir ætla sér að komast á EM og sigur í kvöld er stórt skref í rétta átt. Tap þýðir að liðið er úr leik í baráttunni. Svona vinnum við þá. Pedersen þjálfari fer yfir stöðuna með Jóni Arnóri Stefánssyni. fréTTAbLAðið/ernir Leikir sem eru eftir: Ísland - Kýpur belgía - Sviss Ísland - belgía Kýpur - Sviss Staðan belgía ..............................................................................8 Ísland ............................................................................6 Sviss .................................................................................5 Kýpur ..............................................................................5 Er markvisst vinnuverndarstarf á þínum vinnustað? Í haust heldur Vinnueftirlitið fjölbreytt námskeið um vinnuvernd og slysavarnir. Námskeiðin eru ætluð öryggistrúnaðarmönnum, öryggisvörðum, stjórnendum, verkstjórum og öllum sem hafa áhuga á vinnuvernd. Áhættumat Fallvarnir Slysaforvarnir Einelti á vinnustað Vinnuvernd VARÚÐ SLYSAHÆTTA Öryggismenning Verkstjóraábyrgð Vinnustellingar EFNAHÆTTUR Líkamsbeyting Vinnueftirlitið heldur námskeið úti á vinnustöðum um allt land fyrir 10 eða fleiri þátttakendur. Auk þess höldum við styttri fyrirlestra um vinnuverndarmál eftir nánara samkomulagi. Kynntu þér framboðið á heimasíðu Vinnueftirlitsins www.vinnueftirlit.is/fraedsla/ Í dag Meistaradeild evrópu: 18.15 Meistarad.messan Sport 18.40 Tottenham - Monaco Sport 2 18.40 Juventus - Sevilla Sport 3 18.40 Cl. brugge - Leicester Sport 4 18.40 r. Madrid - Sporting Sport 5 20.45 Meistarad.mörkin Sport Undankeppni eM 2017: 20.15 Ísland - Kýpur Laugardalshöll Meistaradeild Evrópu A-riðill PSG - Arsenal 1-1 1-0 Edinson Cavani (1.), 1-1 Alexis Sánchez (77.). rauð spjöld: Marco Veratti, PSG (90+3.); Oliver Giroud, Arsenal (90+3.). basel - Ludogorets 1-1 0-1 Jonathan Cafu (45.), 1-1 Renato Steffen (80.). Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Basel. b-riðill Dynamo Kiev - napoli 1-2 1-0 Denys Garmash (26.), 1-1 Arek Milik (36.), 1-2 Milik (45+2.). rautt spjald: Serhiy Sydorchuk, Dynamo Kiev (68.). benfica - besiktas 1-1 1-0 Franco Cervi (12.), 1-1 Anderson Talisca (90+3.). C-riðill barcelona - Celtic 7-0 1-0 Lionel Messi (3.), 2-0 Messi (27.), 3-0 Neymar (50.), 4-0 Andrés Iniesta (59.), 5-0 Messi (60.), 6-0 Luis Suárez (75.), 7-0 Suárez (88.). Leik Man City og Mönchenglad- bach var frestað vegna veðurs. D-riðill b. München - rostov 5-0 1-0 Robert Lewandowski, víti (28.), 2-0 Thomas Müller (45+2.), 3-0 Joshua Kimmich (53.), 4-0 Kimmich (60.), 5-0 Juan Bernat (90.). PSV - Atlético Madrid 0-1 0-1 Saúl Níguez (43.). Nýjast KriSTJÁN TEKiNN Við SæNSKA HANdBoLTALANdSLiðiNu Kristján Andrésson var kynntur sem þjálfari sænska handbolta- landsliðsins í gær. Kristján skrifaði undir tveggja ára samning við sænska handknattleikssambandið. Hann tekur við starfinu af ola Lindgren og Staffan olsson sem hættu eftir Ólympíuleikana í ríó þar sem Svíum gekk illa. Kristján þjálfaði Guif í níu ár en hætti eftir síðasta tímabili og ætlaði að hætta í þjálfun. En tilboðið frá sænska sambandinu reyndist of freistandi. „Það var erfitt að hafna þessu starfi. Ég er stoltur og glaður að hafa fengið þetta tækifæri. Það eru spenn- andi tímar fram undan hjá mér,“ sagði Kristján í sam- tali við íþrótta- deild í gær. 1 4 . s E p t E M b E r 2 0 1 6 M i Ð V i k u D A G u r16 s p o r t ∙ f r É t t A b l A Ð i Ð sport 1 4 -0 9 -2 0 1 6 0 3 :4 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 F -C 5 8 C 1 A 8 F -C 4 5 0 1 A 8 F -C 3 1 4 1 A 8 F -C 1 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 3 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.