Fréttablaðið - 21.05.2016, Síða 8

Fréttablaðið - 21.05.2016, Síða 8
VORHÁTÍÐ KORPUTORGS LAUGARDAGINN 21. MAÍ Leiktæki fyrir börnin Grillaðar pylsur frá 14 til 16 Vortilboð hjá verslunum Næg bílastæði Tyrkland „Þjóðin mín vill ekki sjá afbrotamenn á þingi,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stuttu áður en þingið samþykkti að svipta suma þingmenn þinghelgi. Alls greiddu 376 af 500 þing­ mönnum atkvæði með tillögu þess efnis. Þingmenn stjórnarandstöðunn­ ar, einkum Kúrdar, eiga nú á hættu málshöfðun og jafnvel fangelsun fyrir að hafa stutt réttindabaráttu Kúrda. Alls eru það 138 þingmenn, sem nú verða sviptir þinghelgi. Þeir eiga allir yfir höfði sér dómsrannsókn. Flestir eru þeir þingmenn stjórn­ arandstöðuflokkanna. Þar af er 51 úr CHP, flokki sósíaldemókrata, 50 úr HDP, flokki Kúrda, og einn er utan flokka. Hins vegar eru 27 þeirra úr stjórnarflokknum AKP og níu úr þjóðernisflokknum MHP, sem hefur ásamt stjórnarflokknum lagt mikla áherslu á þessa lagabreytingu. „Þetta er árás á okkur,“ hefur fréttastöðin Al Jazeera eftir einum þingmanna Kúrdaflokksins HDP, Meral Bestas. Flokkurinn komst í fyrsta sinn inn á þing í tveimur kosningum á síðasta ári, fyrst í júní og svo aftur í nóvember. Kúrdar höfðu áður setið á þjóðþinginu sem óháðir þingmenn, en buðu í fyrsta sinn fram undir merkjum flokks síns á síðasta ári. Seta þeirra á þingi kemur hins vegar í veg fyrir að flokkur Erdog­ ans forseta hafi nægan meirihluta til að geta komið í gegn stjórnar­ skrárbreytingum til að styrkja völd forsetans, sem Erdogan hefur ákaft reynt að koma í gegnum þingið. Meðan þetta gerist er Evrópu­ sambandið að taka ákvörðun um hvort veita eigi Tyrkjum heimild til að ferðast til aðildarríkja sam­ bandsins án vegabréfsáritunar. Vegabréfafrelsi Tyrkja í Evrópu­ sambandsríkjum er partur af samkomulagi ESB við tyrknesk stjórnvöld, sem gert var nýverið. Tyrkir hafa lofað að taka í staðinn við flóttafólki, sem farið hefur ólöglega í gegnum Tyrkland yfir til Grikklands og þaðan áfram til Evrópu. Auk þess að veita Tyrkjum vega­ bréfafrelsi hefur ESB greitt Tyrkjum þrjá milljarða evra, og hyggst greiða þrjá milljarða til viðbótar standi Tyrkir við sinn hluta samkomu­ lagsins. Samtals eru þetta sex millj­ arðar evra eða nærri 850 milljarðar króna. gudsteinn@frettabladid.is Kúrdar sviptir þinghelgi í Tyrklandi Ákvörðun tyrkneska þingsins getur orðið til þess að hrekja af þingi alla Kúrda og stuðningsmenn þeirra. Þeir eiga nú yfir höfði sér málshöfðun fyrir að taka þátt í réttindabaráttu Kúrda. Rúm 73 prósent þingmanna studdu tillöguna. Hiti var í þingmönnum á tyrkneska þjóðþinginu í gær þegar gengið var til atkvæða um umdeilt lagafrumvarp. Fréttablaðið/EPa 138 þingmenn verða sviptir þing- helgi í Tyrklandi og eiga allir yfir höfði sér dómsrannsókn. reykjavíkurborg Gríðarleg eftir­ spurn ríkir eftir atvinnuhúsnæði í Reykjavík um þessar mundir. Miklar framkvæmdir eru því fram undan. Fjörutíu og fjórum milljörðum verður varið í núverandi áform um hóteluppbyggingu, en einnig er lögð mikil áhersla á uppbyggingu atvinnuhúsnæðis undir þekkingar­ starfsemi. Á síðustu tólf mánuðum er borg­ in búin að selja átta lóðir undir atvinnustarfsemi, sem er mun meira en í mörg ár þar á undan. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi Reykjavíkur­ borgar í gærmorgun. „Ferðaþjón­ ustan hefur leitt vöxtinn í atvinnu­ húsnæði undanfarin misseri, en aðrar greinar eru farnar að taka við sér,“ sagði Dagur. Á fundinum benti Dagur á að þrátt fyrir mikla umræðu um bygg­ ingu hótela sé byggingariðnaðurinn að stofni til að byggja íbúðir sem hann segir mjög jákvætt. „Öll þessi hótelverkefni sem fóru í gang eru einn tíundi af því sem fór í gang í íbúðarhúsnæði,“ sagði Dagur. Enn eru atvinnulóðir til sölu í Reykjavík, má þar nefna Hlíðar­ enda, Lambhagaveg, Gylfaflöt og Krókháls 7a. Næstu svæði sem verða byggð upp eru meðal annars Suður­ Mjódd, Köllunarklettur, og Esju­ melar. Faxaflóahafnir eru að gera nýja hafnargarða í Sundahöfn, nýtt deiliskipulag er á Sprengisandi og skipulagssamkeppni mun fara af stað í Gufunesi, þar sem RVK­Stud­ ios hefur keypt fjórar fasteignir. – sg Hafa selt 8 lóðir undir atvinnustarfsemi Ferðaþjónustan hefur leitt vöxtinn í atvinnuhúsnæði undanfarin misseri, að sögn Dags b. Eggertssonar, borgarstjóra í reykjavík. Fréttablaðið/Ernir 2 1 . m a í 2 0 1 6 l a u g a r d a g u r8 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 2 1 -0 5 -2 0 1 6 0 3 :5 8 F B 0 9 6 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 8 0 -9 E 7 8 1 9 8 0 -9 D 3 C 1 9 8 0 -9 C 0 0 1 9 8 0 -9 A C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.