Fréttablaðið - 21.05.2016, Side 22
Goðsögnin Nigel Short og Hjörvar Steinn Grétarsson, yngsti stórmeistari Íslands, mætast í MótX-ein-víginu í Salnum í
Kópavogi nú um helgina. Skákfélagið
Hrókurinn skipuleggur þennan stór-
viðburð í íslensku skáklífi, og má
búast við stórskemmtilegu einvígi,
en báðir meistararnir eru þekktir
fyrir snilldartilþrif á skákborðinu.
Short og Hjörvar tefla sex atskák-
ir, með 25 mínútna umhugsunar-
tíma, og verður frábær aðstaða í
Salnum til að fylgjast með spenn-
andi einvígi. Aðgangur er ókeypis
og eru allir velkomnir.
Nigel Short var undrabarn í skák.
Stórmeistari varð hann 19 ára og var
þá yngstur allra í heiminum sem
báru þann eftirsótta titil.
Short hefur unnið tugi alþjóð-
legra skákmóta og verið í fremstu
röð í áratugi. Á hátindi ferils síns
vann Short sér rétt til að tefla um
heimsmeistaratitilinn við sjálfan
Garry Kasparov árið 1993, en beið
lægri hlut.
Árið sem Short glímdi við hinn
göldrótta ofurmeistara Kasparov
um heimsmeistaratitilinn fæddist
Hjörvar Steinn Grétarsson, sem nú
er yngstur þeirra Íslendinga sem
skarta stórmeistaratign. Hann er nú
næststigahæsti skákmaður Íslands
með 2.580 stig, og er til alls líklegur
gegn Short, þótt enski meistarinn
skarti nú 2.671 skákstigi.
Short og Hjörvar Steinn munu
tefla sex atskákir í Salnum. Umhugs-
unartími er 25 mínútur fyrir hvorn
keppanda. Það er mun styttri tími
en í hefðbundnum kappskákum,
og má búast við tímahraki með til-
heyrandi fjöri.
The Knight b4
En hér er ekki allt talið. Nigel Short
er maður mikilla hæfileika og treður
upp sem söngvari í skák-rokk-
bandinu The Knight b4 á Húrra í
Tryggvagötu og setur punkt við
skákhátíðina. Aðrir í hljómsveitinni
eru Arnljótur Sigurðsson, Hjörtur
Ingvi Jóhannsson, Viggó E. Hilmars-
son og Þorvaldur Ingveldarson.
Skákmeistarar lofa tilþrifum
Fyrrverandi áskorandi um heimsmeistaratitilinn í skák, Nigel Short, og Hjörvar Steinn Grétarsson, yngsti
stórmeistari Íslands, takast á í sex skáka einvígi sem fram fer um helgina. Búast má við spennandi keppni.
Dagskrá MótX-
einvígisins í Salnum
Laugardagur 21. maí
Kl. 14 -- Setningarathöfn og 1. skák
Kl. 15 -- 2. skák
Kl. 16 -- 3. skák
Sunnudagur 22. maí
Kl. 14 -- 4. skák
Kl. 15 -- 5. skák
Kl. 16 -- 6. skák og verðlauna-
afhending
Þeir Nigel Short og Hjörvar Steinn takast á í sex skáka einvígi um helgina. FréTTabLaðið/aNToN briNK
Svavar Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
2 1 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R22 h e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð
helgin
2
1
-0
5
-2
0
1
6
0
3
:5
8
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
2
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
8
0
-9
4
9
8
1
9
8
0
-9
3
5
C
1
9
8
0
-9
2
2
0
1
9
8
0
-9
0
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
9
6
s
_
2
0
_
5
_
2
0
1
6
C
M
Y
K