Fréttablaðið - 21.05.2016, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.05.2016, Blaðsíða 22
Goðsögnin Nigel Short og Hjörvar Steinn Grétarsson, yngsti stórmeistari Íslands, mætast í MótX-ein-víginu í Salnum í Kópavogi nú um helgina. Skákfélagið Hrókurinn skipuleggur þennan stór- viðburð í íslensku skáklífi, og má búast við stórskemmtilegu einvígi, en báðir meistararnir eru þekktir fyrir snilldartilþrif á skákborðinu. Short og Hjörvar tefla sex atskák- ir, með 25 mínútna umhugsunar- tíma, og verður frábær aðstaða í Salnum til að fylgjast með spenn- andi einvígi. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Nigel Short var undrabarn í skák. Stórmeistari varð hann 19 ára og var þá yngstur allra í heiminum sem báru þann eftirsótta titil. Short hefur unnið tugi alþjóð- legra skákmóta og verið í fremstu röð í áratugi. Á hátindi ferils síns vann Short sér rétt til að tefla um heimsmeistaratitilinn við sjálfan Garry Kasparov árið 1993, en beið lægri hlut. Árið sem Short glímdi við hinn göldrótta ofurmeistara Kasparov um heimsmeistaratitilinn fæddist Hjörvar Steinn Grétarsson, sem nú er yngstur þeirra Íslendinga sem skarta stórmeistaratign. Hann er nú næststigahæsti skákmaður Íslands með 2.580 stig, og er til alls líklegur gegn Short, þótt enski meistarinn skarti nú 2.671 skákstigi. Short og Hjörvar Steinn munu tefla sex atskákir í Salnum. Umhugs- unartími er 25 mínútur fyrir hvorn keppanda. Það er mun styttri tími en í hefðbundnum kappskákum, og má búast við tímahraki með til- heyrandi fjöri. The Knight b4 En hér er ekki allt talið. Nigel Short er maður mikilla hæfileika og treður upp sem söngvari í skák-rokk- bandinu The Knight b4 á Húrra í Tryggvagötu og setur punkt við skákhátíðina. Aðrir í hljómsveitinni eru Arnljótur Sigurðsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Viggó E. Hilmars- son og Þorvaldur Ingveldarson. Skákmeistarar lofa tilþrifum Fyrrverandi áskorandi um heimsmeistaratitilinn í skák, Nigel Short, og Hjörvar Steinn Grétarsson, yngsti stórmeistari Íslands, takast á í sex skáka einvígi sem fram fer um helgina. Búast má við spennandi keppni. Dagskrá MótX- einvígisins í Salnum Laugardagur 21. maí Kl. 14 -- Setningarathöfn og 1. skák Kl. 15 -- 2. skák Kl. 16 -- 3. skák Sunnudagur 22. maí Kl. 14 -- 4. skák Kl. 15 -- 5. skák Kl. 16 -- 6. skák og verðlauna- afhending Þeir Nigel Short og Hjörvar Steinn takast á í sex skáka einvígi um helgina. FréTTabLaðið/aNToN briNK Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is 2 1 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R22 h e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð helgin 2 1 -0 5 -2 0 1 6 0 3 :5 8 F B 0 9 6 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 2 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 8 0 -9 4 9 8 1 9 8 0 -9 3 5 C 1 9 8 0 -9 2 2 0 1 9 8 0 -9 0 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.