Fréttablaðið - 21.05.2016, Side 76

Fréttablaðið - 21.05.2016, Side 76
Barnavísur Listaverkið Bragi Halldórsson 200 „Jæja þá, sudoku gáta,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að leysa sudoku að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa hana,“ bætti hún við. Konráð horfði á gátuna. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku gátur svo hún var alveg til í keppni. „Við glímum öll við hana og þá kemur í ljós hversu klár þú ert orðin,“ sagði hún. „Allt í lagi,“ sagði Kata. „En ég vara ykkur við, ég er orðin mjög klár,“ sagði hún montin. Heldur þú að þú getir leyst þessa sudoku gátu hraðar en Kata? A, b, c, d A, b, c, d, e, f, g, eftir kemur h, i, j, k, l, m, n, o, einnig p, ætla ég q þar standi hjá. R, s, t, u, v eru þar næst, x, y, z, þ, æ, ö. Allt stafrófið er svo læst í erindi þessi lítil tvö. (Höfundur ókunnur) Fagur fiskur í sjó Fagur fiskur í sjó, brettist upp á halanum með rauða kúlu á maganum. Vanda, banda, gættu þinna handa. Vingur, slingur, vara þína fingur. Fetta, bretta, svo skal högg á hendi detta. (Höfundur ókunnur) Nafn og aldur? Óðinn Styrkár Þór- hallsson verður 8 ára í ágúst. Sævar Stormur Þórhallsson er 5 ára. Hvernig var að flytja til útlanda? Ó: Pínu öðruvísi því við gátum ekki strax talað tungumálið. S: Gaman. Voruð þið fljótir að læra ítölsku? Ó: Já, það tók svona tvo mánuði, núna skil ég allt. S: Í leikskólanum mínum tala kennararnir ítölsku og ensku. Hvernig finnst ykkur að búa á Ítalíu? Ó: Eiginlega mjög gaman, S: Stundum gaman, stundum ekki gaman. Stundum skil ég ekki alveg allt – en oftast. Hvað er skemmtilegast? Ó: Veðrið er gott og flestur matur er mjög góður og ísinn líka. S: Rólóarnir eru mjög skemmtilegir og ég fæ mjög oft gelato. Saknið þið Íslands? Ó: Jáááá stundum, ég sakna Matthildar og íslensku vina minna. En samt á ég fullt af ítölskum vinum líka. Og ég sakna líka SS pulsanna. S: Já, ég sakna Vikt- ors og vina minna. Besti vinur minn á leikskólanum á Ítalíu heitir Joseph. Ég sakna líka Seltjarnar ness stundum. Hvað ætlið þið að gera í sumar? Ó: Fara til Íslands í júlí í smá heimsókn með pabba, og þegar við erum komnir aftur til Mílanó förum við í ferðalag um Ítalíu, þar verður hús með sund- laug. Þá verður mamma í fríi í skólanum. S: Það er búið að vera sumar svo- lítið lengi hér, ég ætla samt líka til Íslands og fara í Neslaug- ina og borða SS pulsur. Skemmtilegir rólóar og ítalski ísinn góður Bræðurnir Óðinn Styrkár og Sævar Stormur Þórhallsynir fluttu nýlega til Mílanó á Ítalíu ásamt foreldrum sínum og litlu systur. Þeir kunna vel við ítalska lífið en sakna helst SS-pylsanna frá Íslandi. Óðinn og Sævar eru hér fyrir framan risa osta á Ítalíu. Bræðurnir ætla að fara til Íslands í sumar- fríinu og í ferða- lag um Ítalíu. Ásdís Júlíusdóttir teiknaði þessa mynd. ht.is AFSLÁTTUR 25-30% VIFTUR Í ÚRVALI VERÐ FRÁ 2.495 2 1 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R44 h e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 2 1 -0 5 -2 0 1 6 0 3 :5 8 F B 0 9 6 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 8 0 -8 F A 8 1 9 8 0 -8 E 6 C 1 9 8 0 -8 D 3 0 1 9 8 0 -8 B F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.