Fréttablaðið - 21.05.2016, Side 80
Sarah Ruhl er bandarískt leikskáld sem hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín á liðnum árum. Hún hefur unnið til fjölda verð-launa og meðal annars tví-
vegis verið tilnefnd til Pulitzer-verð-
launanna. Verk hennar takast á við
samtíma, samfélag og meðborgara
á skemmtilegan máta og það er því
gleðiefni að eitt af verkum Söruh
Ruhl skuli loksins rata á fjalirnar í
íslensku leikhúsi. Á mánudaginn
frumsýnir leikhópurinn Blink verkið
Sími látins manns, sem var frumflutt
í Bandaríkjunum árið 2007, þar sem
það fékk strax afar góðar viðtökur.
Charlotte Bøving er leikstjóri upp-
færslunnar í Tjarnarbíói og hún segir
að hugmyndin að því að takast á við
þetta verk sé í raun komin frá Maríu
Dalberg, sem er jafnframt framleið-
andi og ein af leikurum sýningar-
innar, en hún stofnaði umræddan
leikhóp árið 2014. „María bjó í New
York á sínum tíma og þar fann hún
soldið fyrir þessum einmanaleika
sem getur fylgt því að búa í stór-
borg. Þú ert alltaf umkringdur fólki,
en samt alltaf einn. Þetta verk, Sími
látins manns, höfðaði sterklega til
hennar því það fjallar um stelpu sem
er soldið einmana og byrjar að lifa í
gegnum mann sem er látinn.“
Að lifa á internetinu
Verkið má skilgreina sem gaman-
leikrit með alvarlegum undir-
tóni. Það segir frá ungri konu sem
GÁRUR AF GÖGNUM
Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður haldinn í Kötlusal Hótel Sögu
miðvikudaginn 25. maí 2016, kl. 8.15–10. Á fundinum verður fjallað um hvernig rannsóknir á
stofnuninni og opið aðgengi að þeim hafa nýst með óvæntum hætti víða í samfélaginu. Þá verður
sjónum beint að rafrænum menningararfi sem enn á víða í vök að verjast.
Hægt er að skrá sig á ársfundinn fram að hádegi þriðjudaginn 24. maí
á vefsíðu stofnunarinnar: www.arnastofnun.is
Þorsteinn Pálsson, formaður stjórnar
Ávarp
Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður
Árnastofnunar
Starfsemi stofnunarinnar árið 2015
Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður
Varðveisla menningararfleifðar á stafrænu formi
Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður
Tónlistarsafns Íslands
„... hefur þú heyrt þessa sögu?“
Sigríður Rún, grafískur hönnuður
Líffærafræði leturs
Vilhjálmur Þorsteinsson hugbúnaðarhönnuður
Skraflað og málgreint með Beygingarlýsingu
íslensks nútímamáls
Guðrún Ingólfsdóttir, sjálfstætt starfandi
fræðimaður
Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar. Bók-
menning íslenskra kvenna frá miðöldum til 1730.
Illugi Gunnarsson mennta- og
menningarmálaráðherra
Ávarp
Að lokinni dagskrá í Kötlusal verður farið að
grunni Húss íslenskunnar ásamt mennta- og
menningarmálaráðherra.
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
Á bak við er manneskjan í öllum sínum ljótleika
Á mánudagskvöld verður leikritið Sími látins manns eftir bandarísku skáldkonuna Söruh Ruhl frumsýnt í
Tjarnarbíói í leikstjórn Charlotte Bøving og er sýningin hluti af Listahátíðinni í Reykjavík sem hefst í dag.
Charlotte Bøving, leikstjóri sýningarinnar Sími látins manns, sem verður frumsýnd í Tjarnarbíói á mánudagskvöldið. FréTTABlAðið/STeFán
ákveður að svara í síma sem ein-
hver hefur skilið eftir á kaffihúsi
og hefur hringt án afláts. Við þetta
verður mikil breyting á lífi ungu
konunnar en Charlotte segir að
umfjöllunarefni verksins sé í raun
mjög víðtækt. „Þetta verk fjallar
ekki bara um sögu þessarar ungu
konu heldur í raun um svo margt
sem snertir okkur í nútímasam-
félagi. Það er fylgst með þess-
ari konu stíga inn í veröld látins
manns og við það kynnumst við í
rauninni honum líka og alls konar
skrítnum og skemmtilegum pers-
ónum úr hans fjölskyldu en leik-
arar auk Maríu eru þau Kolbeinn
Arnbjörnsson, Elva Ósk Ólafsdóttir
og Halldóra Rut Baldursdóttir.
Þetta er rammi sögunnar en svo er
verkið líka að skoða hvernig við sem
manneskjur tengjumst hver annarri
og það er eitthvað sem á sífellt sterk-
ara erindi við okkur. Við tengjumst
í gegnum netið og símann og alla
þessa tækni þannig að það er t.d.
allt í einu orðið gamaldags að senda
sendibréf. Unga stúlkan verður í
raun ástfangin af látnum manni
eða öllu heldur ímyndinni sem
hann skilur eftir sig. Ímynd sem er
spennandi því maðurinn er eðlilega
þögull og óræður. Þetta er eins og
tvitta þar sem fólk heillast af ímynd
en ekki fólki. En svona er þetta í dag.
Þegar fólk deyr þá lifir það áfram á
inter netinu þar sem fólk sendir því
afmæliskveðjur einu sinni á ári og
annað slíkt.
Sköpum okkur ímynd
Verkið tekst aðeins á við þetta en
svo er þetta líka um hjónabandið.
Um það hverju við höldum hvort
frá öðru og hvernig við tengjumst.
Langar okkur í raun til þess að
tengjast og vera náin eða er ein-
faldlega betra að lifa í fjarlægðinni
og ímynda okkur hvernig fólk er. Ég
held að þetta verk sé að miklu leyti
einmitt um það hvað við sýnum og
hvað við sýnum ekki.
Hvaða mynd ertu með á Face-
book? Hvaða ímynd ertu með?
Hvað er þitt brand? Í dag erum við í
raun öll að keppast við að markaðs-
setja okkur og keppast við að varpa
fram af okkur ákveðinni ímynd.“
Charlotte segir að verkið eigi
ekkert síður erindi inn í samfélag
á borð við Ísland eins og það stóra
samfélag sem það er sprottið úr.
„Þetta verk á alls staðar erindi. Við
erum með í höndunum alveg rosa-
lega góða staðfærslu og þýðingu á
verkinu þannig að það á ekki að
trufla neinn að þetta er banda-
rískt verk. Það er líka soldill ævin-
týraheimur með eilítið ýktum og
fyndnum persónum. Þær minna
mig reyndar aðeins á persónurnar
hennar Auðar Övu Ólafsdóttur.
Heimurinn er ekki alveg venju-
legur. En eins og hjá henni þá er
alltaf botn í öllu – sársaukinn er
raunverulegur. Það er margt sem
gerist á yfirborðinu en á bak við
er bara manneskjan í öllum sínum
ljótleika að dragnast með alla sína
erfiðleika og sársauka.“
En Svona ER þETTa í
dag. þEgaR fóLk
dEyR þÁ LifiR það ÁfRam Á
inTERnETinu þaR SEm fóLk
SEndiR því afmæLiSkvEðjuR
Einu Sinni Á ÁRi og annað
SLíkT.
2 1 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R48 m e n n i n G ∙ F R É T T a B L a ð i ð
menning
2
1
-0
5
-2
0
1
6
0
3
:5
8
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
8
0
-6
8
2
8
1
9
8
0
-6
6
E
C
1
9
8
0
-6
5
B
0
1
9
8
0
-6
4
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
9
6
s
_
2
0
_
5
_
2
0
1
6
C
M
Y
K