Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.05.2016, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 21.05.2016, Qupperneq 28
vel. Í þeim tilvikum þurfi bara að minna á sjónarmið fólks af erlendum uppruna. Það eigi að fá að vera stolt af uppruna sínum og fá tækifæri til þess að halda í móðurmálið sitt. „Það sem fólk lætur út úr sér getur verið svo klikkað: Þú ert meiri Íslendingur en margir aðrir, þú ert bara búinn að vera aðeins of lengi í sólinni. Fólk talar bara blátt áfram eins og það besta í heimi sé að vera Íslendingur. Fólk fattar ekki að ég er jafn hvítur og ég er svartur. Ég lít ekki á mig sem eitt eða neitt. Ég vil bara fá að vera friði með það hvernig ég lít út. Það er þessi hugsunarháttur sem þarf að laga. Fólk á að fá að vera stolt af því hvaðan það kemur, hver saga þess er. Við erum ekki í keppni um hver sé mesti Íslendingurinn,“ segir Unnsteinn. Fjölskyldur grípi inn í líf rasista Unnsteini finnst að fjölskyldur þeirra sem beita kynþáttahatri eigi að grípa inn í aðstæður. „Eitt það versta sem þú getur verið kallaður er kynþáttahatari, fólk hugsar um þetta eins og óafmáanlegan stimpil, eins og „barnaníðingur“ en það er ekki rétt. Fólk getur aukið skilning sinn. Mér finnst að fjölskyldur þessa fólks ættu að grípa inn í aðstæður. Mér fyndist það eðlilegast. Það er sterkasta öryggisnetið, fjölskyldan. Þú þarft til dæmis að vera mjög óheppinn til að verða róni á Íslandi ef þú átt góða að. Þú þarft virkilega að hafa brennt allar brýr að baki þér ef þú átt ekki þetta öryggisnet. Fordómar koma einhvers staðar frá, fólk þarf meiri fræðslu og það þarf að hjálpa því að setja sig í spor ann­ arra.“ Fluttu til Íslands vegna veikinda Unnsteinn fæddist í bænum Aveiro í Portúgal og bjó þar fyrstu fimm árin. Faðir hans er íslenskur en móðir hans er fædd í Angóla. „Mamma flutti ellefu ára gömul til Portúgals og þar búa enn margir afrískir ættingjar mínir. Pabbi starfaði við skipasmíðar og innflutning á íslenskum saltfiski til Portúgals. Við fórum alltaf til Íslands í frí á sumrin, þangað til veikindi mömmu settu strik í reikn­ inginn,“ segir Unnsteinn frá. Móðir hans glímdi við nýrnabilun og þurfti læknisaðstoð. „Mamma varð svo veik í einu fluginu. Þegar við lentum þá kom Sveinn Rúnar Hauksson, læknirinn okkar og guð­ faðir Loga bróður míns, að vitja hennar. Hann greindi henni frá því að staðan væri alvarleg, hún væri að missa nýrun. Við þrjú, ég mamma og Logi, urðum eftir á Íslandi og flutt­ um í miðbæinn til að vera nálægt Landspítalanum. Pabbi þurfti að fara aftur til Portúgals að sinna rekstrinum. Mamma þurfti að fara í blóð­ skilun nokkrum sinnum í viku. Hún fékk ígrætt nýra árið 2004 og það virkaði til 2010. Svo fékk hún annað nýra árið 2013 og það er enn í lagi. Við bræðurnir fórum með henni í flugi til Svíþjóðar um miðja nótt frá Reykjavíkurflugvelli.“ Heilbrigðiskerfið að grotna niður Unnsteinn segir veikindi móður sinnar hafa gefið fjölskyldunni inn­ sýn í íslenskt heilbrigðiskerfi. „Mér varð það ljóst þegar mamma var flutt í ígræðslu til Svíþjóðar hversu lélegt íslenska heilbrigðiskerfið er orðið. Samanburðurinn var slá­ andi. Heilbrigðiskerfið okkar er að grotna niður. Við erum með fólk í heilbrigðisgeiranum sem er í heims­ klassa. Af hverju er þá kerfið ekki líka í heimsklassa?“ Hann segir enn og aftur stjórn­ völd bera ríka ábyrgð. Stjórnmála­ menn hafi beitt blekkingum til þess að auka einkarekstur í heilbrigðis­ kerfinu. „Það kostar ekki það mikið fyrir Ísland að veita ókeypis heil­ brigðisþjónustu. Eina ástæðan sem ég sé fyrir þessum áróðri að það kosti mikið er til að gefa einkaaðil­ um svigrúm til rekstrar. Mér finnst næstum því eins og það sé verið að gera einhvers konar markaðs­ hyggjutilraunir á grunnstoðum íslensks samfélags. Þetta hafa verið dýrar tilraunir, því lélegt heil­ brigðiskerfi hefur nú þegar kostað mannslíf,“ segir Unnsteinn og rifjar upp fréttir liðinnar viku um nýja læknastofu bandarískra hjarta­ lækna í einkarekstri á Íslandi. „Ég las viðtal um þessa nýju þjónustu og í því kom fram að hún er fyrir fólk sem sér sér ekki fært að standa í röð.“ Hann fórnar höndum. „Það er hræðilegt. Ástæðan fyrir því að við fluttum til Íslands er sú að í Portúgal hefðum við alltaf verið aftast í röðinni. Nú stefnir í að það verði svo hér. Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að Ísland er ríkt land. Sumum finnst mannréttindi vera fólgin í því að fá að græða eins mikið og mögulegt er. Mér finnst að mann­ réttindi ættu að vera fólgin í því að fá að vera fátækur. Við getum ekki boðið komandi kynslóðum upp á samfélag manna sem keppast við að græða hver á öðrum.“ Aðstöðumunur í tónlistarnámi Móðir bræðranna sendi þá í tón­ listarskóla fljótlega eftir komuna til Íslands. Hún vildi með því tryggja þeim menntun sem kæmi þeim að haldi. Unnsteinn segir innflytjendur helst finna fyrir aðstöðumun þegar kemur að menntun. Á Íslandi hafi þeir efnameiri mun fleiri og betri tækifæri þegar kemur að tónlistar­ menntun. „Skýrasta dæmið fyrir mér um aðstöðumun er tónlistarnám á Íslandi. Það hafa fáir innflytjenda­ krakkar efni á því að fara í tónlistar­ skóla. Tónlistarnám er hins vegar besta mögulega nám fyrir krakka að fara í. Það stuðlar að öguðum vinnu­ brögðum. Þetta er líka ákveðin for­ vörn. Tónlistinni fylgir líka svo mikil stærðfræði og rökhugsun. Það þarf þjálfun til að gera eitthvað í tón­ list,“ segir hann og veit hvað hann talar um enda semur hann lang­ flest lög hljómsveitarinnar Retro Stefson. Allt til alls í Garðabæ „Mér finnst að það ættu allir að komast í tónlistarnám frítt,“ segir hann og minnist þess þegar hann og fleiri úr Austurbæjarskóla fengu að fara í rokksmiðju í Garðaskóla í Garðabæ. Foreldrar krakkanna voru búnir að innrétta stúdíó fyrir krakkana í skólanum. Allt til alls, gítarar, magnarar og góðir tónlistar kennarar. Maður hálf öfundaði þá að hafa svona mikið að vinna með. Við ræddum við Pétur tónlistarkennara eftir þessa heim­ sókn og hann opnaði fyrir okkur tónmenntastofuna í skólanum. Við spiluðum líka með skólahljóm­ sveitinni og nýttum allt það sem við gátum. Við áttum hins vegar aldrei neinar græjur fyrr en við fengum plötusamning árið 2010. Þá fengum við styrk og fórum mjög glaðir í Hljóðfærahúsið og keyptum fullt af græjum. Við höfum þurft að berjast fyrir okkar,“ segir Unnsteinn. Sveitarfélagið 101 Unnsteinn, bróðir hans Logi og stór hópur sem hann starfar enn með að tónlist fylgdist að í gegnum öll skólastigin. Frá leikskóla til fram­ haldsskóla. „Við vorum öll börn innflytjenda, öryrkja og leikara. Ég veit ekki hvort það er þannig enn,“ segir Unnsteinn og hlær. „Það var mjög fínt í Austur­ bæjarskóla, svo fórum við í MH eftir það. Við vorum á Grænuborg líka, erum í raun risastór vinahópur sem gekk í gegnum öll þessi skólastig saman,“ segir Unnsteinn og segist hafa sterkar taugar til 101 í Reykja­ vík. „Mér finnst að hverfið ætti að vera sér bæjarfélag. Þar ríkir sér­ stakur andi og það er mikið álag á hverfinu. Hverfið er talað niður. Þú mátt eiginlega ekkert vera stoltur af því að vera úr 101 Reykjavík. Logi bróðir minn og nokkrir vinir okkar fóru um daginn og fengu sér nýtt húðflúr, „101“ á bringuna. Ég hreinlega þorði það ekki og sá fyrir mér brösugar sundferðir þegar ég er orðinn mið­ aldra heimilisfaðir í Mosfellsbæ,“ segir Unnsteinn og hlær. Hann hefur áhyggjur af þróun miðborgarinnar. „Mér finnst erfitt að hugsa um það hvernig það á að vera fyrir mína kynslóð að búa hér. Það er allt að breytast. Hippaforeldrar okkar eru búnir að henda okkur út til að útbúa Airbnb­íbúðir. Það er ekki hægt að álasa þeim. Þetta gerir það að verkum að það er enginn staður fyrir okkur unga fólkið að búa á. Hið opinbera verður að bregðast við því,“ segir Unnsteinn og segir þörf á því að grípa inn í til þess að koma í veg fyrir að miðbærinn verði snauður af mannlífi og menningu. „Við erum að elta peningana, verktakar og hóteleigendur hafa svo mikið vægi. Það þarf að styðja við samfélag þar sem býr fólk. Þrátt fyrir það eru líka ótrúlega margir kostir við aukinn fjölda ferðamanna, t.d. fleiri veitingastaðir en það er líka gott fyrir Íslendinga að sjá fleira fólk af fleiri þjóðernum og blanda geði við það,“ segir Unnsteinn. Heppni að fæðast á Íslandi Unnsteinn hefur getið sér gott orð sem dagskrárgerðarmaður í sjón­ varpi. Hann er einn umsjónar­ manna Hæpsins, þáttar um sam­ félagsleg málefni fyrir ungt fólk á RÚV. Starf Unnsteins í fjölmiðlum hófst á sjónvarpsstöðinni Bravó. Þar sá hann skamma hríð um tónlistar­ og spjallþátt með Loga bróður sínum. „Við fengum vini okkar í heimsókn og spiluðum tónlist. Sjónvarpsstöðin lagði upp laupana tveimur mánuðum seinna og þá leitaði ég til RÚV. Ég fór til Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra á RÚV, og spurði hann hvort það væri möguleiki á því að halda áfram í dagskrárgerð. Hann bað mig um að skrifa lýsingu á nokkrum þáttum fyrir ungt fólk og þannig varð Hæpið til á blaði. Honum leist vel á það.“ Hann og starfslið Hæpsins hafa lagt mikla vinnu í gerð tvöfalds þáttar um veruleika hælisleitenda og flóttamanna á Íslandi. Þátturinn kallast Landamæri og er í tveimur hlutum, fyrri hlutinn var sýndur síðastliðið miðvikudagskvöld og framhaldið verður í næstu viku. „Ég grillaðist í hausnum af því að gera þennan þátt. Við fórum langt fram úr okkur í að safna efni og þurftum að skipta þættinum í tvo hluta. Við fórum inn í Arnarholt þar sem hælisleitendur eru og var vísað þaðan út. Við fylgjum eftir fólki í vonlausri stöðu og ræðum við sérfræðinga í málefnum þessa fólks. Niðurstaðan er að það er greinilega einstök heppni að fæð­ ast á Íslandi. Það er illa staðið að því hvernig fólk er handvalið inn í landið. Fólk fær misvísandi skila­ boð,“ segir Unnsteinn. Starf á RÚV eins og háskólanám Hann líkir starfi sínu við fjölmiðla við háskólanám. „Þetta er eins og að ganga í háskóla. Ég læri svo mikið. Eftir að Magnús Geir hóf störf sem útvarpsstjóri þá hefur vinnusvæðið á RÚV opnast, það er hægt að ganga á milli samstarfsmanna. Ég get spurt reynslumeira fólk ráða, eins og Helga Seljan eða Egil Helgason eða hvern annan sem er. Ég hef lært mest af Ragnhildi Steinunni, hún hefur mikla reynslu í framleiðslu sjónvarpsefnis, hún skilur vel hvað áhorfendur hugsa og hvernig er hægt að ná sem mestu út úr við­ mælendum.“ Unnsteinn hefur mikinn áhuga á fjölmiðlum og sótti á dögunum námskeið á vegum Blaðamanna­ félagsins um gagnablaðamennsku. „Mér finnst fagið spennandi og hef mikinn áhuga á samfélagsmiðlum og því hvernig manneskjan á að ráða við allt þetta upplýsingaflæði sem er í dag. Þróunin er svo hröð og hefur svo mikil áhrif á samfélagið. Það eru samt helst þeir yngri sem kunna skil á tækninni. Það skýrir kannski það hvernig kommentakerfið hefur þróast. Fólk sér einhvern Facebook­póst og það er fyrir því alveg jafn mikill sann­ leikur og grein í Morgunblaðinu var fyrir fimmtíu árum. Í stað þess að ræða við næsta mann þá setur það athugasemd í kommentakerfið.“ Ný plata væntanleg Þótt dagskrárgerðin heilli Unnstein er tónlistin enn í fyrsta sæti. Í næstu viku gefur Retro Stefson út nýtt lag sem verður frumsýnt á visir.is. „Þetta er fyrsta lagið sem kemur frá okkur í langan tíma. Við gerðum myndband við lagið með Magn­ úsi Leifssyni sem við erum mjög ánægð með. Mér finnst það vera dálítið eins og að horfa á stiklu að einhverri „feel good“­kvikmynd sem mann langar að horfa á,“ segir Unnsteinn og vill lítið gefa upp. „Þetta er fyrsta lagið á nýrri plötu sem kemur út í september. Það er búið að vera svolítið maus að koma þessari plötu saman því við erum að gera svo margt annað. Ég hef haft lítinn tíma til að semja tónlist síðan ég byrjaði á RÚV. Það krefst mikillar einbeitingar að semja tón­ list. Mér hefur oft fundist það mjög erfitt en það er að lagast núna, ég er að finna jafnvægi í þessu,“ segir Unnsteinn. SkýraSta dæmið fyrir mér um aðStöðumun er tónliStarnám á ÍSlandi. Það hafa fáir innflytjendakrakkar efni á ÞvÍ að fara Í tónliStarSkóla. Unnsteinn Manuel Stefánsson ↣ www.rex.no • www.markisur.is Veðrið verður ekkert vandamál Starmýri 2a 108 Rvk Nánari upplýsingar í síma 567 7773 og 893 6337 um kvöld og helgar Ísfjárfesting ehf. 2 1 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R28 h e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 2 1 -0 5 -2 0 1 6 0 3 :5 8 F B 0 9 6 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 8 0 -8 F A 8 1 9 8 0 -8 E 6 C 1 9 8 0 -8 D 3 0 1 9 8 0 -8 B F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.