Fréttablaðið - 21.05.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.05.2016, Blaðsíða 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gunnar Mín skoðun Þorbjörg Gunnlaugsd. Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Ég er í hópi þeirra sem gref andlitið í hendurnar eða leita skjóls undir teppi þegar spennan í sjónvarpinu verður um of. Þegar vandræðin verða óyfirstíganleg stend ég upp úr sófanum og fer inn í eldhús. Þegar ég las draugabækurnar hennar Yrsu Sigurðar geymdi ég bæk- urnar á náttborði eiginmannsins. Mér fannst vissara að draugarnir væru þar. Í mörg ár stóð ég óttaslegin í sturtu eftir að hafa horft á kvikmynd þar sem köngulær féllu niður á höfuð söguhetjunnar þar sem hún þvoði á sér hárið. Auðvitað eru það síðan kvikmyndirnar sem hafa kennt manni að öll bílstæðahús eru lífsógnandi staðir og að óróar sem klingja í vindinum geta aldrei boðað annað en mikinn háska. Ég efaðist um eigin tilvist eftir að hafa séð kvikmyndina The Others, þar sem Nicole Kidman komst að því í lok myndar að það var hún sjálf sem var draugurinn. Hugsið ykkur. Ullarteppi dregið yfir höfuð Nú er ég að jafna mig á einni svona dramatískri senu sem ég sá í sjónvarpinu um daginn. Þegar ljóst var hvað var að gerast setti ég hendurnar fyrir andlitið en þegar á leið dró ég ullarteppið hægt yfir höfuðið til að dylja mér alfarið sýn. Í lokin var ég komin inn í eldhús. Þessi sjón- varpsþáttur hafði verið rækilega auglýstur og ég vissi vel að það var óveður í aðsigi. Stormurinn skall svo á með einfaldri spurningu: „Mr. Prime Minister, what can you tell me about a company called Wintris?" Auðvitað var það ekki spurningin eða syngjandi sænskur hreimurinn hjá Sven Bergman sem framkallaði dramatíkina. Það var svarið. Ég hef hugsað það síðan að sennilega hefði forsætisráðherra líka getað þegið ullarteppið, því ekki gat hann falið andlitið bak við hendurnar. Og í lokin gekk hann auðvitað inn í eldhús. Skattastreituröskun Panama-skjölin hafa opnað nýjan heim. Í þessari nýju heimsmynd eiga Íslendingar heimsmet miðað við höfðatölu. Við erum aftur stórasta land í heimi. Og í anda þess þá tengist höfundur þessarar setningar nýju heimsmyndinni dálítið. Nýi heimurinn sem varð ljós snýst um skattasiðferði. Í þessum veruleika eru það lög- mannsstofur á borð við Mossack Fonseca sem aðstoða einstaklinga og fyrirtæki sem glíma við skattastreitu- röskun. Við höfum sýnt þessari röskun skilning því enn er það þannig þegar rætt er um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja að kröfurnar takmarkast að mestu leyti við jafnlauna- og umhverfismál. Samfélagsleg ábyrgð fyrir- tækja er nú samt sennilega hvað ríkust þegar kemur að sköttum. Sá þankagangur loðir enn við um skattinn, að skattakvíðaröskun bitni ekki á neinum sérstökum – sé brot án fórnarlambs. En auðvitað er það alls ekki þann- ig að það séu engin fórnarlömb. Þetta veit fólk auðvitað enda byggir Panama-vörnin alltaf á því sama, að þess hafi verið vandlega gætt að greiða alla skatta, meira að segja í þeim tilvikum þar sem þeir vissu ekki einu sinni af því að þeir ættu Panama-reikning. Brot án fórnarlambs? Hæstiréttur Bandaríkjanna sagði árið 1927 að skattar væru það gjald sem við greiðum fyrir siðað samfélag. Ástandið í Grikklandi stafar ekki eingöngu af lélegum ríkisrekstri, heldur mun frekar af því að skattar skila sér illa í ríkiskassann. Vanþróuð ríki ráða til sín sér- fræðinga í smíði skattkerfa vegna þess að forsenda þess að samfélög geti byggst upp – að við getum rekið spítala, menntakerfi, byggt vegi og réttarkerfi – er að samfélagið greiði fyrir þessa þjónustu með sköttum. Ef einn gengur frá borði á veitingahúsinu þýðir það að hinir sem eftir sitja þurfa að greiða hærri reikning. Við erum rétt farin að horfast í augu við skattakvíða og skattastreitu sem samfélagsvandamál. Nú þarf að opna umræðuna og auka skilning á eðli og orsökum þessarar skattastreitu – og hvað það er sem hún raunverulega kostar samfélagið. Litli drengurinn með Panama-skjölin Stjórnvöld vinna að því leynt og ljóst, að innan örfárra ára verði Ríkisútvarpið og Netflix ein eftir á ljósvakanum. Undir stjórn Sjálfstæðis-flokksins hefur RÚV verið sköpuð staða til að murka lífið úr frjálsri fjölmiðlun.Fjölmiðlalögin eru tímaskekkja. RÚV fær 11 milljarða ríkisstuðning næstu 36 mánuði. Netflix á Íslandi fær á fjórða hundrað milljóna á ári í áskriftargjöld skattfrjálst. Fyrirtækið kemst hjá því að greiða skatta og skyldur. Netflix þarf ekki að íslenska sitt efni. Á sama tíma eru rándýrar þýðingarskyldur settar á herðar sjálf- stæðum fjölmiðlafyrirtækjum. Og Netflix kemst upp með að sýna bannaðar myndir frá morgni til kvölds ef því er að skipta. Í nýgerðum þjónustusamningi ríkisins og Ríkisút- varpsins segir, að RÚV skuli verja átta prósentum af heildartekjum sínum í ár sem meðframleiðandi að leiknu sjónvarpsefni sjálfstæðra kvikmyndafyrirtækja. Sú upphæð hækki og verði orðin ellefu prósent 2019. Þessi háttur hefur ekki annað í för með sér en verð- bólgu á markaði og gefur RÚV tækifæri til að halda áfram að skreyta sig með stolnum fjöðrum, eins og gerðist fyrr á árinu. RÚV bauð betur en einkareknu stöðvarnar í sýningarréttinn á Ófærð, þá frábæru þáttaröð, þegar hún kom á markað. Ríkisstjórnendurnir hældu svo sjálfum sér og eignuðu sér heiðurinn af verkinu. Aukin áhersla er lögð á samstarf RÚV við Kvikmynda- miðstöð Íslands og sjálfstæða framleiðendur. Gott og vel. En hvers vegna er þessi sjóður settur inn í RÚV? Hver á að sjá til þess að þessu verði framfylgt – hver á að velja samstarfsmennina? Af hverju er ekki þessi innlendi dag- skrárgerðarsjóður aðgengilegur öllum og rekinn fyrir opnum tjöldum? Það er fráleitt að RÚV gangi í hirslur Kvikmyndasjóðs á sama tíma og ríkisbáknið fær aukinn ríkisstyrk. Um helgina greindi Morgunblaðið frá því, að Síminn hafi brugðið á það ráð að stofna félag í Lúxemborg um sjónvarpsstarfsemina. Þannig á að tryggja jafnræði milli þess og erlendra keppinauta. Sagði Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri að fyrirtækinu hafi verið nauðugur sá kostur að fara þessa leið. Fram kom að fjölmiðlalögin frá 2011 geri skýran greinarmun á sjónvarpsútsendingum og myndmiðlun á grundvelli pöntunar, svokallaðri línulegri og ólínulegri dagskrá. Hins vegar séu eftirlitsaðilar í seinni tíð farnir að túlka lögin þannig að flutningsréttur nái jafnt yfir línulegt og ólínulegt sjónvarp, þvert á viðhorf sem ríkja víðast annars staðar. Auglýsingamarkaðurinn er svo sérkapítuli. Merkilegt er að í nefndum þjónustusamningi, sem nær til árs- loka 2019, er ekki minnst á auglýsingar. Því er dregin sú ályktun að ekki verði breyting á ægivaldi RÚV þar frekar en á öðrum sviðum. Heimilisfang fjölmiðlafyrirtækja er ekki bundið við útgáfuland, eins og fyrirætlanir Símans bera vitni um. 365 kannar nú möguleikana á því að flytja útgáfu prent- miðla til Bretlands, meðal annars til að auka svigrúmið á auglýsingamarkaði. Það gæti orðið upphafið að frekari flutningi fyrirtækisins til útlanda til þess að jafna leikinn. Ójafn leikur Heimilisfang fjölmiðla- fyrirtækja er ekki bundið við útgáfu- land, eins og fyrirætlanir Símans bera vitni um. 365 kannar nú möguleikana á því að flytja útgáfu prentmiðla til Bretlands. Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Finndu okkur á facebook Gæði og g læsileiki e ndalaust ú rval af há gæða flísu m 2 1 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R16 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 2 1 -0 5 -2 0 1 6 0 3 :5 8 F B 0 9 6 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 8 0 -5 E 4 8 1 9 8 0 -5 D 0 C 1 9 8 0 -5 B D 0 1 9 8 0 -5 A 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.