Fréttablaðið - 21.05.2016, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 21.05.2016, Blaðsíða 26
Ísland er stundum eins og ættarmót sem hefur farið úrskeiðis,“ segir tónlistar­maðurinn Unnsteinn Manu­el Stefánsson um fordóma gagnvart fólki af erlendum uppruna á Íslandi og hömluleysi á netinu. Unnsteinn Manuel var stiga­ kynnir Íslands í Eurovision. Eftir keppnina tjáðu fáeinir einstaklingar andúð sína í kommentakerfum net­ miðlanna á því að hörundsdökkur maður kæmi fram fyrir hönd Íslands. Einn þeirra ritaði meðal annars: „What. Á negri að vera andlit Íslands út á við?“ Þögnin er verst „Áreitið er vissulega alvarlegt. Það eru þó frekar fáir einstaklingar sem stunda kynþáttaníð,“ segir Unn­ steinn Manuel og minnir á að það sé ekki hægt að gera kröfu á að fólk af erlendum uppruna þurfi stöðugt að verja tilveru sína. Stjórnmálamenn verði að axla ábyrgð. „Mér finnst verst þegar það er þögn. Það er klassísk íslensk lend­ ing. Þegar einhver fer út af sporinu á ættarmótinu verða allir meðvirkir og það er ekki hægt að ræða hlut­ ina. Þá er líka hætta á að stjórnmála­ menn notfæri sér ástandið og þegi gagngert til að halda möguleikanum opnum á að ala á útlendingahatri í leit að atkvæðum. Rétt eins og gerðist í Bretlandi í borgarstjóra­ kosningum. Nema það sprakk í andlitið á þeim, sem er gott,“ segir Unnsteinn. Ýktir netheimar Sema Erla Serdar, formaður fram­ kvæmdastjórnar Samfylkingar­ innar, vakti athygli á rasisma í garð Unnsteins. Hún hefur verið ötul í baráttu sinn gegn fordómum og kynþáttaníði. Unnsteinn segist þakklátur því að stjórnmálamenn á borð við hana sýni samfélagslega ábyrgð með þessum hætti. „Það var samt áhugavert að eftir að ég brást við áreitinu með þeim hætti að ég vildi ekki gefa fáeinum einstakling­ um færi á að dreifa boðskap sínum í gegnum Facebook­pósta annarra, þá fékk ég viðbrögð á borð við: Já, Unnsteinn er flottur, annað en hún Sema Erla sem er alltaf að nöldra, en það skyldi enginn efast um það að ég styð Semu Erlu í baráttu hennar. Ég nenni bara ekki að hvað sem ég tek mér fyrir hendur sé rætt á for­ sendum húðlitar. Við sem verðum fyrir áreitinu eigum ekki alltaf að þurfa að vera í vörn. Það verða alltaf þessir fáu ein­ staklingar sem vilja hatast. Net­ heimar gefa ýkta mynd. Ég vil frekar að fólk hendi í einhvern snarruglað­ an Facebook­status eftir Eurovision í stað þess að það vinni einhverjum mein úti á götu.“ Uppgangur múslimahatara Unnsteinn segist ekki vilja láta ræna sig orku og innri ró. Hann hefur sjaldan orðið fyrir beinu aðkasti vegna hörundslitar síns. Hann finn­ ur hins vegar til með öðrum þjóð­ félagshópum, sér í lagi múslimum. „Ef þú ætlar að halda orku, þá getur þú ekki leyft einhverju veiku liði úti í bæ að slá þig út af laginu. Ég get ekki tekið þátt í ranghug­ myndum annarra. Ég læt þetta fólk ekki aftra mér. Það eru mikilvæg skilaboð. Það þarf aðgerðir til að tækla for­ dóma í samfélaginu. Það sem mér finnst verst núna er uppgangur múslimahatara sem eru að fara af stað með einhvers konar aktívisma. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera eitthvað. Það gengur ekki að múslimar fái morðhótanir og eng­ inn segi neitt,“ segir hann ákveðinn. Búinn að vera of lengi í sólinni Hann segir hugsunarhátt fólks stundum bjagaðan þótt það vilji Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is ↣ Ísland eins og ættarmót sem hefur farið úrskeiðis Unnsteinn Manuel Stefánsson varð fyrir aðkasti vegna hörundslitar síns eftir að hann var stigakynnir Íslands í Eurovision. Unnsteinn ræðir um fordóma, ábyrgð stjórnvalda, upp- vöxtinn í 101, tónlistina og starf sitt í fjölmiðlum sem hann líkir við háskólanám. „Við sem verðum fyrir áreitinu eigum ekki alltaf að þurfa að vera í vörn,“ segir Unnsteinn Manuel og segir stjórnvöld þurfa að axla ábyrgð. FréttaBlaðið/anton Brink 2 1 . m a í 2 0 1 6 L a U G a R D a G U R26 h e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 2 1 -0 5 -2 0 1 6 0 3 :5 8 F B 0 9 6 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 8 0 -A 3 6 8 1 9 8 0 -A 2 2 C 1 9 8 0 -A 0 F 0 1 9 8 0 -9 F B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.