Fréttablaðið - 30.11.2016, Qupperneq 4
www.forlagid.i s | Bókabúð Forlagsins | F i sk i slóð 39
„Ég klökknaði oft .. . Falleg og áhrifamikil
bók sem engin leið er að leggja frá sér
og á erindi við alla.“
brynhildur björnsdóttir / fréttablaðið
„Bókin er skrifuð af mikilli yfirvegun
og vel er vandað til verka.“
guðríður haraldsdóttir / vikan
Venesúela
BrasilíaEkvador
Perú
Bogotá
Kólumbía
✿ Flugslysið í Kólumbíu
Farþegaflugvél með níu manna áhöfn og 72 farþegum fórst í fyrrinótt.
Heimildir: Fréttastofur
Um
borð
var
brasil-
íska fót-
bolta-
liðið Chapecoense,
sem átti að keppa
í dag við Atletico
Nacional í úrslitaleik
um Suður-Ameríku-
bikarinn
3.00 að ísl. tíma, 29. nóv:
Farþegavél á vegum bólivíska flug-
félagsins Lamia sendir út neyðar-
kall vegna rafmagnsbilunar.
Kólumbía Níu manna áhöfn og
72 farþegar voru um borð í flugvél
af gerðinni British Aerospace 146
sem hrapaði í fjalllendi í Kólumb-
íu í fyrrinótt, skammt frá borginni
Medellin.
Fimm manns lifðu af flugslysið
en 76 fórust.
Meðal farþeganna var brasilískt
fótboltalið, Chapecoense, sem var
á leiðinni til Medellin í Kólumb-
íu, þar sem fyrri úrslitaleikur af
tveimur við Atletico Nacional um
Suður-Ameríkubikarinn, Copa
Sudamericana, átti að fara fram í
dag.
Forseti Brasilíu lýsti af þessum
sökum yfir þriggja daga þjóðarsorg.
Þetta var í fyrsta sinn sem liðið
komst í úrslit og í fyrsta sinn sem
lið frá Santa Catarina-héraði í Bras-
ilíu hefur komist í úrslit í alþjóða-
móti í knattspyrnu.
Þrír fótboltakappanna komust
lífs af úr slysinu. Það voru mark-
verðirnir Jackson Ragnar Follmann
og Marcos Danilo Padilha ásamt
Alan Luciano Ruschel. Þeir voru
fluttir á sjúkrahús.
Einnig lifðu tvö úr níu manna
áhöfn vélarinnar slysið af, þau
Ximena Suárez flugfreyja og Erwin
Tumiri flugvélstjóri. Þau voru einn-
ig flutt á sjúkrahús.
Sjötti maðurinn, sem bjargað var
úr vélinni og fluttur á sjúkrahús,
lést þar stuttu síðar.
Neyðarkall vegna rafmagnsbil-
unar barst frá flugvélinni klukkan
10 á mánudagskvöld að staðar-
tíma, eða þrjú að nóttu á íslensk-
um tíma. Björgunaraðgerðir í
fjalllendinu þar sem vélin hrapaði
voru erfiðar vegna rigningar, þoku
og myrkurs.
– gb
Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir í Brasilíu vegna flugslyss
Víða í Brasilíu var flaggað í hálfa stöng í
gær vegna slyssins. FréttaBlaðið/EPa
ViðsKipti Verslunarkeðjan Ice-
land Foods mun senda sendinefnd
hingað til lands til viðræðna við
utanríkisráðuneytið um mögulega
lausn á deilu íslenskra yfirvalda
og verslunarkeðjunnar um vöru-
merkið Iceland
Greint var frá því fyrir skömmu
að utanríkisráðuneytið hefði hafið
lagalegar aðgerðir gegn Iceland
Foods. Tilefnið er að um árabil hefur
verslunarkeðjan beitt sér gegn því
að íslensk fyrirtæki geti auðkennt
sig með upprunalandinu við mark-
aðssetningu. – tpt
Iceland sendir
nefnd til Íslands
ViðsKipti Eigendur FoodCo hafa átt
í viðræðum vegna sölu á veitinga-
staðnum Greifanum á Akureyri. Þetta
staðfesti Jóhann Örn Þórarinsson,
forstjóri og einn eigenda FoodCo, í
samtali við Vísi. Hann segir einnig að
sögusagnir þess efnis að búið sé að
selja veitingastaðinn séu rangar.
Greifinn var opnaður á Akureyri
árið 1990 en FoodCo keypti staðinn
árið 2006 og hefur rekið hann síðan.
Ásamt Greifanum rekur FoodCo Eld-
smiðjuna, Saffran, American Style,
Pítuna, Aktu taktu og Roadhouse. – bo
Ræða sölu
á Greifanum
Greifinn á akureyri.
Kjaramál „Það gefur augaleið
að verði þessi samningur felld-
ur þá verður það mjög erfið og
flókin staða,“ segir Ólafur Lofts-
son, formaður Félags grunnskóla-
kennara. Samninganefndir Félags
grunnskólakennara og Sambands
íslenskra sveitarfélaga komust
að samkomulagi um kjaramál
grunnskólakennara í gærkvöldi.
Grunnskólakennarar hafa verið
samningslausir frá 1. júní. Í tví-
gang hafa samningar náðst en í
bæði skiptin hafa grunnskóla-
kennarar fellt samningana í
atkvæðagreiðslu. Samningur-
inn verður kynntur á trúnaðar-
mannafundi klukkan tíu í dag.
„Það var alveg ljóst að það urðu
að nást samningar núna. Það var
ekkert annað í boði,“ segir Ragn-
ar Þór Pétursson, kennari í Norð-
lingaskóla. Ragnar er einn af yfir
hundrað grunnskólakennurum á
landinu sem hafa sagt starfi sínu
lausu vegna kjaradeilnanna. Í
fyrradag bættust níu kennarar
Árbæjarskóla í hóp þeirra sem
hafa sagt upp starfi sínu.
Nýi kjarasamningurinn á að
gilda frá 1. desember í ár til 30.
nóvember á næsta ári. „Ég held
að tímalengd samningsins bendi
til að hann sé gerður í trausti
þess að það muni fara fram frek-
ari vinna í kjaramálum kennara.
Það mun valda einhverjum von-
brigðum vegna þess að margir
hafa fengið nóg af þessari deilu,“
segir Ragnar.
Hann telur samninginn vera
skref í rétta átt og fagnar áfang-
anum. Hins vegar telur hann
tímalengd samningsins benda til
þess að prósentuhækkanir séu
ekki miklar. „Þetta hefði getað
farið miklu verr en nú er bara
að sjá hvernig þetta fer,“ segir
Ragnar.
„Við auðvitað skrifum undir
því við teljum samninginn vera
ásættanlegan. Við vildum kom-
ast lengra í viðræðunum en þetta
er niðurstaðan og við teljum að
samningurinn verði samþykkt-
ur. Vonandi verður þetta til þess
að þeir sem hafa sagt upp starfi
geti hugsað sér að draga þær upp-
sagnir til baka,“ segir Ólafur.
Ragnar segir að stór hópur
grunnskólakennara hafi ætlað að
segja upp í hádeginu í dag. „Þetta
verður til þess að það verður
engin útganga í dag eins og búið
var að skipuleggja. Því ber að
fagna,“ segir Ragnar.
Kennarar felldu í haust samn-
ing sem fól í sér að laun þeirra
áttu að hækka um 9,5 prósent
á næstu þremur árum. Ásamt
því hefðu kennarar fengið rúm-
lega áttatíu þúsund króna upp-
bót tvisvar á ári. Ekki liggur
fyrir hvað felst í nýja samningn-
um á þessari stundu. Niðurstaða
atkvæðagreiðslu um samninginn
mun liggja fyrir mánudaginn 12.
desember. thorgeirh@frettabladid.is
Kjarasamningurinn kemur í
veg fyrir hópuppsögn kennara
Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga sömdu um kjaramál kennara í gærkvöldi.
Fjöldi kennara ætlaði að segja upp störfum í hádeginu í dag en yfir hundrað kennarar hafa sagt upp í deil-
unni. Þetta er þriðji samningurinn sem er gerður á milli aðila. Verði hann felldur blasir við alvarleg staða.
Ólafur loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, fagnaði samningnum í hús-
næði ríkissáttasemjara með því að fá sér gulrót. FréttaBlaðið/StEFán
Vonandi verður
þetta til þess að þeir
sem hafa sagt upp starfi geti
hugsað sér að draga þær
uppsagnir til baka.
Ólafur Loftsson, formaður FG
3 0 . n ó V e m b e r 2 0 1 6 m i ð V i K u D a G u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð
3
0
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:1
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
7
A
-B
F
1
C
1
B
7
A
-B
D
E
0
1
B
7
A
-B
C
A
4
1
B
7
A
-B
B
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
2
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K