Fréttablaðið - 30.11.2016, Side 6
Landbúnaður „Við höfum setið
á fundum með Matvælastofnun í
dag til að fara yfir verkferla, úrræði
og allt sem snýr að þessum málum.
Stofnunin telur að verkferlar séu
fullnægjandi,“ segir Kristján Skarp-
héðinsson, ráðuneytisstjóri í
atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytinu.
Undir þetta tekur Jón Gíslason,
forstjóri Matvælastofnunnar. „Já, ég
tel það vera. Við höfum fengið mun
betri löggjöf með nýjum lögum um
dýravelferð og nýrri reglugerð um
velferð alifugla. Þar eru mun betri
heimildir til að koma á úrbótum
og mun skýrari ákvæði um þá starf-
semi sem við höfum eftirlit með,“
segir Jón.
„Við erum búin að fara yfir allt
málið í dag og höldum áfram að gera
það. Við erum líka að endurskoða
lögin um Matvælastofnun og gert er
ráð fyrir því að það komi frumvarp
um það fram eftir áramótin,“ segir
Kristján.
Kristján segir málið hafa komið
inn í ráðuneytið með tölvupósti
þann nítjánda desember árið 2013.
Þáverandi skrifstofustjóri hafi falið
einum starfsmanni skrifstofunnar
að upplýsa málið og taka saman
minnisblað. Sá starfsmaður hafi
hætt störfum fimm vikum síðar.
[Kristinn Hugason er umræddur
starfsmaður – hann var rekinn og
ætlar í mál þess vegna] Átti þá skrif-
stofustjórinn að fela öðrum starfs-
manni málið.
Matvælastofnun telur verkferla sína vera fullnægjandi
Ólafur arnarson,
formaður Neyt
endasamtakanna,
segir grafalvarlegt að
Brúnegg hafi ítrekað
komist upp með að
brjóta lög um velferð dýra.
Gunnar bragi Sveinsson landbún
aðar ráðherra segir grafalvarlegt ef
menn noti merki um að vara sé vist
væn til að blekkja neytendur.
bónus, Krónan, Hagkaup og Mela-
búðin tilkynna að egg frá Brúneggjum
ehf. verði tekin úr sölu og viðskipta
vinir geti skilað eggjunum.
Bændasamtök Ís
lands fordæma illa
meðferð á dýrum
í yfirlýsingu sem
Sindri Sigurgeirsson
formaður sendi frá
sér. Þar segir að slæmur
aðbúnaður varphænsna
valdi vonbrigðum.
Vigdís Hauksdóttir,
fyrrverandi þing
maður, gagnrýnir
umfjöllun Kastljóss
um Brúnegg og segir
hana gerða til að kné
setja landbúnað.
Félag eggjaframleiðenda biður neyt
endur afsökunar og segir aðbúnað og
blekkingar gagnvart neytendum til
skammar.
Kristinn Gylfi Jónsson, einn eigenda
Brúneggja, segir rekstrargrundvöll
enn fyrir hendi. Næstu skref verði að
byggja upp trúverðugleika Brúneggja.
Kastljós sendir frá sér yfirlýsingu þar
sem orð Vigdísar eru gagnrýnd og
kölluð atvinnurógur.
Starfsmenn skiptiborðs atvinnuvega
og nýsköpunarráðuneytisins segja að
Halldór Runólfsson, sem bar ábyrgð á
því að málið týndist í ráðuneytinu, vísi
fyrirspurnum til Matvælastofnunar.
Ekki næst í hann í síma.
Viðburðaríkur
gærdagur
Tryggingastofnun
Laugavegi 114 | 105 Reykjavík
Sími 560 4400 | tr@tr.is | tr.is
um ellilífeyri
Ný lög KYNNINGARFUNDIRAKUREYRI 1. des. kl. 16.00 – Greifanum 2. hæðÍSAFJÖRÐUR 6. des. kl. 14.00 – Stjórnsýsluhúsinu 4. hæð
EGILSSTAÐIR 14. des. kl. 16.00 – Hótel Héraði
REYKJAVÍK 15. des. kl. 10.00 – BSRB salnum við Grettisgötu
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
PIPAR\TBW
A - SÍA - 165554
Landbúnaður „Það hefur verið
vandamál að fólk leggur þetta að
jöfnu, og hefur ekki gert greinarmun
á því sem er kallað vistvænt og þess
sem er lífrænt. Himinn og haf er þó
á milli,“ segir Rannveig Guðleifs-
dóttir, verkefnastjóri hjá Vottunar-
stofunni Túni. Hún telur að ekki sé
hægt að útiloka að umfjöllun Kast-
ljóss um fyrirtækið Brúnegg geti
haft neikvæð áhrif á þau fyrirtæki
sem framleiða lífræna vöru þar sem
almenningur hafi ekki alltaf skýra
mynd af því hvað er hvað. Slíkt væri
hins vegar mjög ómaklegt.
Eins og alþjóð veit fjallaði Kast-
ljós á mánudagskvöld um fyrirtækið
Brúnegg ehf. og samskipti þess við
Matvælastofnun. Umfjöllun Kast-
ljóss leiddi í ljós að um árabil hefur
fyrirtækið blekkt neytendur með
sölu á eggjum undir merkjum vist-
vænnar framleiðslu á sama tíma og
aðbúnaður dýranna var með öllu
óásættanlegur, að því er gögn Mat-
vælastofnunar sýna mörg ár aftur í
tímann.
„Það er ekki hægt að kalla þetta
vistvæna vottun, þegar engin vottun
er að baki. Það er því sáralítið eða
ekkert að baki þessari vottun þar
sem enginn vaktaði að farið væri eftir
reglum,“ segir Rannveig og minnir á
að reglugerð um vistvæna vottun var
felld úr gildi í fyrra, enda hafði ekki
verið reglubundið eftirlit með þeim
aðilum sem hana höfðu fengið.
Reglugerðin var reyndar merk-
ingarlaus, og hafði verið það lengi
eins og Fréttablaðið fjallaði um
ítarlega sumarið 2014. Sú umfjöllun
ýtti við kerfinu og vinna innan ráðu-
neytisins hófst við að endurskoða
málið – þar sem niðurstaðan var að
fella reglugerðina úr gildi. Þáverandi
landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi
Jóhannsson forsætisráðherra, sagði
á þeim tíma að ekkert væri því til
fyrirstöðu að framleiðendur notuðu
vottunina áfram þrátt fyrir að reglu-
gerðarinnar nyti ekki lengur við.
Lífræn ræktun gæti skaðast
Notkun fyrirtækja á innihaldslausri vottun um vistvæna framleiðslu gæti spillt fyrir þeim sem hafa allt sitt á
hreinu og lúta ströngu regluverki lífrænnar framleiðslu. Lífræn vara lýtur ströngu eftirliti byggðu á ESB-reglum.
Rannveig treystir sér ekki til að
meta hvort algengt sé að íslenskir
framleiðendur haldi vistvænni fram-
leiðslu á lofti – án innistæðu. Hins
vegar séu þeir sem hafa vottun um
lífræna framleiðslu undir ströngu
eftirliti þar sem sýna þarf fram á að
farið sé eftir ströngum reglum. Vott-
unarstofan Tún sé svo aftur undir
alþjóðlegu eftirliti og allt byggi ferlið
á regluverki frá Evrópusambandinu.
Rannveig staðfestir að eini stóri líf-
ræni eggjaframleiðandinn, Nesbú,
hafi aldrei fengið athugasemdir frá
vottunarstofunni, sem sé óvenju-
legt því oftast sé um einhver atriði
að ræða sem þarf að laga.
Stefán Már Símonarson, fram-
kvæmdastjóri Nesbúeggja, segir að
fyrirspurnum hafi rignt yfir fyrir-
tækið í gærmorgun vegna umfjöll-
unar Kastljóss. Spurt er um hvort
eitthvað sé að marka vottun um líf-
ræna framleiðslu.
Spurður um hvort umfjöllunin
geti skaðað lífræna framleiðendur
vegna misskilnings sem gætir um
ólíkar vottanir segir Stefán Már að
slíkt sé erfitt að meta. Hins vegar úti-
loki hann ekki að sitt fyrirtæki hafi
misst viðskipti til fyrirtækis eins
og Brúneggja þar sem vistvænni
framleiðslu var haldið á lofti. „Það
kemur þá í ljós núna sannleikurinn
í þessu máli, en hugmyndin að baki
vistvænni framleiðslu var mjög góð.
En apparatið til að hafa eftirlit með
þessu brást. Þetta varð aldrei neitt
neitt, og svo fóru menn einfaldlega
bara að sækja vottunarstimpilinn á
netið,“ segir Stefán sem umbeðinn
veitti heimild strax til að Frétta-
blaðið fengi að mynda í húsum fyrir-
tækisins.
Fram kom í frétt RÚV í gær að
Nesbú kaupir um eitt tonn á viku
af annars flokks eggjum frá Brún-
eggjum. Stefán segir þar að ekki sé
búið að taka ákvörðun um hvort því
verði hætt eftir umfjöllun Kastljóss
á mánudagskvöld. Eggin eru seld til
fyrirtækja og bakaría, en fara ekki á
almennan markað.
svavar@frettabladid.is
Hænur Nesbúeggja í lífræna búinu að Miklholtshelli II hafa yfirbyggðan vetrargarð til umráða. FréttablaðIð/aNtoN
„Þar hafa greinilega orðið mistök
þannig að málið var ekki flutt yfir á
annan starfsmann,“ segir Kristján.
Jón segir stofnunina hafa sent
málið til ráðuneytisins. Var þá talið
að málinu hafi verið komið í réttan
farveg. Það hafi hins vegar ekki farið
í þá úrvinnslu sem stofnunin gerði
sér vonir um.
Sigurði Inga Jóhannssyni, þáver-
andi landbúnaðarráðherra og núver-
andi forsetisráðherra, var ekki gert
kunnugt um málið á þeim tíma. – þea
Við erum búin að
fara yfir allt málið í
dag og höldum áfram að gera
það.
Kristján
Skarphéðinsson,
ráðuneytisstjóri
Það hefur verið
vandamál að fólk
leggur þetta að jöfnu, og ekki
gert greinarmun á því sem er
kallað vistvænt og þess sem
er lífrænt.
Rannveig Guðleifs
dóttir, verkefna
stjóri hjá Vottunar
stofunni Túni
3 0 . n Ó V e M b e r 2 0 1 6 M I ð V I K u d a G u r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a b L a ð I ð
3
0
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:1
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
7
A
-D
2
D
C
1
B
7
A
-D
1
A
0
1
B
7
A
-D
0
6
4
1
B
7
A
-C
F
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
2
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K