Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2016, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 30.11.2016, Qupperneq 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkra-flutningamanna fer fram um allt land um þessar mundir eins og mörg undanfarin ár. Slökkviliðs- menn heimsækja þá börnin í 3. bekk grunnskólanna og fræða þau um eldvarnir. Börnin fá með sér heim handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimilisins og sög- una af Brennu-Vargi og Loga og Glóð. Þeim gefst jafnframt kostur á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni en heppnir þátttakendur í henni fá jafnan afhent vegleg verðlaun á 112-deginum, 11. febrúar. Auknar eldvarnir Landssambandið hefur um langt árabil lagt áherslu á for- varnastarf og hefur haldið Eldvarnaátakinu úti með dyggum stuðningi fjölmargra aðila í rúma tvo áratugi. Það er því gleðilegt að geta greint frá því að samkvæmt rannsóknum sem Gallup hefur gert fyrir landssambandið og Eldvarna- bandalagið skilar fræðsla af þessu tagi greinilegum árangri. Gallup hefur kannað ástand eldvarna á heimilum lands- manna á tveggja ára fresti undanfarin tíu ár og þróunin er ótvíræð; heimilin auka eldvarnir sínar jafnt og þétt. Æ færri hafa engan eða bara einn reykskynjara en að sama skapi fjölgar þeim til muna sem hafa þrjá eða fleiri. Mun algengara er nú en fyrir tíu árum að slökkvitæki og eldvarnateppi séu á heimilum. Í könnun sem gerð var nú í haust kom fram að helmingur heimila er með allt í senn reykskynjara, slökkvi- tæki og eldvarnateppi en það er einmitt það sem okkar menn mæla með. Við eigum verk að vinna en þessar niður- stöður hvetja okkur sannarlega til dáða. Sýnum aðgát á aðventunni Fræðsla um eldvarnir á alltaf við en þó aldrei eins og nú í byrjun aðventu. Um leið og við hvetjum fólk til að hafa nauðsynlegan eldvarnabúnað á heimilinu leggjum við ekki síður áherslu á mikilvægi þess að fara varlega í dag- legri umgengni á heimilinu. Á næstu vikum ríður sérstak- lega á að fara varlega með opinn eld, kertaljós og þvíum- líkt. Og munið að slaka ekki á klónni þótt jólahátíðinni ljúki og nýtt ár gangi í garð því reynslan sýnir að eldsvoðar á heimilum eru ekki síður algengir á fyrstu vikum ársins en á aðventu og um jól. Gleðilega hátíð! Fræðsla skilar árangri Valdimar Leó Friðriksson framkvæmda- stjóri Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna Garðar H. Guðjónsson verkefnastjóri Eldvarnaátaksins og Eldvarna- bandalagsins Fræðsla um eldvarnir á alltaf við. Thera°Pearl margnota hita- og kælipúðarnir eru hannaðir af læknum. Thera°Pearl eru með ól sem auðveldar meðferð meðan á vinnu eða leik stendur. Jólagjöfin í ár Eggjahræra á Bessastöðum Forseti Íslands sendi frá sér tilkynningu í gær þess efnis að formenn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks hefðu hafið við- ræður um myndun ríkisstjórnar. Flokkana tvo vantar einn þingmann til að hafa meirihluta á Alþingi og ætla að koma sér saman um helstu málamiðlanir áður en leitað verður til þriðja flokks. Á sama tíma er formaður Viðreisnar kindarlegur, en hann var búinn að segja spenntur að meira væri í gangi á milli sín og Sjálfstæðisflokksins en fólk héldi. Viðreisn er greinilega ekki tengdadóttirin sem Bjarni væri til í að bjóða heim til landföður- ins á Bessastöðum. Hanastél Kosningamyndbönd Katrínar og Bjarna vöktu verðskuldaða athygli fyrir kosningar. Bjarni sýndi ótvíræða hæfileika í að skreyta köku og Katrín blandaði kokteil af mikilli fágun. Eftir hót- anir um róttækar aðgerðir gegn samstarfinu bíða flokksmenn VG nú með öndina í hálsinum eftir því að sjá hvort Katrínu takist að kenna Bjarna hvernig á að skipta kökunni með jöfnum og rétt- látum hætti. Á sama tíma naga Sjálfstæðismenn sig í handar- bökin af ótta við að Vinstri græn fari of geyst á fylleríinu þannig að hellist úr glasinu. Það þarf svo að passa að öll brúneggin lendi ekki í sömu körfunni. snaeros@frettabladid.is Stundum fer íslenskt samfélag á hliðina á einu augabragði. Það gerðist síðast í gærkvöldi, og það mjög svo skiljanlega, þegar Kastljósið greindi frá herfilegum aðbúnaði hænsna á búum Brúneggs. Hvílík hörmung fyrir lítið samfélag þar sem það ætti nú vart að reynast þrautin þyngri fyrir eftirlitsstofnanir og ráðuneyti að sinna hlutverki sínu með þeim hætti að aldrei ætti að þurfa koma til slíkrar smánar. En skaðinn er skeður og nú keppast stofnanir og ábyrgir aðilar við að ræða um verklag og verkferla og hvað gat orðið til þess að skepnurnar máttu þola slíka hörmungarmeðferð. Hverju það sætir að neyt- endur hafi verið blekktir stórkostlega árum saman og hvernig koma megi í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Minna er rætt um persónulega ábyrgð þeirra sem vissu hvernig málum var háttað en gerðu lítið eða ekkert langtímum saman. En það er líka dapurlegt til þess að hugsa að þetta er ekkert nýtt. Í gegnum tíðina höfum við séð fjölda mála um illa meðferð á dýrum. Skammt er að minnast baráttu Dýraverndunarsamtaka Íslands fyrir því að ríkið felli niður styrki í gegnum búvörusamninga til aðila sem hafa orðið uppvísir að dýraníði. Samtökin skoruðu á Alþingi að sjá til þess að innan samning- anna yrði ákvæði sem gerði það heimilt að fella niður opinbera styrki vegna alvarlegs eða opinbers dýraníðs. Bændasamtök Íslands, Landssamband kúabænda og fleiri lögðust gegn ákvæðinu og því fór sem fór. Það sem var hvað mest sláandi við að horfa á umfjöllun Kastljóssins í gærkvöldi var hversu svifa- seint kerfið er. Hvernig það virðist smíðað utan um hagsmuni þeirra sem eru í raun að bregðast skyldum sínum, bæði gagnvart neytendum sem og viðkomandi búfénaði. Að viðkomandi bú sé enn í rekstri og við- brögð neytenda staðfestir svo ekki verður um villst að svona viljum við sem þjóð ekki standa að málum. En það sem mest er um vert þá sýnir það okkur líka að eftirlitsstofnanir og yfirvöld þurfa líka að starfa í umhverfi sem veitir þeim eftirlit og aðhald. Það eftirlit verður að vera í höndum fjölmiðla fyrir hönd almennings sem á rétt á að vita hvaðan matur- inn kemur sem er borinn á borð heimila um allt land. Það er í raun með ólíkindum að eftirlitsstofnun á borð við Matvælastofnun geti ein og sér tekið ákvörðun um það að leyna upplýsingum, halda þeim frá fjölmiðlum og þar með almenningi, mánuðum og jafnvel árum saman. Stofnanir og í raun allir opinberir aðilar sem haga sér með slíkum hætti þurfa að segja landsmönn- um hvað þeim gengur til með slíkri leynd. Svara því hagsmuna hverra þeir eru að gæta. Því það eitt er víst að ekki eru það hagsmunir neytenda sem eru hafðir að leiðarljósi og hvað þá blessaðra dýranna. Það virðist því miður vera að færast í vöxt að opinberir aðilar takmarki aðgang fjölmiðla að upp- lýsingum sem og viðburðum. Réttlætingin er oftar en ekki sú að hér séu á ferðinni viðkvæm mál, en þegar fjölmiðlar loks ná að miðla stöðu umræddra mála til landsmanna, kemur því miður í ljós að málið reyndist ekki fyrir viðkvæma. Þessu þarf að breyta. Viðkvæm mál Það virðist því miður vera að færast í vöxt að opinberir aðilar tak- marki aðgang fjölmiðla að upplýsingum sem og viðburðum. 3 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m I Ð v I K U D A G U r10 s K o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð SKOÐUN 3 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 A -E 1 A C 1 B 7 A -E 0 7 0 1 B 7 A -D F 3 4 1 B 7 A -D D F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.