Fréttablaðið - 30.11.2016, Síða 39

Fréttablaðið - 30.11.2016, Síða 39
Svipmynd juliet newson „Ísland er ekki svo ólíkt Nýja-Sjálandi, bara aðeins kaldara,“ þetta segir Juli- et Newson. Hún er nýr framkvæmda- stjóri Íslenska orkuháskólans við Háskólann í Reykjavík. Hún er nýflutt til landsins en hún hefur undanfarin árin unnið í jarðvarmaiðnaði á Nýja- Sjálandi og unnið hjá Alþjóðlega jarð- varmasambandinu (e. International Geothermal Association) „Ég hef verið að vinna hér síðustu þrjár vikur en kom til Íslands þann fimmta nóvember. Aðlögunin hefur hingað til ekki verið erfið. Starfið hefur verið mjög áhugvert fram að þessu og ég er virkilega að njóta þess. Ég er enn þá að setja mig inn í starfið þar sem það er mikið sem maður þarf að læra,“ segir Juliet. „Starfið snýr mikið að leiðandi stöðu Íslands þegar kemur að endur- vinnanlegri orku. Það snýst um að gera nemendum okkar kleift að vera hluti af umskiptunum yfir í endur- nýjanlega orku. Þeir ættu að geta leitt þessa yfirfærslu út um allan heim þar sem við erum með marga alþjóðlega nemendur.“ Að mati Juliet eru mikil tækifæri í iðnaðinum. „Ég held að það sé mikil- vægt að allur heimurinn skipti yfir í endurnýjanlega orku. Við verðum að gera það og við erum að undirbúa nemendur okkar undir að vera hluti af því.“ Starfið hjá Orkuháskólanum er fyrsta langtímastarf Juliet utan Nýja-Sjálands, hún hefur þó reynslu af alþjóðavettvangi og hefur kennt áfanga tengda jarðvarma í Suðaustur- Asíu, Afríku og Ástralíu. „Háskólar eru almennt áhugasamir um þetta svið en ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa sterkan inn- lendan iðnað, og enn þá mikilvægara er að hafa góðan stuðning við rann- sóknir og að ríkisstjórnir sjái hag sinn í að rannsaka þennan iðnað,“ segir Juliet. Sem fyrr segir flutti hún nýverið til landsins. Maður hennar er Harry og eiga þau þrjú uppkomin börn. Yngsti sonurinn flutti með henni til Íslands ásamt fjölskyldukettinum. Margir myndu telja að þetta væri löng flutn- ingaleið fyrir kött og er Juliet sam- mála því. „Restin af fjölskyldunni kemur innan árs, en eldri börnin mín eru uppkomin þannig að þau koma bara í heimsókn.“ Utan vinnunnar er Juliet og öll fjöl- skyldan raunar mikið skíðafólk. „Ég hef líka mjög gaman af siglingum af því að ég er nýsjálensk, og mér finnst gaman að róa á kajak. Ég var dugleg að róa á kajak heima.“ Hún segist spennt fyrir að iðka þessar íþróttir á Íslandi sem og að halda áfram að synda reglulega. „Hingað til er vinnan frábær og ég hef verið að kynnast Íslendingum, ég tók nýlega þátt í GEORG Geother- mal vinnustofunni og hitti nýverið Konur í orkumálum í kokteil. Mér er að byrja að líða eins og heima hjá mér. Þetta hefur í það minnsta verið góð reynsla fram að þessu,“ segir Juliet. „Ég er kannski ekki komin með íslenskuna á hreint, en ég ætla að byrja í íslenskutímum í janúar þannig að við sjáum til hvernig það gengur, ég mun gera mitt besta.“ saeunn@frettabladid.is Telur Ísland ekki svo ólíkt Nýja-Sjálandi Juliet Newson, nýr framkvæmdastjóri Íslenska orkuháskólans, flutti í byrjun nóvember til Íslands. Hún er sérfræðingur í jarðvarmaiðnaði og er frá Nýja- Sjálandi. Utan vinnunnar fer hún á skíði og stundar siglingar og sund. Juliet er nýsjálensk og hefur áður kennt áfanga í Afríku, Ástralíu og Suðaustur-Asíu. FréttAblAðið/GVA sem fyrir er á markaðnum. Sé horft til þess er afsláttur útboðsgengis miðað við N1 mun meiri eða 10-25% lægri en mat markaðarins á N1. Félögin eru á margan hátt ólík. N1 er með meiri sölu í sinni starfsemi í öðru en olíuvörum og er auk þess ríkara af fasteignum. Sérfræðingar telja að fasteignir N1 séu talsvert verðmætari en bókfært verð þeirra segir til um. Skeljungur hefur valið þá leið að útvista smá- sölustarfsemi á stöðvum sínum og einbeita sér að sölu á eldsneyti. Í smásöluverslun á Íslandi er félag- ið í samstarfi við verslunarkeðjuna 10-11 sem sér um megnið af smá- sölu á stöðvum Skeljungs Meiri fjárfestingarþörf er einn- ig fyrir hendi hjá Skeljungi en hjá N1. Verðmöt Skeljungs taka tillit til þessa. Markaðurinn metur N1 á yfir nífaldan rekstrarhagnað fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA), en hjá Skeljungi er sami margfaldari milli sjö og átta. Út frá þeim mælikvarða er Skeljungur því mun ódýrari. Munurinn liggur fyrst og fremst í ólíkri starfsemi félaganna. búist við eftirspurn Þeir sérfræðingar sem rætt hefur verið við telja að eftirspurn verði eftir bréfum Skeljungs. Verð útboðsins sé sanngjarnt, en ekki megi búast við mikilli sveiflu strax eftir skráningu. Þeir benda á að ekki sé mikils vaxtar að vænta í sölu á eldsneyti. Fjölgun ferða- manna haldi þó eitthvað á móti sífellt sparneytnari ökutækjum. Starfsemi Skeljungs er ekki bara á Íslandi. Félagið rekur 11 bensín- stöðvar í Færeyjum undir vöru- merkinu Magn. Magn sinnir ekki einungis eldsneytissölu fyrir öku- tæki og smásölu, heldur er um helmingur framlegðar félagsins af olíusölu til húshitunar. Kostur þess rekstrar er að hann er fyrirsjáanleg- ur, stöðugur og stór hluti sölunnar er greiddur fyrirfram. Styrking krónunnar hefur ekki hjálpað að undanförnu í þessum rekstri, en til lengri tíma litið stuðlar starfsemin að áhættudreifingu. Við þetta bætist að í samræmi við erlendar tekjur hyggst félagið endurfjármagna sig og mun það leiða til lægri fjármagnskostn- aðar og betri afkomu. Búast má við því að endurfjármögnunin hafi jákvæð áhrif á arðgreiðslugetu Skeljungs. Áætlanir stjórnenda gera ráð fyrir að árlegur sparn- aður af þessari ráðstöfun skili á milli 110 og 140 milljónum króna til félagsins. Arðgreiðslufélag Skeljungur hefur sinnt afgreiðslu þotueldsneytis eftir að hafa unnið þau viðskipti í útboði. N1 hafði þessi viðskipti áður, en fram kom hjá N1 að það að missa þessi við- skipti hefði ekki mikil áhrif á framlegð félagsins. Sú virðist líka raunin. Sala þotueldsneytisins virðist því bera lága framlegð, en er líkleg til að vaxa að umfangi. Sérfræðingar sem Markaðurinn hefur rætt við segja að félagið ætti að vera ágætur kostur fyrir fjárfesta sem vilja stöðugt sjóðstreymi og arðgreiðslur. Arðgreiðslustefna félagsins er að 30 til 50% af hagnaði félagsins verði komið til hluthafa með arðgreiðslum eða niðurfærslu hlutafjár. Stjórnendur gera þó ekki ráð fyrir arðgreiðslu á næsta ári. Stöðugt og fylgir hagvexti Eins og fyrr segir búast sérfræðing- ar við að áhugi á útboðinu verði mikill. Félagið sé traust og stöðugt og henti vel inn í vel dreifð eigna- söfn. Fjárfestingu í hlutabréfum fylgir alltaf áhætta, en starfsemi félagsins er næm fyrir hagvexti og hagvaxtarhorfur eru góðar á Íslandi. Starfsemi í Færeyjum eykur áhættudreifingu í gjaldmiðl- um og staða félagsins á markaði í Færeyjum er sterk. Þegar fjárfestingar eru annars vegar ber hver og einn ábyrgð á sínum ákvörðunum og mikilvægt að vera meðvitaður um áhættu af slíkum fjárfestingum. Skeljungur er sterkt og vel rekið félag og verð- lagningin er að mati sérfræðinga sanngjörn. Þeir sérfræðingar sem Markaðurinn ræddi við telja ólík- legt að bréfin rjúki upp og því ekki miklar líkur á að útboðið sé til þess fallið að krækja sér í jólabónus. Um það er auðvitað ekkert hægt að fullyrða, en fyrir fjárfesta með góða áhættudreifingu er mat sérfræð- inga að félagið sé ágætur kostur til meðallangs eða lengri tíma. Búast má við því að endurfjármögnunin hafi jákvæð áhrif á arð- greiðslugetu Skeljungs. Áætlanir stjórnenda gera ráð fyrir að árlegur sparnaður af þessari ráðstöfun skili á milli 110 og 140 milljónum króna til félagsins. Mikilvægt er að fylgjast vel með aukn- um umsvifum lífeyrissjóða í útlánum til heimila. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein tveggja sérfræðinga Fjármálaeftirlitsins og birtist í Fjár- málum, vefriti FME. Greinarhöfundar benda einnig á að færsla húsnæðislána frá bönkum til lífeyrissjóða kunni að auka áhættu lánasafns þeirra. Fast- eignaverðtryggð lán lífeyrissjóða til heimila og fyrirtækja jukust um 15,5% á fyrri hluta þessa árs og nema nú 240 milljörðum króna. Loftur Hreinsson, sérfræðingur í áhættugreiningu, og María Finns- dóttir, sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti, rita greinina. Höfundar segja lífeyrissjóðina bundna af lögum um hámarksveðhlutföll og eignadreifingu en önnur stjórntæki hafi ekki tilætluð áhrif til að hamla útlánavexti þeirra. Sveiflujöfnunarauki sem lagður er á fjármálastofnanir hafi til að mynda ekki áhrif á lífeyrissjóði. Greinarhöf- undar taka þó fram að hegðun lífeyris- sjóða til þessa hafi ekki gefið tilefni til að hafa áhyggjur af áhrifum á fjármála- stöðugleika. Fram kemur í greininni að undan- farin ár hafi lífeyrissjóðir aukið við óhefðbundnar fjárfestingar, en erfitt sé að meta áhættu vegna slíkra þátta. – hh Fylgjast þarf með fasteignalánum Þeir sérfræðingar sem rætt hefur verið við telja að eftirspurn verði eftir bréfum Skeljungs. Fasteignalán lífeyrissjóða vaxa hratt og er ástæða talin til að fylgjast með þróuninni. markaðurinn 5M I Ð V I K U D A G U R 3 0 . n ó V e M b e R 2 0 1 6 3 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 A -C 8 F C 1 B 7 A -C 7 C 0 1 B 7 A -C 6 8 4 1 B 7 A -C 5 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.