Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.04.1983, Page 5

Víkurfréttir - 28.04.1983, Page 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 28. apríl 1983 5 Reykjaneskjördæmi: Úthverfi Reykjavíkur Á undanförnum árum hefir oröið mjög sérkenni- leg byggöaþróun í hinu svo kallaða Reykjaneskjör- dæmi. Þéttbýlisstaöirnir í ná- grenni höfuðborgarinnar, sem ég vil hér kalla úthverfi Reykjavikur, hafa vaxið mjög ört, og þareru nú bú- settir nær 75% af íbúum kjördæmisins. íbúar þessara þéttbýlis- staða, en þeir eru: Kópa- vogur, Garðabær, Seltjarn- arnes, Hafnarfjörður og Mosfellssveit, voru 1. des. 1981 samtals 37.938 og hafði þáfjölgaðásl.5árum, 1976-1981, um 4.884, eða um 14.77%. Á sama tíma hafði íbúum Reykjavíkur mjög lítið fjölgað, eða aðeins um 259 manns. Á Suðurnesjum hafði orðið nokkur fjölgun á þessu tímabili og þar voru búsettir á þéttbýlisstöðum í árslok 1981 13.380 manns, eða samtals í Reykjanes- kjördæmi í þéttbýli 51.319 manns á móti 84.593 í Reykjavík. Með sömu fólksfjölgun í prósentum talið munu þvi ekki mjög langirtímar líða, þar til Reykjaneskjördæmi fer fram úr Reykjavík með fólksfjölda og verður fjöl- mennasta kjördæmi lands- ins. Þessi byggðaþróun hefir orðið mjög óhagstæð fyrir Suðurnesin og hafa þau orðið útundan á hinu póli- Næsta blað kemur út 5. maí Prjónakonur Kaupum fallega vel prjónaða sjónvarps- sokka, 60 cm langa. Móttaka miðvikudagana 4. og 18. maí kl. 13-15 að Iðavöllum 14b, Keflavík. ÍSLENZKUR MARKAÐUR HF. íismms tíska sviði. Úthverfi Reykja- víkur hafa hreinlega kaf- fært Suðurnesin pólitískt séð. Glöggt dæmi um þetta er síöasta prófkjör Sjálfstæð- isflokksins hér í kjördæm- inu, en þar lentu frambjóð- endur Suðurnesjamanna í 8. og 10. (neðsta) sæti. Afleiðing af þessu hefir orðið sú, að áhrifa Suður- nesjamanna gætir sáralítið á Alþingi, og þeirhafaorðið útundan hvað atvinnuupp- byggingu varðar. Þetta kemur glöggt fram, þegar erfiðleikar eru í sjávarút- vegi, eins og nú er, þá verður atvinnuástand strax slæmt og fyrirtækin berjast i bökkum. Úthverfi Reykjavíkur mynda ásamt Reykjavik atvinnulega heild. Kaup- staðirnir og þorpin á Suð- urnesjum mynda aðra at- vinnuheild, og þessar tvær atvinnuheildir eru gjörólík- ar og eiga ólíkra hagsmuna að gæta. Besta kjarabótin sem Suðurnesjamenn gætu fengið í framtíðinni væri tví- mælalaust sú, að Reykja- neskjördæmi væri skipt í tvennt, til dæmis um Straumsvík. Þá myndu Suðurnesja- menn fá fulltrúa á Alþingi, sem væru búsettir hér og líklegri til að berjast fyrir hagsmunum okkar, en til dæmis lögfræðingar á Reykjavíkursvæðinu. Eigum við ekki að fara að athuga þennan möguleika? Páll Gunnlaugsson ÍSLANDSMEISTARAR 1983 3. flokkur kvenna og 4. flokkur karla fBK i körfuknattleik urðu Is- landsmeistarar nú i vetur. 3. flokkur varð einnig bikarmeistari. Þjálfari karla var Brad Miley en þjálfari stúlknanna var Jón Kr. Gíslason. - pket. s? Loksins Langþráður draumur okkar Suðurnesjamanna hefur ræst. - í Keflavík höfum við opnað í einu orði sagt, stórglæsilegan veitingastað, undir nafninu „GLÓÐIN“. „GLÓÐIN“ býður þér upp á: • Gómsæta sjávarrétti • Girnilega kjötrétti • Ljúffengar kaffiveitingar • Glæsilegan salat-bar, og síðast en ekki síst • Indælt starfsfólk og rómantískt umhverfi, sem ekki á sinn líkan. v LÍTTU INN! Við höfum opið frá kl. 8.15- 22 alla virka daga og frá kl. 10-23.30 um helgar. GLÓÐIN Hafnargötu 62, Keflavík Jafnvel salat-barinn einn er þess virði að þú lítir inn.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.