Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.1984, Page 10

Víkurfréttir - 24.05.1984, Page 10
10 Fimmtudagur 24. maí 1984 VÍKUR-fréttir Starlsfólk Dropans saman komið ásamt forstjóra fyrirtækisins, Kristni Guðmundssyni. „Þá mátti sjá sjómenn úti um allan bæ að mála hús sín“ - segir Kristinn Guðmundsson í Dropanum ,,Við byrjuðum rekstur þessarar verslunar í lítilli kjallaraholu á Hafnargötu 26 og það voru ekki nema um 30 fermetrar sem við höfðum til umráða. Nú erum við komnir í 900 fer- metra húsnæði og má segja að við séum búnir að feta okkur upp stigann hægt og bítandi á 18 árum frá stofn- un fyrirtækisins", sagði Kristinn Guðmundsson, forstjóri í Dropanum, sem um síðustu helgi flutti í nýtt og glæsilegt húsnæöi við Hafnargötu 90. ,,Það var 12. mars 1966 sem við byrjuðum í kjallar- anum og síðan lá leið okkar í gömlu Ingimundarbúð, sem er hús númer 19, vorum þar í 5 ár. Síöan færð- um viðokkuruppeftirHafn- argötunni, að númer 80 og höfum verið þar sl. 11 ár, en um leið breyttum við nafn- inu á versluninni úr Krist- inn Guðmundsson og Co. hf., í Dropann, en hlutafé- lagið er þó skráður eigandi hennar". Eftir svona mörg ár i viö- skiptum, Kristinn, finnst þér verslunarhættir hafa breyst á siöustu árum? „Ég get ekki sagt að það hafi orðið mjög miklar breytingar hjá okkur. Okkar verslun byggist á að leið- beina viðskiptavininum og sinna honum, en í gegnum árin hafa þetta verið mikið til sömu vörurnar sem við höfum veriö að selja og ekki umtalsverðar breytingar hvað það varðar". Hvernig hefur reksturinn gengið? „Verslunin hefur sýnt aukningu á hverju ári frá byrjun, og ég er bærilega ánægður með það. Ég vil nefna gott dæmi með sl. sumar, en þá rigndi mjög mikið, eins og öllum er i fersku minni, en samt sem áður þá héldum við okkar striki. Þessi tími, þ.e. sum- arið, er mesti annatíminn hjá okkur þannig að það er vissulega mikilvægt að veðrið sé skaplegt svo fólk nenni að fara að gera fínt hjá sér. Þess má geta að i tilefni af landsmótinu þá höfum við ákveðið að koma til móts við fólk sem ætlar að mála hús sín, með því að bjóða þvi málningu á heildsölu- verði og mun það tilboð standa fram að mótinu. En við erum með heildsölu- dreifingu fyrirtvö fyrirtæki í málningarbransanum, þ.e. Málningu hf. og Hörpu hf., og hafa málarar og fyrir- tæki notað þá þjónustu mjög mikið". Er ekki töluverö sam- keppnl á þessum markaöi? „Jú, hún er nokkuð hörð, en samkeppni heldur manni vakandi og skapar visst að- hald, annars myndu menn sofna á verðinum". Breytist smekkur fólks mikiö ár frá.ári? „Undanfarin ár hafa Ijósir litir verið „dóminerandi" og eru enn. Fyrir nokkrum ár- um voru sterkir litir vinsælir og einnig veggfóður, sem þó er farið að sækja á aftur í seinni tíð. En það er greini- legt að fólk fylgist vel með tiskunni". Aö iokum, Kristinn, er „Samkeppnin er hörðust gagn vart Reykjavíkurmarkaðinum“ - segir Karl G. Sævar í DUUS Karl G. Sævar og kona hans, Hallfríður Ingólfs- dóttir, hafa rekið verslunina DUUS-húsgögn i rúm 7 ár að Hafnargötu 36 í Keflavík, en þar var fyrir húsgagna- verslun Garðars Sigurðs- sonar, eða Garðarshólmi, eins og margir Keflvíkingar muna eflaust eftir. Eins og fram kemur ann- ars staðar í blaðinu þáflutti verslunin aðsetur sitt sl. laugardag að Hafnargötu 90 í nýtt og glæsilegt hús- næði. Blaðamanni Víkur- frétta tókst að tefja Karl í nokkrar mínúturáopnunar- daginn, þarsem ákveðið var að rekja garnirnar úr kaup- manninum. Við gefum hon- um orðið: „Það var 1. mars 1977 að ég keypti af Garðari og hef rekið verslun mína, DUUS- húsgögn, síðan, eða í rúm 7 ár“, sagði Karl. Nú hefur ýmislegt breyst i efnahag fólks á ekki lengri tima en þaö. En hafa versl- unarhættir breyst mikiö á þessum tíma? „Já, því er ekki að neita. Lánsviðskipti hafaaukistog nú er kerfið orðið miklu opnara gagnvart fyrir- greiðslu en áður var. Tvö sl. ár hafa sýnt, að það eru greinilega minni peningar í umferð en verið hefur". Hvernig kemur þaö viö kaupmanninn? „Hann er náttúrlega ábyrgur fyrir öllu saman, og þannig er maður háður fyri rgreiðsl u. Ég til að mynda skipti við Sparisjóð- inn og ég fæ þar mjög góða fyrirgreiðslu, sem og mörg önnur fyrirtæki hér á Suð- urnesjum". Hvaö meö samkeppni, nú er hún mikil? „Samkeppni er til góðs, það er staðreynd. Einna harðasta samkeppni sem við heyjum er þó gagnvart Reykjavíkurmarkaðinum. Úrval hjá húsgagnaverslun- unum hér í bæ, þ.e. DUUS og Bústoð, er það gott, að óþarfi er að leita inn eftir. Þessar verslanir eru með því besta sem gerist á þess- um markaði bæði hvað varðar verð og gæði, og einnig má bæta því við að þó fólk sjái ekki hluti hjá okkur sem það leitar eftir, þá getum við í flestum til- fellum útvegað þá og á sama verði og þeir eru á annars staðar. Við flytjum inn töluvert sjálf og getum útvegað alla klassa af húsgögnum. Og það er nokkuð um það að fólk komi með bæklinga eða myndir af sérstökum vörum og biðji okkur um að útvega eftir þeim". Hvaö meö smekk fólks, - hefur hann breyst mikiö? „Það er ekki eins mikið um klassiskar vörur eins og áður. Leðrið hefur sótt mikið á og hefur það orðið til þess að verðmunur milli taus og leðurs er alltaf að minnka. Einnig er töluverð eftirspurn í nýtísku hús- gögn, eins og kölluðeru, og þegar smekkur fólks er svo breytilegur er um að gera að hafa úrvalið eins gott og kostur er“, sagði Karl G. Sævar í DUUS. - pket. ekki eitthvað minnisstætt frá þessum árum? „Það er eitt atvik sem situr alveg sérstaklega fast i mér, og það er þegar sjó- menn fóru í verkfall og not- uðu tímann til að mála hús sín, enda var veður þá með afbrigðum gott. Það var botnlaus traffík í nokkra daga og við stöfluðum málningardollunum á stétt- ina, sem runnu út eins og heitar lummur og komust því aldrei í búðina, sem þá var að Hafnargötu 19. Þá mátti sjá sjómenn úti um allan bæ að mála hús sín", sagði Kristinn að lokum. pket. Stjórn kosin hjá íðnþró- unarfélaginu Á stofnfundi Iðnþróunar- félagsins nú fyrir skemmstu voru eftirtaldir kjörnir í fyrstu stjórn þess: Eyjólfur Þórarinsson, Keflavík; Einar Guðberg Gunnarsson, Keflavík; Krist inn Benediktsson, Grinda- vík; Elsa Kristjánsdóttir, Sandgerði; og Vilberg Þ. Jónsson, Vogum. SSS hefur tilnefnt Þórarin St. Sigurðsson, Höfnum, sem sinn fulltrúa. - epj. Trjágróður og gangstéttir á Fokkunni Eins og margir hafa tekið eftir er búið að grafa þvers og kruss um Fokkuna, þ.e. svæði það sem styttan af Ólafi Thors er. Að sögn Jóns B. Olsen, garðyrkjustjóra Keflavík- urbæjar, verða útbúin þarna beð þar sem tré verða gróðursett og eins verða lagðir þarna gangstígar. Hefur Lionsklúbbur Kefla- víkur og fleiri ákveðið að leggja til trjágróður í svæð- ið. - epj. 46 umferðar- óhöpp í apríl Samkvæmt mánaðaryfir- liti Umferðarráðs varðandi umferðaróhöpp í sl. mán- uði í Keflavík, Njarðvík, Keflavíkurflugvelli, Grinda- vík og Gullbringusýslu, kemur fram að heildarfjöldi þessara óhappa varð 46 og í þeim slösuðust alls3, þaraf 2 meiri háttar. 23 óhappanna urðu í Keflavík og Njarðvík, 10 á Keflavíkurfl ugvelli, 10 í Grindavík og 3 annars stað- ar í sýslunni. Þeir sem slös- uðust lentu í þremur óhöpp- um í Keflavík og Njarðvík. epj. Auglýsingasíminn er 1717.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.