Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.1984, Qupperneq 13

Víkurfréttir - 24.05.1984, Qupperneq 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 24. maí 1984 13 Deilur um dansleikjahald á Landsmóti UMFÍ: Fjárhagsleg afkoma mótsins í húfi Verður neðri hæð KK-hússins notuð, auk Stapans? Enn hefur ekkert verið ákveðið hvar halda eigi dansleiki sem fara eiga fram í Landsmóti UMFÍ í sumar. Sú hugmynd og ósk, sem hefur verið borin upp af Landsmótsnefnd, að halda dansleikinn í Iþróttahúsi Á fundi bygginganefndar Keflavíkur 11. apríl sl. var tekin til afgreiðslu umsókn frá Hreggviði Hermanns- syni, sem óskaði leyfis nefndarinnar að mega breyta risi á húsi sínu að Heiðarhorni 20 og gera þar þakstofu. Bygginganefnd taldi að erindið félli ekki að byggingarskilmálum í um- ræddu hverfi og synjaöi um- sókn Hreggviðs. Ingólfur Falsson, vara- bæjarfulltrúi, lagði fram til- lögu á fundi bæjarstjórnar Keflavíkur 16. apríl sl. þess efnis, að Hreggviður fengi að byggja samkvæmt ósk sinni. Við afgreiðslu máls- ins í bæjarstjórn var tillaga Ingólfs felld með 5 atkvæð- Vænt, vandað og vikulega. Keflavíkur, hefur verið harð- lega gagnrýnd af mörgum. Landsmótsnefnd leggur mikla áherslu áað dansleik- irnir geti farið fram á einum stað og þá séu fáir staðir sem til greinakomi, þarsem 1000-2000 manns geti komið saman í einu. Einnig um gegn 4. Þeir sem greiddu atkvæði meðtillög- unni voru auk Ingólfs full- trúar frá Alþýðuflokki og Al- þýðubandalagi. ..Bygginganefnd tók mjög kjánalega á þessu máli og ekki var annað að sjá en að það væri tómur hringlandaháttur í störfum nefndarinnar hvað varðar þetta mál“, sagði Ingólfur Falsson í samtali við blaðið. ,,Þegar nefndin tók um- sóknina fyrir í byrjun var samþykkt að fresta málinu og leita umsagnar 4 aöila í sömu götu um málið. Kom svar frá 2 aðilum, annað já- kvætt, en hitt neikvætt. Svo er málið tekið aftur fyrir í nefndinni og þá er umsókn- inni synjað á þeirri forsendu að erindið falli ekki að bygg- ingarskilmálum. Af hverju var málið þá ekki afgreitt þannig strax?" sagði Ingólf- ur Falsson, varabæjarfull- trúi í Keflavík. - pket. telur landsmótsnefnd mikil- vægt að dansleikirnir takist sem skyldi og er þá sérstak- lega hugsað út frá fjárhags- legri afkomu landsmótsins. Iþróttaráð, sem er ráðgef- andi aðili fyrir bæjarstjórn í málum sem lúta að íþrótta- hreyfingunni, ereindregiðá móti þvi að dansleikjahald verði leyft í (þróttahúsi Keflavíkur. Þessi ósk lands- mótsnefndar var aftur á móti samþykkt í bæjarráði, sem óskiljanlega var látið taka málið fyrir, og bíður nú aðeins afgreiðslu bæjar- stjórnar. Verður það gert fyrr en síðar, því að ekki eru nema tæplega 2 mánuðir í mótið. Nýjasta hugmyndin sem reifuð er í þessu máli er að halda dansleikina samtímis í neðri sal KK-hússins og í félagsheimilinu Stapa. Stendur til að Ijúka einhverj- um framkvæmdum á neðri hæð KK-hússins, m.a. að steypa gólfið, og þá þarf ekki mikið til viðbótar til að halda dansleik, því að á undanförnum árum hafa dansleikir á landsmótum verið haldnir í hálfkláruðum húsum, en ekki í tilbúnum og myndarlegum húsum einsog Iþróttahús Keflavík- ur er. Fleiri hugmyndir hafa skotið upp kollinum um þetta mál og þá t.d. að nota íþróttahúsiö í Njarðvíkum, sem margir telja að henti vel til þessa brúks og alla vega betur en íþróttahúsið í Keflavík. Undirbúningur fyrir landsmótið gengur að sögn Landsmótsnefndar sam- kvæmt áætlun. Þó er vitað að ýmis vandamál eru óleyst að undanskildu því sem á undan er nefnt. Ekki er frá því að mörgum finnist hugsjónin eigi orðið í vök að verjast gagnvart fjár- hagslegri afkomu þessa fyrirtækis, sem heilt lands- mót er orðið. - pket. Traktorsgrafa Tek aö mér alla al- menna gröfuvinnu. Skúli S. Ásgeirsson Háseylu 9, Njarðvík Sími 6162, 3055 Frá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur STARF I afleysingum vegna sumarfría í afgreiöslu okkar er lausttil umsóknar. Starfiöerfólgiö I sölu farseðla, uppgjöri á sölutöskum vagnstjóra og ræstingu. Upplýsingar gefur Jón Stígsson, eftirlits- maöur, í síma 1590. Umsóknir sendist bæjarstjóranum í Kefla- vík fyrir 1. júní n.k. Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur C3 Keflavík: Hringlandaháttur í störf- um bygginganefndar? VEGNA HAGSTÆÐRA INNKAUPA GETUM VIÐ BOÐIÐ ÞETTA FURU-SÓFASETT Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI. I stofuna. Sófasett 3 + 2 + 1 Verð kr. 13.800 I sjonvarps herbergið. Sófasett 3 + 1+1 Verð 12.400 I sumar- bústaðinn. Sófaborð 2.900 3 litir af áklæði. Hornborð 2.410 Vatnsnesvegi 14 - Keflavík - Simi 3377

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.