Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.1984, Qupperneq 14

Víkurfréttir - 24.05.1984, Qupperneq 14
14 Fimmtudagur 24. maí 1984 VÍKUR-fréttir 10 ára gagnfræðingar Hittumst hress á Glóðinni, föstudaginn 25. maí. Húsið opnað kl. 21. - Áríðandi að mæta tímanlega. Árgangur 1957 velkomnir. Málaraþjónusta K. Granz Simi 3926 (milli kl. 18-20) Alhliða málningarvinna ásamt skiltagerð og ? - Sprunguviðgerðir 150-200 kr. m. Gerum tilboð yður að kostnaðarlausu. Stúlka óskast frá kl. 1 - 6. Keflavík - Atvinna Óskum eftir að ráða afgreiðslufólk til af- leysingastarfa sem fyrst. STAPAFELL HF. - Sími 2300 ATVINNA Mann vantar til afleysinga á smurstöð. Framtíðarstarf getur komið til greina. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri. AÐALSTÖÐIN HF. AXStofa/j D % auglýsir: Óska eftir snyrtifræðingi í hlutastarf. Upp- lýsingar á staðnum, Túngötu 12, Keflavík. Hvað viltu fá í afmælisgjöf Jóhannes Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Alþingi Islendinga er nú á loka- sprettinum, þar er nú unnin yfirvinna eins og alltaf þegar nálgast að þinglok- um. Það er nú satt að segja helvíti hart að menn sem eiga og þykjast vera fulltrú- ar þjóöarinnarskuli láta það koma fyrir trekk i trekk og ár eftir ár að þeir þurfi að vera á löngum næturfundum að vinna að málum sem þeir eru jafnvel búnir að vera að drolla við í heilan vetur að koma í gegnum nefndir og ráð ýmisleg, skuli þurfa að vera að standa í „jólahrein- gerningum" í miöjum sauð- buröinum. Það þykir ekki sérlega vinsælt meðal almennings að minnsta kosti að á meðan þingmenn eru að reyna að vinna upp sinn eigin slóðaskap, þá skuli þeir á sama tima vera að rífast um kókómjólk og mangósopa, þ.e.a.s. á hvaða verði slíkir kosta- drykkir skuli seljast. Þeir eru hins vegar ekki á þeim buxunum að leyfa okkur að drekka það sem við viljum kannski helst og það er að sjálfsögðu bjórinn. Það eru bara þeir „lægstlaunuö- ustu“ í þjóðfélaginu, flug- mennirnir sem fá að njóta hans til fullnustu, þó ekki telji þeirsérþaðtil kjarabót- ar. Þingmennirnir okkareru nú líka komnir í kartöflu- karp um hvort menn eigi að éta finnskar og mjúkar eða hollenskar, ítalskar, eða kannski baraeinsog þjóðin er búin að gera í mörg ár, „franskar" og þá jafnframt löðrandi í fitu. Auðvitað á að gefa alla hluti frjálsa, ekki bara kartöflur heldur líka mjólk og niðurgreitt lamba- kjöt. Það er nefnilega þann- ig að við myndum græða á aö kaupa okkar eigin niður- greidda kjöt frá útlöndum, fengist leyfi til að flytja það inn. Einhverjir framtaks- samir menn á borð við þá sem fluttu inn argentinska nautakjötið sl. vetur við mikla hrifningu ýmissa hótela og bændahalla, ættu nú að athuga hvort þeir gætu ekki keypt lambakjöt, íslenskt, til landsins. Tal- andi um lambakjöt þá var ein heljarmikil kroppasýn- ing, rauðsokkum til mikillar armæðu, haldin í henni Reykjavík. Ekki veit ég hvort á að greiöa niöur eða upp þá skrokka en úr því þing- menn eru að þessu sífellda snakki allan liðlangan vet- urinn væri ekki úr vegi að spyrja, hvort þetta sé ekki rétta leiðin til að fylla upp í gatiö. Þaðeraðflytjaútnið- urgreitt „lambakjöt", þá bara til sýnis. Það væri hægt að verðleggja skrokkana eftir ættum, það <J$V 1SK\ 'v/mm gera þeir við hrossin, því sumir eru jú betri en aðrirtil undaneldis. Þaðhefurnefn- ilega alltaf þótt gott á (sl- andi, að vera af góðum ætt- um. Þetta ætti að vera verðugt verkefni fyrir dag- heimilaflokk Kvennafram- boðsins að standa í. Ekki get ég látiö líða að minnast á afmæli eins af „ágætustu" og um leið valdamestu mönnum landsins, sjálfan nefnda- kónginn (margfaldur ísl- andsmeistari) og seðla- prentarann, Jóhannes Norðdal. Það verður að segjast eins og er að það er ekki á hverju ári sem menn eiga stórafmæli, sem betur fer fyrir þjóðarbúið, í þessu tilviki. Hvað kappinn fékk i afmælisgjöf, er ekki alveg vitað, en það er greinilegt að einhver öfundarpúkinn hefur kjaftað hvað hann fékk frá stórskuldafélaginu Landsvirkjun. Hann fékk víst málverk, takið eftir, málverk, ekki hausverk, eins og hann hefur ábyggilegaoftfengiðfrá því fyrirtæki þegar semja hefur þurft um erlendar skuldir fyrir alls konar Kröfluævin- týri. Við Suðurnesjamenn þurfum ekki að hugsa með neinum sérstökum hlýhug til Landsvirkjunar, því það er þar sem mótstaðan er mest fyrir þvi að við getum notað orku okkar í Svart- sengi til rafmagnsfram- leiðslu. Jæja, málverk fékk hann blessaður karlinn og hver borgaði málverkið fræga, voru það nefndarmenn Landsvirkjunnar, eöa bara við hin skattgreiðindurnir, þetta pakk sem alltaf er að skipta sér af hvernig aurum þjóðarinnar er varið. Þaö er snjallt aö gefa gjafir, góðum vinum nær og fjær. Enda þótt þú ekki hafir, endilega borgað þær. P.S. Átti ekki að setja flug- mennina í sóttkví.Þetta var greinilega bráðsmitandi skita sem þeir voru með. Vinningsnúmer Eftirtalin númer komu upp í happdrætti knatt- spyrnuráðs ÍBK: l.vinningur. Ferð fyrir 2 til Rimini, verðm. kr.40.000. kom á miða no.2209. Vinningsnúmer Fyrir skömmu var dregið í skyndihappdrætti Knatt- spyrnudeildar Reynis og komu eftirtalin númer upp: 1. vinningur no. 302. 2. vinningur no.427 3. vinningur no 30 4. vinningur no. 15 ö.vinningur no. 972 Upplýsingar um vinninga eru gefnar í síma 7655. pket. FLUGFELAGIÐ SUÐURFLUG KEFLAVÍKURFLUGVELLI KENNSLUFLUG - LEIGUFLUG SÍMI 2000-7140 - NÚ LÆRA ALLIR AÐ FLJÚGA - 2. vinningur no.919 3. vinningur no.2680 4. vinningur no.412 ö.vinningur no.2367 6.-IO.vinn. kom á eftirtöld númer: 2297, 979, 2006, 2926 og 1706. Vinninga er hægt að vitja hjá Eiríki Hjartarsyni á Hafnargötu 37 í Keflavík. pket. YFIRTEKUR ALLA . . . Framh. af 1. siðu sölu á orku til notenda svo og hvers konar nýtingu jarðgufu og jarðvatns. Þá mun iðnaðarráðherra veita Hitaveitu Suðurnesja einkaleyfi til starfrækslu raf- veitu á starfssvæði hennar eftir því sem um semst við einstök sveitarfélög og rík- issjóð um yfirtöku á veitu- kerfum þeirra. Þá eru ákvæði i lögunum til bráðabirgða um að ríkis- sjóði sé heimilt að selja Hitaveitu Suðurnesja raf- orkuveitukerfi sín og stofn- ana ríkisins, aðveitur og dreifiveitur, innan sveitar- félaga þeirra, sem aðild eiga að fyrirtækinu. Á sama hátt er sveitarfélögum þeim, sem aöild eiga að fyr- irtækinu heimilt að selja því raforkuveitukerfi sin eða leggja þau fram sem stofn- framlög og breytist þá eignarhlutdeild eiganda í samræmi við það. Náist ekki samkomulag um mat á verðmætum skal gerðardómur þriggja manna skera úr. Tilnefnir stjórn HS einn mann í gerð- ardóminn, seljandi einn, en oddamaður skal skipaður af Hæstarétti. - epj.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.