Víkurfréttir - 04.07.1985, Síða 2
2 Fimmtudagur 4. júlí 1985
VIKUR-fréttir
mun
| pittií
Útgefandi: Vikur-fréttir hf.
..Afgreiösla, ritstjórn og auglýslngar:
Hafnargötu 32, II. hæö - Sími 4717-Box 125-230 Keflavík
Fiskverkendur á Suðurnesjum:
Hafa dottíð í þá ljónagryfju
að halda niðri launum
Ritstj. og ábyrgöarmenn: Blaöamenn:
Emil Páll Jónsson, hs. 2677 Eiríkur Hermannss., hs. 7048
Páll Ketilsson, hs. 3707 Kjartan Már Kjartanss.,
hs. 1549
Auglýsingastjóri:
Páll Ketilsson
Upplag: 4000 eintök, sem dreift er ókeypis um öll Suöurnes
hvern fimmtudag.
fiskverkunarfólks
- segir Einar Kristinsson formaður
Vinnuveitendafélags Suðurnesja
Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað,
er óheimilt nema heimildar sé getiö.
Setning. tilmuvinna og prentun: GRÁGÁS HF., Kefiavik
GRJÓTGRINDUR
á flesta bíla.
í framhaldi af þeirri um-
ræðu sem átt hefur sér stað
um vanda sjávarútvegsins,
þá tókum við Einar Krist-
insson formann Vinnuveit-
endafélags Suðurnesja
nýlega tali. Hann hafði
þetta um málið að segja.
GOTT VERÐ
Kr. 1400 - m/ásetningu.
- Símar 2735, 3984 -
Byggingalóðir til sölu
Til sölu eru neðangreindar óbyggðar
eignarlóðir í Keflavík.
Hringbraut 88, 766 fermetrar
Tjarnargata 32, 702 fermetrar
Hrauntún 1, 700 fermetrar
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði
sem er eða hafna öllum.
Tilboð skilist undirrituðum.
LÖGMENN GARÐAR OG VILHJÁLMUR
Hafnargötu 31, 230 Keflavík.
Símar 1723 og 1733.
„Almenn vandkvæði í fisk-
vinnslunni eru' mikil um
þessar mundir á landinu
öllu, má það þykja undar-
legt á sama tíma og mark-
aðir eru góðir og því er þessi
vandi heimatilbúinn. Það
hefur ekki verið tekið nægi-
lega á hlutunum að okkar
mati, ekki jafnharðan og
vandræðin hafa komið
fram, er þetta því að hluta
til uppsafnaður gamall
vandi.
Nýverið birtist skýrsla
sem Vestfirðingar tóku
saman og í framhaldi af því
hefur Samband fisk-
vinnslustöðvanna farið
þess á leit við öll vinnuveit-
endafélögin á landinu að
þau kynntu sér skýrsluna
og kæmu með sínar
tillögur, sem ættu við á
hverju svæði út af fyrir sig.
Hér á Suðurnesjum hefur
Fasteignaþjónusta Suöurnesja
KEFLAVÍK - NJARÐVÍK:
2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir við Heiðarholt, Fífumóa og
Hjallaveg. Verð frá .................................. 1.150.000
3ja herb. neðri hæð með bílskúr við Vesturgötu. Skipti á
ódýrari eign æskileg. Nánari uppl. á skrifstofunni.
3ja herb. neðri hæð við Hátún. Laus nú þegar. Útb. samk.l. 1.350.000
3ja herb. góð rishæð við Hátún, laus strax............ 1.150.000
Neðri hæð með bílskúr við Hringbraut, laus fljótlega .. 1.500.000
Einbýlishús við Suðurtún, Smáratún, Óðinsvelli og víðar.
Skipti á Viðlagasjóðshúsum möguleg, eða beinar sölur.
Góð 4ra herb. neðri hæð við Vesturgötu með hlutdeild í bíl-
skúr. Skipti á góðri 3ja herb. íbúð möguleg ......... 1.800.000
Nýlegt endaraðhús við Birkiteig með bílskúr og garðhús
við Greniteig með bílskúr. „Góðar eignir!‘Verð frá .... 3.500.000
90 ferm. gott raðhús við Mávabraut .................. 1.950.000
Raðhús á tveimur hæðum við Faxabraut í góðu ástandi
með bílskúr. Skipti möguleg ........................ 2.500.000
Einbýlishús við Háseylu og Kirkjubraut í Njarðvík. Verð frá 2.000.000
Úrval eigna á skrá í Garði, Sandgerðl, Vogum og Grindavík, m.a. ein-
býlishús í Garði, Viðlagasjóðshús og einbýlishús í Sandgerði, raðhús í
Grindavík o.fl. - Upplýsingar á skrifstofunni.
Fasteignaþjónusta Suðurnesja
Hafnargötu 31, II. hæö - Keflavík - Símar 3441, 3722
vinnuveitendafélagið skip-
að nefnd til að fara í
gegnum skýrsluna og gera
tillögur í sambandi við úr-
bætur.
Þessi nefnd mun starfa
næstu vikur og síðan verður
fundað í sambandinu og í
framhaldi af því er ætlunin
að hitta forsætis- og sjávar-
útvegsráðherra hið fyrsta.
Talað var um að þessi nefnd
ætti fund með þing-
mönnum kjördæmisins
áður en fundað yrði með
ráðherrunum, til að kynna
þingmönnunum alla mála-
vöxtu.
Rétt er að geta þess að af
frumkvæði þingmannanna
og viðskiptaráðherra hefur
nú verið farið þess á leit við
Framkvæmdastofnun að
hún geri úttekt á stöðu fisk-
vinnslufyrirtækjanna hér á
Suðurnesjum hið allra
fyrsta og hafa bréf verið
send til fyrirtækjanna, þar
sem óskað hefur verið eftir
ýmsum gögnum sem þá
vantar til að vinna úr.
Við í þessum iðnaði erum
ákaflega áhyggjufullir,
hvernig hjólið hefur snúist
hér á undanförnum árum.
Sjáum við ekki annað, en ef
að ekkert verður að gert hið
bráðasta, leggist þessi at-
vinnugrein hreinlega af hér
á svæðinu. Það þarf ekki að
telja upp hver vandræðin
eru og hverjir skellirnir sem
hafa dunið yfir, hér á einu
stærsta skreiðar- og
saltfiskverkunarsvæði
landsins. Skreiðin óseld og
saltfiskverkun hefur verið
mjög óhagstæð.
A síðasta ári og það sem
af er þessu hafa hlutirnir
Einar Kristinsson
gengið mjög illa, enda sýnir
þetta sig á því að menn
gefast hreinlega upp og það
versta er að atvinnurek-
endur hafa dottið ofan í
ljónagryfju. Ef svo má segja
um þá óráðssíu að halda
fiskvinnslufólki á lágum
launum, sem hefur síðan
hjálpað allverulega til að
gera þetta fólk fráhverft
þessu starfi, sem er eril-
samt og erfitt og þarf að
vera vel launað til þess að
fólk sækist í það. Þetta
höfum við ekki áttað okkur
á nógu tímanlega, menn sjá
þetta í dag, en það er of
seint að byrgja brunninn,
þegar barnið er dottið ofan
í hann. Væntum við þess
því nú, að stjórnvöld
rumski allverulega áður en
það er um seinan.
Það er engin vandi að
setja sjávarútveg á Islandi á
hausinn, en það yrði krafta-
verk að reisa hann við aftur,
eftir að þeir sem við hann
starfa í dag eru frá honum
gengnir", sagði Einar að
lokum. - epj.
16 ára - eða á 16. ári
Hjá unglingum eru það
mikil tímamót að verða 16
ára gömul, þá fá þeir sömu
laun og fullorðnir, auk þess
sem þeir fá ýmis réttindi
sem þau höfðu ekki áður.
En þá fá þau líka að finna
fyrir'klóm frá riki, bæjarfél-
aginu, verkalýðsfélögum,
lífeyrissjóðum o.fl. sem
byrjar að taka af þeim
útsvör, þinggjöld, félags-
gjöld eða lífeyrissjóðsgjöld.
Þessir aðilar miða við
fæðingarárið, þ.e. án tillits
til þess hvenær á árinu
unglingarnir, ná því marki
að verða 16. I sjálfu sér væri
það i lagi ef það sama gilti
varðandi kaupið, en þar er
svo farið að ríki og bær
ganga fram fyrir skjöldu og
sjá til þess að fæðingar-
dagurinn skuli gilda og
draga því unglingana í
dilka. Haustbörn þ.e. þau
sem fædd eru að hausti
verða því oft á tíðum á lægri
launum hjá því opinbera,
en vor og vetrarbörn.
Þetta finnst unglingun-
um að sjálfsögðu nöturlegt,
enda er svo þegar um er að
ræða unglinga sem verið
hafa saman í skóla kannski
í 9-10 ár, að núeru þauekki
lengur talin jafngömul,
nema þegar taka þarf af
þeim gjöld, þá er allur ár-
gangurinn jafnaldrar.
Slíkar reglur sem þessar
eru til þess eins fallnar að fá
unglingana upp á móti
kerfinu, og því mætti alveg
samræma þessi atriði.
Faðir