Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.07.1985, Side 6

Víkurfréttir - 04.07.1985, Side 6
6 Fimmtudagur 4. júlí 1985 VÍKUR-fréttir Elías Jóhannsson, útibússtjóri: „Tekið verður með festu á vandamálunum - þó kannski allir verði ekki sáttir með niðurstöðurnar“ Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu í dag kom bankaráð Utvegs- bankans til formlegs bankaráðsfundar í Kefla- vík í síðustu viku. Er þetta í fyrsta sinn sem bankaráð ríkisbanka á Islandi kemur saman til formlegs fundar utan Reykjavíkursvæð- isins. Aður en fundurinn var haldinn kynntu þeir sér ástand svæðisins og síðan var bókað um það á fund- inum. Af þessu tilefni tókum við útibússtjórann í Keflavík Elías Jóhannsson tali og gefum honum hér með orðið. „Tilgangur þessa fundar bankaráðs og bankastjórn- ar hér var sá“, sagði Elías, „að það er búið að skrifa mikið um ástandið hérna á Suðurnesjum í blöðin og bankastjórnin og auðvitað ég, höfum haft miklar áhyggjur af þessu. Hver þróunin hefur verið á svæðinu, hjá fyrirtækjum í viðskiptum við okkur. Hefur það því verið rætt fram og til baka hvað sé til ráða, nú fjármagn erekkert á lausu því það eru engir peningar til í dag. Var því úr að þeir komu hingað suður, keyrðum við um svæðið, Garð, Sand- gerði, Keflavík og Njarð- vík, skoðuðum við þessi fyrirtæki sem eru í viðskiptum við okkur og fleiri fyrirtæki, sem við renndum framhjá. Hraus sumum þessum mönnum hugur við að sjá, hvað þetta var komið virkilega neðar- lega, þeir höfðu heyrt af þessu en trúðu því ekki svona beint, fyrr en þeir sáu hvað aumt ástandið er orð- ið. Nú við ókum einnig fram hjá höfninni og það ér engin löndun orðin hér maður sér ekki orðið fisk. Fyrir 5-6 árum var þetta eitt aðal vertíðarsvæðið á árunumfyrir 1971 varbesta afkoman á landinu hér á Reykjanesi, varðandi fisk- vinnsluna. Þeirra mál var að koma eingöngu hingað suður, til að sýna þeim er versla við bankann að þeir hafi áhuga fyrir því að taka á þessum málum með alvöru, þeir vilja kynna sér málin að eigin raun. Að þessu loknu var haldinn tveggja tíma langur fundur þar sem ég stiklaði á því helsta varðandi þróunina hér í úti- búinu sl. 3 árin og hvaða vandamál væri við að etja og hvað væri æskilegast framundan. Voru málin rædd fram og aftur og sýndu menn þessu mjög mikinn skilning og komust menn virkilega vel inn í málin og því erum við allir mjög ánægðir með þennan fund. Þeir fengu nasasjón af því hvað væri við að etja í útibúunum. Vanskil hafa aukist mjög hérna síðustu 2-3 mánuð- ina, gífurlega mikið, er sama þróunin í bönkunum hér í kringum okkur og er ástandið orðið þannig að hérna koma kannski í mót- tökuna milli 20 og 40 manns, þessa þrjá daga í viku, sem við höfum opið og við getum hreinlega ekki sinnt óskum fólksins. Er því farinn einhver meðal- vegur og lánuð einhver lágmarksupphæð hverjum aðila en það gerirekki neitt. Komum við inn á þessi mál, að við stæðum hérna í stór- ræðum við að bjarga fólki úr snörunni, er það jafnvel að missa sínar eignir og því erum við að skuldbreyta fyrir fólk og hjálpa því og jafnvel teygja okkur lengra en við höfum mátt, s.s. að lengja lánstímann. En í sumum tilfellum er ekkert annað framundan hjá fólki en að selja hús sín eða missa þau á uppboði, voru þessi mál öll kynnt fyrir banka- ráðsmönnum. Júlímánuður mun verða okkur mjög erfiður hérna og t.d. það fólk sem kom hingað í júní og fékk það svar að það gæti litið við eftir mánaðamótin, kemur nú aftur, erum við komnir með lista yfir tugi manna sem við ætlum að reyna að gera eitthvað fyrir í júlí- mánuði. Peningar eru ekki fyrir hendi, því það sem við höfum lánað á liðnum mán- uðum skilar sér mjög hægt inn. Vanskil hjá einstakl- ingum og við tölum nú ekki um fyrirtækin, hafa aukist gífurlega, þannig að greiðsluflæði er afskaplega rólegt þessa dagana. Nú maður er að vona að eftir júlímánuð verði kominn Elías Jóhannsson útibússtjóri meiri stöðugleiki í þetta og þau mál sem við höfum tekið á og reist á réttan kjöl aftur, fari að skila sér aftur. Júlímánuður verður okkur erfiður, en maður er bjart- sýnn varðandi ágústmánuð og jafnvel síðari hluta árs- ins. Nú Utvegsbankinn hefur lagt gífurlega mikið upp úr Abót, þessu nýja innláns- formi sem bankarnir tóku upp í fyrra og kalla ýmsum nöfnum. Hefur þetta skilað sér vel hérna, en mætti þó skila sér betur. Svo erum við að keppa núna við það sem við köllum gráa markaðinn eða svarta markaðinn eins og það hefur verið kallað. Það eru þessi verðbréfafyrirtæki sem selja verðbréf með alls konar afföllum. Menn hafa áhyggjur af því hvort ekki sé hættulegt að fara út í þessi viðskipti, þarna veit maður að fólk getur fengið peninga á skömmum tíma, hafa margir brennt sig á þessu. Því hefur maður sagt við fólk sem er að hugsa um að prófa þetta, að ef það hafi efni á að tapa þessum peningum skuli það prófa frh. næstu síðu Verð: Tilboð. Skipti ath. BfLASALA BRYNLEIFS Vatnsnesvegi 29A Keflavík Símar 1081, 4888 Allar breytingar og smiði: Bilabúö Benna. FIAT UNO 45 S árg. ’84 ek. 20 þús. Fallegur bíll. SíLASALA“ JrYNLEIFS Vatnsnesvegi 29A ■ Keflavik - Simar: 1081. 4888 PEUGOT 505 diesel, station, árg. ’83. Topp bíll. VEGNA MIKILLAR SÖLU VANTAR NÝLEGA BILA Á SKRÁ OG Á STAÐINN, - en . . . hér kemur ROSALEGASTA TORFÆRUTR0LL LANDSINS. Cherokee Chlet árg. '75. Vél: AMC 360-400 hö. Nitrogas Innspýting (N20) Hooker tlœkjur MSD 6 T - kveikja stillanleg frá mœlaborði. Skipting: Turbo 400 með trans pack. Drif: 4,88:1, læst framan og aftan með Torsen og No-Spin. Fjöðrun: Rancho. Dekk: 44”x18'/2”x15” Fun Country Bílatölva - Rallystólar - 40 rása talstöð o.m.m. fleira.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.