Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.07.1985, Side 17

Víkurfréttir - 04.07.1985, Side 17
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 4. júlí 1985 17 Impex hf. með ís- lenskar leiðbeiningar á hreinsiefnum fyrir húsgögn og eldunartæki I byrjun desembermán- aðar sl. efndi Heildverslun- in Impex til kynningar- fundar með blaðamönnum nokkurra dagblaða, svo og fulltrúa frá Neytendasam- tökunum. Á þeim fundi var viðstöddum sýnd ný lína í ræstiefnum, svonefndri Quick línu, þar sem 7 mismunandi tegundir voru sýndar. Það sem sérstakt þótti við þessi ræstiefni var íslenskur texti á erlendri framleiðslu, leiðbeiningar, Upptökuheimili í Keflavík Þeir voru margir sem ráku í rogastans er þeir lásu um Upptöku- heimili Geimsteins í Keflavík í fréttatilkynn- ingu sem birtist hér í blaðinu um nýútkomna hljómplötu Rúnars Júl- íussonar. Fram að þessu hafa menn haldið að upptökuheimili væri gæsluheimili s.s. fyrir vandræðabörn eða aðra vandræðahópa. Trúlega hafa þeir Geimsteins- menn því átt við hljóðver (stúdeó), eða hvað . . . Rússarnir að hrella þá Þegar unnið var að fréttinni á dögunum um hávaðamengun þá sem varnarliðsþoturnar tvær ullu í Keílavík fyrir skemmstu. Var að sjálfsögðu fyrst leitað til heilbrigðisfulltrúa Suðurnesja, en svör hans voru all furðuleg Jú, hann varð var við hávaðann, en samt gerði hann enga tilraun til að grennslast fyrirum hvað ylli honum, að vísu taldi hann að sjálfsagt hefðu Rússarnir verið að hrella varnarliðið með flugi hér nálægt og þar með var málið búið af hans hálfu. Góð vinnubrögð þar . . . . . . Blaðafulltrúinn lítið skárri Minnugur þess að blaðafulltrúi Varnar- liðsins hafi oft lýst yfir vonbrigðum með að blaðið ræði um ýmislegt er snýr að Varnarliðinu og fullyrði þar um hluti sem eigi ekki stoð í veru- leikanum að hans áliti, án þess að hafa samband við sig, hringdum við að sjálf- sögðu í hann vegna hávaðamengunar her- flugvélanna. En hvað, svarið hans var lítið skárra en hjá heil- brigðisfulltrúanum, hann vissi ekkert um málið og við skyldum jú hringja til flugvallar- stjóra. Það skyldi þó aldrei vera að nýja- brumið væri farið af starfi blaðafulltrúans. Eru ferðamálin aðeins í nösunum Á dögunum þegar farin var náttúru- og skoðunarferð á vegum NVSV um Keflavík vakti það mikla athygli að enginn af forsvars- mönnum Ferðamála- samtaka Suðurnesja lét sjá sig í ferðinni. Það skyldi þó aldrei vera að þátttaka þeirra í sam- tökunum sé af þeim hvötum einum að hagnast á eigin „biss- ness“ fremur en almennur áhugi fyrir ferðamálum á Suður- nesjum. Fengu ekki að gróðursetja í heimabyggð Nú í lok hins marg umrædda kvennaára- tugs ákváðu konur í Kvenfélagi Njarðvíkur að panta mikið magn af trjám og gróðursetja það á einhverju af fram- tíðar útivistarsvæðum Njarðvíkinga. Þær náðu því ekkiuppínefiðásér af reiði er bæjaryfirvöld í Njarðvíkum neituðu þeim um svæði undir gróðursetninguna og því urðu þær að leita út fyrir bæjarfélagið til að koma trjánum í mold. uppl. um efnisinnihald svo og varúðarráðstafanir í þeim tilfellum sem um var að ræða hættuleg efni. Blaðamenn gerðu þessu góð skil í neytendadálkum sínum og kann Impex þeim þakkir fyrir. Neytendur hafa verið fremur seinir til þess að átta sig á þessari línu, en nú upp á síðkastið hefur salan aukist jafnt og þétt, enda er um mjög góða vöru að ræða, sem menn hafa komist að raun um, eftir að hafa byrjað að nota vöruna. Nú er komið að næsta leik hjá Impex í þessa veru, en það er innflutningur á alls kyns hreinsiefnum fyrir húsgögn og eldunartæki, sem sagt, erlend framleiðsla - islenskar leiðbeiningar, auk upplýsinga um efnis- innihald. Hér er um að ræða 5 mismunandi tegundir: tekk og pali- sanderolíu, húsgagnabón, húsgagnaolíu, eikarvax og ofngljáa. Eitt þessara efna er hættu- legt í meðförum, þ.e. sjálfs- íkveikja getur orðið í bónklút eftir notkun á tekk- og palisanderolíunni. Um þetta er að sjálfsögðu getið í texta. Verð þessara efna er mjög svipað og á sambærilegum innfluttum vörum, enda þótt töluverðu fjármagni hafi verið eytt í þýðingar og prentun. Umbúðirnar eru mjög smekklegar og á merkimiða eru íslensku fánalitirnir. (úr fréttatilkynningu). Erlend framleiðsla - íslenskar leiðbeiningar, mjög til fyrirmyndar fyrir heildsala. FASTEIGNAGJÖLD í Miðneshreppi Hér með er skorað á eigendur fasteigna í Miðneshreppi sem enn skulda fasteigna- gjöld, að greiða skuld sínafyrir20. júlí 1985 Að þeim tíma liðnum verða ógreiddar skuldir innheimtar með uppboðsaðgerð- um sbr. heimild ílögum um sölu lögveðaán undangenginna lögtaka nr. 49 frá 1951. Sveitarstjórinn í Miðneshreppi — ATVINNA - Starfsfólk óskast í fiskvinnu, hluta- störf eða heils dags. - Mikil vinna. Uppl. í síma 4211 eða á staðnum. STOKKAVÖR HF. Hrannargötu 4 - Keflavík (0J íþrótta- og leikja- ^ námskeið Í.B.K. hefst mánudaginn 8. júlí og verður í 3 vikur. Til- högun verður sem hér segir: Börn fædd 1973-76 frá kl. 10-12. Börn fædd 1977-79 frá kl. 13-15. Þátttökugjald kr. 100. Tilkynna skal þátttöku föstudaginn 5. júlí frá kl. 13-18 og fer skráning fram í íþróttavallarhúsinu við Hringbraut. Í.B.K. Auglýsingasíminn er 4717

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.